Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 21
á því að viðhalda og bæta við færni sína og setti fram spurningarnar: Finnst þér þú standa á krossgötum? Finnst þér tíminn vera að renna út? Ætlar þú að lenda í úreldingu? Hún lagði mikla áherslu á frumkvæði einstaklingsins og ábyrgð varðandi endurhæfingu og símenntun og nefndi starfsmanna- og jafnréttis- áætlun Reykjavíkurborgar, sem skjalfesta viljayfirlýsingu sem verið væri að vinna eftir hægt og sígandi, en framfarir reyna á þolinmæði, líkt því að flytja fjöll. Lilja Olafsdóttir forstjóri, talaði um mismunandi stjórnunarstíl kvenna og karla. Hún ræddi ímynd tiltekinna starfsheita í hugum fólks eins og deildarstjóri, verkstjóri, framkvæmdastjóri og forstjóri, hvaða inyndir kalla þessi starfsheiti fram? Hún velti upp algengum alhæfingum um þá eiginleika sem aðgreina kynin, t.d. þegar karl er áræðinn er kona hikandi, hann er harður í horn að taka meðan hún er blíðlynd og fórnfús, hann er yfirveg- aður en hún vanstillt. Hann er fylginn sér en hún gengur of langt, hann er sveigjanlegur en hún stefnu- laus. Karlinn er framagjarn en konan valdasjúk. Þetta eru dærni um skilgreiningar sem heyra fortíðinni til skulum við vona, en einmitt það að konur beita hógværð í tjáningu veldur því að þær virðast ekki vissar í sinni sök. Konur virðast einfald- lega tregari til að viðurkenna hæfileika sína en karlar. Nútíma stjórnunarstíll virðist þó henta konum vel, þar sem áherslur eru lagðar á virkjun hæfileika í stað hlýðni við reglur, hópvinnu í stað stéttaskiptingar, sveiganleika í stað formfestu. Stefna og markmið eru skoðuð í stað þess að yfirstjórn leggi línurnar. Það má því segja að nútíma opinn stjórnunarstíll krefjist kvenlegs innsæis og yfirsýnar. Síðust, undir hádegið, reis upp ritstjóri Vinnunnar, Brynhildur Þórarinsdóttir. Hún fjallaði um konur í verkalýðshreyfingunni. Hin mikla atvinnuþátttaka kvenna, nær helmingur vinnuaflsins í landinu, segir okkur að verkalýðshreyfingin þarf að höfða til kvenna og fá þær til starfa innan sinna vébanda ef hún ætlar að halda völdum og áhrifum á vinnumarkaði sem og í samfélaginu. Þátttaka kvenna í starfi verkalýðs- hreyfmgarinnar er frumskilyrði þess að jafnréttismálin fái forgang og að ákvarðanir sem leknar eru komi jafnt konum sem körlum til góða. En hvað veldur því að svo erfitt er að fá konur til starfa í verkalýðs- hreyfingunni? Hvaða ímynd hefur ■ fólk af verkalýðsforkólfi? Er það ekki miðaldra karl íjakkafötum sem lækkar röddina um eina áttund þegar hann karpar um kaup og kjör? Svokallaður „verkalýðsbassi". Það virðist alla vega ljóst að verka- lýðshreyfingin er ekki aðlaðandi starfsvettvangur fyrir konur, hann virkar eins og skrímsli, fráhrindandi og hættulegt! Hvað er þá til ráða? Jú, það þarf að afskrímsla hreyfmg- una til að gera hana hæfari til að takast á við þau verkefni sem hún er stofnuð til. Hreyfingin verður að mennta sitt fólk, auka fræðslu og upplýsingaflæði og bæta ímynd sína. Eftir hádegi var skipt um gír. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræð- ingur, var með fyrirlestur um sam- skipti og það að kunna að setja mörk í þeim. Þessi fyrirlestur var alveg hreint frábær og væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla endur- segja hann að öðru leyti en því að þeir sem töldu sig fullnuma í sjálfs- þekkingu og samskiptum við aðra nutu þess að hlæja og skemmta sér undir stórkostlegu erindi Þórkötlu, ég mæli með þessu fyrir strákana okkar líka. Nátustefnan var í heild mjög hvetjandi og uppbyggjandi fyrir okkur FBM konur og styrkti okkur í þeirri trú að Kvennaráðið sé sá vettvangur sem honum er ætlað, þ.e. að halda uppi merkjum jafnréttisumræðu, styrkja persónuleg tengsl og hafa áhrif til hins betra fyrir alla, konur OG kalla. ■ 100 ára afmæli félagsins. Sýningin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og voru til sýnis ýmsir gamlir munir úr prentsögunni. Meðal tækja og tóla á sýningunni var fyrsta offset- prentvélin sem kom til landsins en í sumar, nánar tiltekið 12. maí, eru sextíu ár liðin frá þeim tímamótum. Það var við hæfi að Þorgrímur Einarsson offsetprentari, sonur Einars Þorgrímssonar fyrsta eiganda vélarinnar, prentaði á hana fyrir gesti og gangandi. Honum til aðstoðar var Jón Snæbjörnsson offsetprentari, sem var sfðasti eigandi vélarinnar og gaf hana Arbæjarsafni til varðveislu. Fleiri þúsund manns sóttu sýninguna og í dagbækur sem sérstaklega voru útbúnar fyrir sýninguna eru um 4000 nöfn rituð. Eins og nærri má geta vakti sýningin mikla athygli. ■ il ll 1 IJÍI F.v. Jón Snœbjömsson og Þorgrímur Einarsson ojfset- prentarar sýndu handbragðið á fyrstu ofjsetprentvélina sem kom til landsins !2. maí 1938. PRENTARINN ■ 2 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.