Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 5
TÆKNI ■ Ný þekking með grunn í prentiðnaði Fjölmiðlarnir íframtíðinni var yfirskrift eins og hálfs dags námstefnu sem Nordisk Grajisk Union gekkst fyrir í Stokkhólmi í lok nóvember í fyrra sem við Ólafur Örn Jónsson sóttum. Ég geri hér stuttlega grein fyrir því sem fram fór. Vegna þess hversu löng frásögnin er, er óhjákvœmilegt að skipta henni í a.m.k tvennt. STEFÁN ÓLAFSSON Ganga rafrænir fjölmiðlar ekki af prentmiðlunum dauðum? Anders Bovin frá Institutet för Medieteknik leitaðist við að svara þessari spumingu. IMT stundar rann- sóknir, upplýsingamiðlun og ráðgjöf, 55 manns starfa þar og veltan er 35 milljónir. 270 fyrirtæki af öllum toga í íjölmiðlageiranum kosta IMT. Upplag fréttablaða miðað við íbúatölu er minna nú en það var fyrir rúmum aldarfjórðungi. Morgunblöðin eru á svipuðu róli og 1970 en upplag eftirmiðdagsblað- anna er mun minna nú að tiltölu. Þróunin er sú sama í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og í Þýskalandi. Athyglisvert er að lestur dagblaða er mun meiri á Norðurlöndum en víðast hvar í öðrum Evrópulöndum og að þjóðir Evrópu eru helmingi meiri blaðalesendur en íbúar í Bandaríkjunum og Kanada, en þar er að sama skapi meira horft á sjónvarp. Tekjur dagblaðanna í Svíþjóð skiptast þannig að 42% teknanna kemur af áskrift, 48% frá auglýsing- um, 8% koma frá „öðru“ og 2% teknanna eru opinberir styrkir. Það fer sem sagt ekkert á milli mála að auglýsendur hafa örlög blaðanna í hendi sér. Laun og launakostnaður eru helmingur alls kostn- aðar, 12% fara í pappírs- kaup, 16% í dreifíngu, 3% í afskriftir, og 19% kostnaðar fara í „annað“. Kostir dagblaðanna eru umtalsverðir: • Upplýsingarnar eru áreiðanlegar. • Gott álit - gæða- stimpill. • Viðráðanleg og veita góða yfirsýn. • Samskipti við viðskiptavini byggð á nýjustu upplýsingum. • Þau eru skoðanamyndandi. • Gjörþekkja markað sinn. • Auðvelt að nálgast þau. • Meðfærileg, hægt að lesa þau „allsstaðar". • Auðvelt að rífa eða klippa úr þeim. • Að endingu má svo nota þau til uppkveikju eða til að pakka inn fiski. Það að auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi hafi verið á kostnað prent- miðla þarf ekki að koma okkur á óvart, en þar eð þær voru ekki heim- ilar í Svíþjóð má glögglega sjá þetta þar. En að notkun prentmiðla hefur aukist úr 20% íjölmiðlanotkunar 1980 í 23% 1995 og að aukningin er nær öll í lestri bóka, og munar helming í mínútum talið - það eru tíðindi! Könnun sýnir að Svíar vörðu 345 mínútum á degi hverjum í fjölmiðla árið 1980 en 329 mínútum 1995. Nokun myndbanda fer úr 1 mínútu í 10 mínútur en sjónvarpið tapar 10 mínútum, fer úr 118 mínútum í 98. Utvarp, morgunblöð, vikublöð og sérblöð halda sínu að mestu en eftir- miðdagsblöð missa nær þriðjung, fara úr 12 mínútum í 7 en Svíar lásu bækur í 19 mínútur 1980 en 28 mínútur dag hvern 1995. Og síðan sneri Anders Bovin sér að alvörumálum, pen- ingum. Hlutverk dagblaðanna sem auglýsingamiðla er alls ekki sjálfgefið. Auglýsingar á Inter- netinu jukust úr 0,3% í 2% 1997, 15% að- spurðra fyrirtækja aug- lýstu á Netinu 1996 og 43% 1997. Árið 2002 er talið að 22% allra aug- lýsinga verði á Netinu. 2/3 stærstu auglýsenda eru nú þegar á Netinu. Netið er komið til að vera, en frá hverjum tekur það? Það er nokkuð ljóst að upplag dagblaða mun minnka í Evrópu en í Bandaríkjunum og Kanada mun sjónvarps- notkun minnka. Blöðin sjálf, þ.e. fyrirtækin, munu græða vel á öllu saman, og pappírsfram- leiðendur einnig, því þó upplagstölur fari minnk- andi fjölgar síðum dag hvem. Anders Bovin tel- ur að eftir 3 til 5 ár muni starfsfólk blaðanna verða áþreifan- lega vart við samkeppni frá Netinu. Nokkrar tölur: • 1969 vom 3 netþjónar, þ.e. móðurtölvur fyrir Internetið, í heiminum. • 1994 voru þeir 2,3 milljónir. • 1997 um 10 milljónir. • Milli 50 og 100 milljónir manna notuðu Netið eitthvað 1997. • Notendafjöldinn tvöfaldast á 8 mánaða fresti. • Viðskipti á Netinu nema um milljarði dollara í Bandaríkjunum 1997. Nú er í gangi verkefni sem á að auka gæði í dagblaðaframleiðslu, þ.e. hráefnisins, trjánna og prentunarinnar, farfans og registurs. Auglýsendur gera gífurlegar kröfur til prentgæða. Til þess að mæta þeim verður pappírsverðið að lækka og pappírinn að batna. Hann þarf að verða léttari og þéttari, taka betur prentun og þorna hraðar, ryka minna, upplitast síður, lykta minna og slitna sjaldnar. Meiri rannsókna er þörf, t.d. hvort borgi sig að prenta fleiri blöð í sömu vélum og hvemig auka megi hraða og öryggi. Áfram þarf að þróa vinnsluna og auka framleiðnina, sagði Anders Bovin. Ef auglýsingar eiga áfram að birtast í dagblöðunum verður að vera hægt að treysta myndgæðunum. Og til að ná í unga fólkið verður að leggja áherslu á að venja böm og unglinga á dagblaðalestur! ■ Pappír þarf að verða léttari og þéttari, taka betur prent- un og þorna hraðar, ryka minna, upp- litast síður, lykta minna og slitna sjaidnar Lestur dagblaða er mun meiri á Norður- löndum en vfðast hvar í öðrum Evrópu- löndum PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.