Prentarinn - 01.02.1998, Qupperneq 22

Prentarinn - 01.02.1998, Qupperneq 22
■ ■■ BOKAGERÐARMENN Sigfús Eymundsson Allir þekkja bókaverslunina Eymundsson og flestir hafa heyrt um Ijósmynd- arann Sigfús Eymundsson, en hvað vita margir um bókbindarann Sigfús Eymundsson? SIGURÞOR SIGURÐSSON Það var á Borgum í Vopnafirði, þann 24. maí 1837, að Sigfús kom í heiminn en ólst upp á Svína- bakka. I Vopnafirði fékk hann sína fyrstu tilsögn í bókbandi og bjó hann sér sjálfur til verkfæri og batt bækur fyrir sveitunga sína. Vorið 1859 fór hann til Reykjavíkur í þeim tilgangi að sigla til Kaupmannahafn- ar til að læra bókbandið að fullu og starfaði hann fyrst við bókband hjá Asgeiri Finnbogasyni á Lambastöð- um á Seltjarnarnesi þar til hann fór uni haustið til Kaupmannahafnar og komst með aðstoð Jóns Sigurðsson- ar forseta að hjá konunglegum hirð- bókbindara Ursin. Þetta var stærsta bókbandsvinnu- stofan í Kaupmannahöfn. Byrjað var vinnu kl. 6 á morgnana og voru sveinarnir umsvifalaust reknir ef þeir mættu of seint eða ef Ursin mis- líkaði við þá að einhverju öðru leyti. Þar fékk Sigfús sveinsbréf með besta vitnisburði eftir tvö ár og var hann þar áfram önnur tvö ár sem sveinn og seinast sem yfirmaður eða meistarasveinn. Til er saga frá námsárum Sigfúsar i Kaupmannahöfn. Var Jón bróðir hans þá í borginni, en veiktist og þurfti að leggjast á spítala. Peninga- ráð bræðranna voru ekki nægileg og leitaði Sigfús á náðir grósserans á verslunarskrifstofu Örum & Wulffs um lán, er var vel tekið. En þar var staddur fyrrum verslunarstjóri versl- unarinnar t Húsavík, maður nefndur Johnsen, kallaður Húsavíkur-John- sen. Tók hann að skammast út í Is- lendinga, um drykkjuskap þeirra og ólifnað og sagði lítt að marka sögur þeirra er þeir séu í lánbeiðsluförum og hefur um mörg orð og ókurteis. Reiddist Sigfús þessu og ákvað að ná sér niðri á karlinum. Bjó hann til galdrakver er kenna átti mönnum hvernig finna mætti af nöfnum manna undir hvaða stjömu þeir séu fæddir, og af því aftur innræti þeirra og mannkosti. Tók sem dæmi nafnið Jakob Johnsen og sýnir eftir aðferð þessari hvern mannkost sá hefur að bera er ber nafn þetta og var sú mannlýsing ófögur mjög. Skammt frá bókbandsvinnustofunni var karl einn, er verslaði með ýmiskonar hindurvitnabækur og fór Sigfús með handritið til karlsins og sagðist hafa þýtt það úr æfagamalli fslenskri bók. Keypti karlinn handritið og var það að fáum dögunt liðnum komið á prent og hét þá: „Den ældgamle Is- lænder Sigurdson's Spaa- og Trold- domsbog". Hitti Sigfús nú Johnsen að máli og segist hafa gefið út litla bók og spyr hvort Johnsen vilji ekki taka hana til útsölu við verslunina heima sem hann tekur vel og gefur Sigfús honum eintak að skilnaði. En illt auga gaf Johnsen honum þegar þeir hittust næst og var ekki minnst á sölu bókarinnar. Árið 1863 hætti Sigfús hjá Ursin og hélt til Osló, eða Kristjaníu eins og borgin hét þá. Starfaði hann þar sem sveinn í einhverri bókbandsstof- unni þar til í mars 1864 er hann fór til Bergen. Gat hann þó oft lítt stundað vinnu vegna fótameins er þjáði hann allan tímann sem hann var í Noregi og þénaði því stundum lítið. f Bergen réðst Sigfús til starfa hjá bókbandsmeistara er jafnframt var bókaútgefandi og ljósmyndari. Hjá honum lærði Sigfús ljósmyndun og keypti fljótlega sína fyrstu ljós- myndavél og annað er tilheyrði ljós- myndagerðinni. Ein af þeim bókum er bókbands- meistarinn gaf út er Sigfús var þar, voru nokkrar prédikanir eftir Stub prest. Vildi hann senda þær frá sér innbundnar og samdi við Sigfús að setja þær í band upp á akkorð. Samið var um fasta borgun fyrir allt upplagið, er var 3000 eintök, og tók Sigfús fyrst fyrir 1000 eintök, svo hægt væri að koma þeim fyrr í sölu. Annan daginn sem Sigfús erfiðaði við bandið, kom meistarinn til hans og undraði sig hversu vel verkið gengi og sagði Sigfús víst þéna of mikið á verkinu og reyndi að fá hann til að sætta sig við lægri upphæð. Daginn eftir gjörði Sigfús ekki hand- tak á vinnustofunni, heldur lagði sig upp á borð og las þar í bók allan dag- 22 PRENTARINN inn. Að kvöldi dags spurði meistarinn hverju þetta ætti að sæta að liggja upp á borði allan daginn en vinna ekki við bækumar. Svaraði Sigfús því til að hann óttaðist að þéna of mikið ef hann héldi sig of mikið að verki og sagði það ekki gengi gott í Bergen, þar sem fólk hefði svo lítið vit á erfiði. Og ekki fékk Sigfús að klára nema þessi 1000 eintök á akkorðinu og mátti sætta sig við fast vikukaup það sem eftir var. I ágúst 1865 var Sigfús orðinn at- vinnulaus, hafði hann lent í rifrildi við meistarann sem endaði með því að Sigfús barði manninn og var rek- inn samdægurs. Var það reyndar með 14 daga fyrirvara, eins og regla var og sást meistarinn aldrei á verk- stæðinu þann tíma, var víst hálf hræddur við Islendinginn. 28. október kom Sigfús aftur til Kaupmannahafnar og starfrækti þar Ijósmyndastofu í Kannikestræde þar til í júlí árið eftir að hann hélt heim til Islands. Virðist Sigfús hafa alfarið unnið við ljósmyndun næstu árin og ferð- ast mikið um landið til myndatöku. Um sumarið 1868 ráðgerði hann að flytja alfarið frá Reykjavfk og fór í september til Stykkishólms og var þar fram í desember er hann sneri aftur til Reykjavíkur. Til Stykkis- hólms fór hann aftur næsta vetur og þar trúlofaðist hann Elísabetu Hjaltalín, dóttur Páls Hjaltalín versl- unarstjóra og bókbindara. Það var samt ekki Elísabet sem Sigfús kvæntist í Reykjavík ári síð- ar, eða í júlí 1870, en kannski átti dvölin í Stykkishólmi sökina á því verslunarbraski sem Sigfús var upp- fullur af næstu tvö árin. Um sama leyti og Sigfús kvæntist, fékk hann borgarabréf sem kaupmaður og var í viðskiptum við samtök í Bergen og fór þangað nokkrar ferðir. Árið 1871 keypti hann húsið á homi Lækjargötu og Austurstrætis og bjó þar og hafði alla sína starf- semi, en í nóvember árið eftir stofn- aði hann bókaverslun sína. 1 desern- ber 1873 fékk Sigfús send bók-

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.