Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 17
SKYRSLA STJORNAR
REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 1997
Rekstrartekjur:
Framlög.......................
Aórar tekjur..................
Rekstrartekjur.
Rekstrargjöld :
Laun og launatengd gjöld......
Kennsla og námskeið...........
Annar rekstrarkostnaöur.......
Afskriftir....................
Rekstrargjöld...
Rekstrarhagnaður.
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld):
Vaxtatekjur og veröbætur............................
Vaxtagjöld.........................................
Reiknuð gjöld vegna verölagsbreytinga...............
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld).
Hagnaður ársins..
Skýr. 1997 1996
8,9 17.983.477 15.690.106
10 3.888.888 7.139.766
21.872.365 22.829.872
11 7.628.630 7.070.997
12 3.126.635 2.971.177
13 5.033.554 4.717.602
2,4 660.878 1.115.159
16.449.697* 15.874.935
5.422.668 6.954.937
805.122 335.614
(28.878) (34.410)
2 (371.952) (233.821)
404.292 67.383
7 5.826.960 7.022.j20
ugastöðum, eitt á hvorum stað, sem hafa
verið mjög vel nýtt yfir sumartímann. Á
síðasta sumri buðum við upp á orlofshús
að Setbergi í Fellabæ. Það hús fékk mikla
gagnrýni félagsmanna er voru óánægðir,
þannig að ekki verður boðið upp á það í
sumar.
Öryggisnefndin
og umhverfismál
I öryggisnefnd prentiðnaðarins eru eftirtald-
ir: Frá FBM, Sæmundur Ámason og Georg
Páll Skúlason og frá Samtökum iðnaðarins,
Steindór Hálfdánarson og Örn Jóhannsson.
Nokkrir fundir voru haldnir vegna kjara-
samninga og á þeim var fjallað um vinnu-
fatnað og leysiefni í prentsmiðjum. Subs-
print verkefni Evrópusambandsins er nú
lokið en full þörf er á að fylgja því vel eftir
og bjóða upp á fleiri námskeið fyrir þá sem
enn nota leysiefni til hreinsunar. Öryggis-
nefnd prentiðnaðarins stóð fyrir námskeiði
fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í
samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins, dagana
18. og 19. febrúar. Þátttakendur voru 19, þar
var fjallað um alla þætti vinnuvemdar með
fjölmörgum fyrirlesurum. Svanur Jóhannes-
son, sem hefur verið fulltrúi FBM í öryggis-
nefnd undanfarin ár, lætur nú af störfum í
öryggisnefnd eftir langt og gæfuríkt starf að
vinnuvemdarmálum.
Fræðslusjóður
bókagerðarmanna
Sjóðurinn styrkir m.a. námskeið sem félags-
menn sækja hjá Tómstundaskólanum um
50% eða allt að kr. 8.000. Einnig hafa al-
menn tungumálanámskeið verið styrkt.
Sjóðurinn stendur straum af kostnaði nám-
skeiða hjá Prenttæknistofnun fyrir atvinnu-
lausa félagsmenn. Felst það í því að greiða
námskeiðsgjöld og greiðslu iðgjalda fyrir at-
vinnulausa félagsmenn í prenttæknisjóð kr.
213.117. Sjóðurinn hefur einnig fjármagnað
kostnað Prenttæknistofnunar vegna aðildar
að EGIN sem nam kr. 340.600 á árinu 1997.
Einnig styrkir hann félaga til náms erlendis.
Alls voru veittir 42 styrkir til almenns náms
eða tómstunda, 28 styrkir vegna atvinnu-
lausra á námskeið hjá Prenttæknistofnun, 3
styrkir kr. 105.000 til náms erlendis á stutt
námskeið og 10 styrkir voru veittir til lengra
náms að upphæð kr. 850.200.
Um áramótin tók Sæmundur Árnason
sæti Svans Jóhannessonar í stjórn Fræðslu-
sjóðs sem auk hans skipa Georg Páll Skúla-
son og Þórarinn Gunnarsson frá Samtökum
iðnaðarins.
Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóðurinn hefur nú sem hingað til
komið sér vel fyrir þá sem eiga um sárt að
binda vegna veikinda. Eins hefur sjóðurinn
styrkt félaga í forvamarstarfi og þegar
sjúkraþjálfun eða sjúkranudd hefur verið
nauðsynlegt. Á síðasta ári fengu 27 félags-
menn greidda sjúkradagpeninga að upphæð
u.þ.b. 5,4 milljón. Afar mismunandi er hve
PRENTARINN ■ 1 7