Verktækni - 01.09.1995, Qupperneq 1
VERKTÆKNI
Stéttarfélag verkfræðinga • Tæknifræðingafélag Islands • Verkfræðingafélag Islands • 1. tbl. 1. árg. sept. 1995
Samið við ríki og Reykjavíkurborg
Samningar Stéttarfélags verk-
fræðinga og Kjarafélags tækni-
fræðinga við ríki og Reykja-
víkurborg voru undirritaðir þann
fyrsta september síðastliðinn.
Samningur þessi er hinn fyrsti
sem gerður er sameiginlega milli
allra þessara aðila. I honum felst
samræming á stöðuheitum
verkfræðinga og tæknifræðinga
og röðun í launaflokka.
Mikillar óánægju gætir hjá
verkfræðingum og tæknifræð-
ingum hjá Reykjavíkurborg vegna
meðallauna þeirra í samanburði
við þá sem starfa hjá ríkinu, að
ekki sé talað unr annan markað.
Þetta er augljóst hverjunr þeim er
rýnir í kjarakönnun SV. Var því
tvísýnt um niðurstöður atkvæða-
greiðslna um samninginn, bæði hjá
verk- og tæknifræðingum hjá
borginni þar sem ekkert miðaði að
viti í samræmingarátt við stöðu
launantála hjá ríki. Saniningurinn
var þó samþykktur með meirihluta
atkvæða hjá báðum félögunum.
A fundi verkfræðinga hjá
Reykjavíkurborg komu ennfrem-
ur fram óskir um enn meiri
samræmingu í framkvæmd
atkvæðagreiðslu tæknimannanna
hjá borginni þannig að auðveld-
ara væri að fjalla um samningana
og greiða um þá atkvæði.
A fundi verkfræðinga hjá ríkinu
lýstu margir fundarmenn furðu
sinni á framkomu samninganefnd-
ar ríkisins og þess dráttar senr
hefði orðið á samningi. Kom fram
hjá samninganefnd SV að krafa
hefði verið lögð fram í febrúar
síðastliðnum en formleg viðbrögð
voru lítil af hálfu ríkisins. Samn-
inganefnd ríkisins lagði nokkrunr
sinnum franr eins konar gagntilboð
sem voru þannig úr garði gerð að í
þeim voru villur, þau illa frágeng-
in og í raun ekki nothæf plögg.
Það var síðan þann 31. ágúst að
eitthvað fór að miða á þessum
fundum og kom þá í ljós að ekki
yrði skrifað undir samning nenra
gildistími væri frá undirskriftar-
degi! Atti með þessu líklega að
reyna að pressa samningamenn til
hlýðni. Hækkun sem aðrir höfðu
fengið fyrr á árinu stóð því okkar
mönnum hjá ríki og Reykjavíkur-
borg ekki til boða.
Þó fór svo að samningur var
undirritaður þann I. september
eins og áður segir og skrifuðu allir
viðstaddir samningamenn undir
samninginn.
Vegna samræmingarinnar er
hækkun launa vegna samningsins
nokkuð misjöfn en liggur á bilinu
9-10%. Hækkunin var í víð meiri
hjá tæknifræðingum en verkfræð-
ingum og almennt meiri hjá
Reykjavíkurborg.
í aðalatriðum þá er hækkun
launatöflu 2,8%, stöðuheiti til og
með yfirverkfræðingur 2 hækka
um einn launaflokk hjá
verkfræðingum en samsvarandi
I -2 hjá tæknifræðingunr. Einnig er
3% hækkun um næstu áramót.
Eins og áður segir er hækkun
launa vegna samningsins á bilinu
9 - 10%.
Jónas G. Jónasson
Framkvœmdastjóri SV
Viltu nálgast tæknimennina?
■ Auglýstu þá í VERKTÆKNI
VERKTÆKNI er sameiginlegt
fréttablað verkfræðinga og
tæknifræðinga. Að útgáfunni
standa Verkfræðingafélag
íslands, Stéttarfélag verkfræð-
inga og Tæknifræðingafélag
Islands, en Lífeyrissjóður
verkfræðinga og Félag
ráðgjafarverkfræðinga styðja
einnig útgáfuna. Félögin eru
blaðinu sterkur málefnalegur
og fjárhagslegur bakhjarl, sem
tryggir reglulega og stöðuga
útgáfu þess. VERKTÆKNI er
því ekki gefin út í ágóðaskyni
en sala auglýsinga er vissulega
mikilvægur liður í því að fjár-
magna útgáfuna. Verði auglýs-
inga er stillt í hóf eins og
framast er unnt.
Blaðið er gefið út í 2500
eintökum og er dreift án
endurgjalds til allra
félagsmanna fyrrgreindra
félaga. Þannig er ljóst að
blaðið berst reglulega til
næstum allra íslenskra verk-
fræðinga og tæknifræðinga.
Fyrir marga auglýsendur er
þetta verðmætur markhópur og
ekki aðgengilegur með öðrum
auglýsingamiðlum.
Leitið nánari upplýsinga hjá
ritstjórn blaðsins í síma:
5688510. Símbréf: 5689703.
Tölvupóstur: sv@centrum.is
V
EINKAVÆÐING I EFTIRLITSIÐNAÐINUM
V
MARKAÐSSETNING A HUGBUNAÐI
V
BREYTINGAR HJA IÐNÞROUNARSJOÐI
V
KJARAMAL
V FRÆ
FRA STAÐLARAÐI
V ij
UTSKRIFT I TÆKNISKOLANUM