Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 11
SKÝRSLA STJÓRNAR ■■■ Fræðslusjóður bókagerðarmanna REKS TRARREIKNINGUR ÁRSINS 1997 Skýr. 1997 1996 Tekjur: Iðgjöld 3.337.518 2.899.296 Vaxtatekjur af bankainnstæðum 3 653.784 565.503 Tekjur samtais 3.991.302 3.464.799 Gjöld : Styrkir 1.584.408 1.528.694 Námskeið, námsefni og fagbækur 489.797 286.986 Hlutdeild í skrifstofiikostnaði FBM 4 798.260 692.960 Endurskoðun, uppgjör og tölvuvinnsla 62.325 59.212 Annar kostnaður 9.446 17.039 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 2 185.644 168.840 Gjöld samtals 3.195.257 2.753.731 Tekjuafgangur 796.045 711.068 Fræðslusjóður bókagerðarmanna EFNAHA GSREIKNINGUR 31.12.1997 Skýr. 1997 1996 Eignir: 3 10.096.313 8 907 906 Eignir samtals 10.096.313 8.907.906 Eigið fé : Höfuðstóll 1.1.1997 8.851.947 7.972.039 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 185.644 168.840 Tekjuafgangur 796.045 711.068 Eigið fé samtals 9.833.636 8.851.947 Skuldir: Viðskiptareikningur FBM 262.677 55.959 262.677 55.959 Eigið fé og skuldir samtals 10.096.313 8.907.906 Félagið gaf út frímerki í tilefni afmælisins að verðgildi 90 krónur er kom út 3. septem- ber og lét stimpla og tölusetja 1000 eintök á útgáfudegi og einnig nokkur eintök ótölu- sett. Ýmis önnur starfsemi var tengd afmæl- isárinu svo sem knattspyma, golf, skák, bridds og vegleg fjölskylduhátíð var haldin í Miðdal. Frá Kvennaráði FBM Frá síðasta aðalfundi hafa verið mánaðar- legir fundir í Kvennaráðinu, nema yfir sumarmánuðina. Arleg haustráðstefna Kvennaráðsins var haldin í Miðdal helgina 11.-12. október síðastliðinn. Að þessu sinni tóku þátt 11 konur og tókst hún í alla staði vel. A ráðstefnunni var m.a. fjallað um tilgang Kvennaráðsins, en það verður sjaldan ofbrýnt að hlutverk þessa hóps er að skapa vettvang til lifandi umræðna um jafnréttismál á sem víðustum grundvelli og að halda þeirri umræðu á lofti enda skulu stéttarfélög vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði sbr. 5. gr. jafnréttislaga. Þetta gerum við með því að halda fundi mánaðarlega, stöndum fyrir kynningu og fræðslu um ýmis málefni og virkjum þátttakendur til starfa, konur standa og vinna með konum og byggja upp tenginet sín á milli. Fundir Kvennaráðsins eru alltaf fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, haldnir í félagsheimilinu á Hverfisgötunni kl. 20.00. Þrír fulltrúar Kvennaráðsins fóru til Finnlands þann 8.-10. apríl og sóttu þar kvennaráðstefnu á vegum NGU. Þetta var fjölbreytt og fróðleg ráðstefna og ein mikilvægasta ályktunin sem þar kom fram var um stofnun norræns tenginets kvenna í bókagerð. I nóvember voru haldnar Internet- kynningar fyrir konur sem tókust með afbrigðum vel. Kynningamar urðu tvær. Leiðbeinandi var Þórlaug Ágústsdóttir, stjómmálafræðinemi og greinarhöfundur Tölvuheims. Kynningamar voru haldnar í samstarfi við Prenttæknistofnun, en framkvæmdastjóri hennar, Hjörtur Guðnason, lagði glaður til húsnæði og tölvuaðstöðu. Desemberfundurinn fjallaði um bækur en þar voru sérstaklega teknar fyrir bækur skrifaðar eða markaðsettar fyrir konur. Þann 14. mars var svo blásið til Náms- stefnu kvenna í FBM. Hún var undirbúin og skipulögð í samstarfí við Mími/Tómstunda- skólann. Sjö fyrirlesarar fluttu erindi um jafnréttismál frá ólíkum sjónarhomum. Námstefnuna sóttu liðlega 20 félagskonur og tókst hún í alla staði mjög vel. Meðlimir Kvennaráðsins hafa skrifað pistla, „Rifið úr síðunni" í Prentarann, en þar er vettvangur fyrir FBM-konur að láta gamminn geysa um hvað það sem hugann kann að hræra varðandi jafnréttismálin. Nú em liðlega 60 FBM konur skráðar í Kvennaráðið og fjölgar þeim jafnt og þétt, en allar bókagerðarkonur eru velkomnar í hópinn. PRENTARINN ■ 1 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.