Prentarinn - 01.12.2000, Side 13

Prentarinn - 01.12.2000, Side 13
Þessir menn áttu að hafa tekið þátt í að skapa stórbrotna listamenn á borð við Þórberg og Laxness. Og snillingamir sjálfir voru víst svo helteknir af verkum sínum að þeir mœttu í prentsmiðjurnar til aðfylgjast með... áfram að versla barnaföt og láta mig dreyma um að ég þyrfti ekki einu sinni að skipta vísareikn- ingnum þegar heim yrði komið. En þegar hjól Flugleiðavélar- innar snertu þessa ástkæru fóstur- jörð mína hætti mér að finnast þetta ekkert mál. Ég grét meira að segja í smástund inni á þessu litla klósetti og datt í hug að losa mig við flöskurnar í handfarangurs- geymslunni og reykja svo inni á klósetti. Þá héldi Pétur að ég hefði verið böstaður og ég gæti reynt að ljúga öllu fögru að hon- um. En ég gerði auðvitað ekkert af þessu. Ég stóð bara upp og dró djúpt andann og fór fram og brosti til bumbunnar á konunni og pantaði mér annan koníak þó að mér hafi þótt það vont á þessum árum. Og í Fríhöfninni horfðu allir á mig. Ég gekk á milli nammihilln- anna og keypti Smartís og sígar- ettur og fjórar kippur af bjór. Stúlkan sem afgreiddi mig var ör- ugglega úr drykkjubænum Kefla- vík og vissi upp á hár að ungir menn eins og ég kaupa allan toll- inn sinn. En ég sleppti sterka vín- inu og laumaði þess í stað kon- íaksflöskunum í pokana á meðan við synduga parið stóðum við færibandið og biðum eftir töskun- um okkar. Það var líka þá sem ég kom auga á pabba. Hann stóð fyr- ir utan glerið og brosti og veifaði eins og fábjáni. Við vorum einu sinni svo nánir. Mér varð flökurt við tilhugsunina um mig í fanginu á þessum hlýlega manni. Hann var örugglega með sama rakspír- ann og vanalega. Þennan sem hann hafði notað frá því ég var ungabarn og mér datt í hug að ég myndi byrja að nota hann á Hrauninu þegar þar að kæmi. Ég fengi varla skilorð fyrir allt þetta magn. Þetta væri örugglega Is- landsmet og dómararnir myndu vilja setja gott fordæmi og dæma mig frá ófæddu bami í allavega fímm ár, ef ekki tíu. Töskurnar enda samt á kerrunni og það er ekki enn liðið yfir mig. „Skilríki,“ skipar góðlegur kventollvörður þegar ég reyni að keyra bara áfram til pabba en þá lokast sjálfvirka hurðin beint á nefið á honum og ég stend þarna einn. Konan hvarf út um dyrnar og ég mun aldrei sjá hana aftur, ógrátandi. „Ha?“ styn ég upp úr mér og kyngi sársaukafullt því munnur- inn er skrjáfþurr. „Má ég sjá vegabréfið þitt? Þú ert orðinn tvítugur er það ekki?“ Helvítis vínið, hugsa ég með mér og ríf upp passana okkar beggja. „Ertu með tvo passa?“ spyr hún og skoðar myndimar. Ég svara ekki. Horfi bara á hurðina og bíð eftir því að fá að hlaupa út. „Þetta er svoldið mikið sem þú ert með?“ Hún teygir sig í Fríhafnarpok- ana og rennir augunum yfir inni- haldið. Mér mun aldrei takast að hlaupa í burtu en tekst að æla því út úr mér að konan hafi rétt í þessu verið að stíga út um hliðið. Og um leið hvarflar það að mér að það sé kannski ekkert svo slæmt að vera á Litla-Hrauni. Laxness skrifaði eitthvað fyrir austan fjall og ég gæti grætt á þessu þegar til lengri tíma er litið. „Líður þér illa?“ Nú kemur það. Pokarnir liggja á borðinu fyrir framan hana, pass- arnir sleikja fínlegar hendur og mér er allt í einu mál að míga. „Já. Ég er veikur." „Jæja,“ svarar hún og ég þori ekki að horfa á hana en sé útund- an mér að passarnir koma fljúg- andi til mín. Þeir lenda, að ég held, fimlega í höndum mínum og hurðin opnast. Þau bfða ennþá eftir mér og hún er ógrátandi. Og hann er svo fallegur hann pabbi. Nýrakaður og ég held ég finni rakspíralyktina alla leið hingað. „Ertu ekki að gleyma ein- hverju?" Litla-Hraun, Litla-Hraun, Litla- Hraun. Ég sný mér samt við og þarna stendur hún og heldur pok- anum uppi svo ég sjái hann vel. Og þessi bjánatollvörður er bara að rétta mér pokann. Hún réttir mér hann og ég geng út. Mín bíð- ur ekkert annað en heil milljón. Nýtt hjónarúm, ísskápur, þvotta- vél, barnavagn, vísareikningur, vísareikningur, vísareikningur... Og þá hætti ég að hugsa um þetta og segi Pétri að ég sé hættur við. Enda skiptir milljón til eða frá engu máli þegar Vísarað er annars vegar. Mikael Torfason varfélagi í FBM frá árinu 1991 til 1996. Höfundur vill endilega titla sjálfan sig bókagerðarmann áfram. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.