Prentarinn - 01.12.2000, Qupperneq 23
húsnæði var auðvitað líka orðið
of lítið fyrir öll Oddabörnin og
foreldra þeirra og því héldum við
í Hlégarð í Mosfellsbæ í staðinn.
Ballið tókst vel og virtust allir
vera ánægðir.
Fyrir u.þ.b. tveimur árum var
stofnaður sérstakur íþróttasjóður í
Odda. Þegar Máttur var lagður af,
en Oddi átti hlut í honum, lagði
prentsmiðjan fram pening sem
sérstaklega var ætlaður til að
styrkja fólk til íþróttaiðkunar.
Fyrsta árið var hann notaður til að
niðurgreiða þessa hefðbundnu lík-
amsrækt og sund. En okkur
fannst fólk ekki nógu duglegt við
að sækja um niðurgreiðslur, svo
nú er hann notaður fyrir allar
íþróttagreinar sem rúmast innan
ISI, hvort sem er sund, kurling,
skíði eða golf.
Golf er annars mikið stundað af
Oddaverjum. Innan prentsmiðj-
unnar er starfræktur sérstakur
golfklúbbur sem stendur fyrir
ýmsum stórmótum ár hvert. Að
sumrinu er það alvörugefið mót
og á haustin er svo annað mót
með aðeins léttara yfirbragði. Þá
eru líka haldin innanhúsmót og
svo er auðvitað talað um golf frá
morgni til kvölds!
Orlofssjóðurinn sér um rekstur
og útleigu á sumarbústaðnum
okkar Oddakoti sem stendur í Ut-
Hundur í óskilum skemmti á árshátíðinni.
Ólafur Karlfékk viðurkenningu
fyrir 20 ára statf.
Alexei, Kiddi og Hajþór ígóðum gír.
hlíð. Húsið er í stöðugri útleigu
og hefur oft komið upp sú spurn-
ing hvort við ættum kannski að
kaupa annað, en það er allt í at-
hugun. Til að mæta stöðugri eftir-
spurn var gripið til þess ráðs fyrir
tveimur árum að leigja þrjá bú-
staði af öðrum og endurleigja síð-
an starfsmönnum þá. Síðasta
sumar var aftur á móti leigt hús á
Spáni í þessum tilgangi. Fyrir
valinu varð oggulítið hús á
LaMarina, sem er ca. 30 km
sunnan við Alicante. Þetta tókst
svo vel að í undirbúningi er að fá
annað stærra hús næsta sumar.
Ýmislegt fleira er gert sér til
gamans og má þar nefna hina ár-
legu pylsuveislu sem haldin er
snemmsumars. Þá eru grilluð
heilu fjöllin af pylsum og allir
mega fá eins mikið og þeir vilja.
Hefur sumum stundum hlaupið
kapp í kinn og vitað er um einn
sem sporðrenndi 15 stykkjum í
einni veislunni. Fer fáum sögum
af magaheilsu þessa manns síðan.
Svo eru auðvitað af og til upp-
ákomur sem falla ekki undir
starfsmannafélagið, bara starfs-
mennina.
T.d. eru nokkrir núverandi og
fyrrverandi Oddaverjar með
ólæknandi djassdellu og þeir hitt-
ast reglulega hver heima hjá öðr-
um og halda smáveislur gagngert
til að hlusta á djasstónlist og
kryfja hana til mergjar.
Við búum nú svo vel að hafa
sérstakan bar við hliðina og þar
má oft sjá Oddaverja fá sér einn
eða tvo litla (eða stóra, eða fjóra)
eftir vinnu í vikulok. Síðan halda
deildirnar stundum sérstök bjór-
kvöld og er t.d. filmudeildin með
svokallaðan Hvisssjóð sem fjár-
magnaður er með gosumbúðum.
Nafnið Hviss er dregið af hljóð-
inu sem heyrist þegar bjórdós er
opnuð...
PRENTARINN ■ 23