Verktækni - 01.09.1995, Blaðsíða 2

Verktækni - 01.09.1995, Blaðsíða 2
VERKTÆKNI L E I Ð A R I N N Sameiginleg útgáfa: Liður í auknu samstarfi félaga verkfræðinga og tæknifræðinga Flestum þeim, sem starfað hafa að félagsmálum innan félagasamtaka verkfræðinga og tæknifræðinga, er ljóst mikilvægi þess að félögin starfi sem allra mest og nánast saman. Á síðustu árum hafa verið stigin stór skref í þessa átt. Er stærsta skrefið án efa það að Tæknifræðingafélag íslands flutti starfsemi sína í húsnæði Verkfræðingafélags íslands, Verkfræðingahúsið við Engjateig. I Verkfræðingahúsi höfðu þá þegar Stéttarfélag verkfræðinga, Félag ráðgjafarverkfræðinga og Líf- eyrissjóður verkfræðinga aðsetur. Nú er komin nokkur reynsla á sambúðina og má fullyrða að hún hefur verið til hagsbóta fyrir alla aðila. Annað mikilvægt skref er stigið með sameiginlegri útgáfu félaganna á fréttablaði því sem nú kemur út í fyrsta sinn. Reynslan af sameiginlegum rekstri skrifstofa félaganna er sem sagt góð, en spyrja má hvort þar sé kominn æskilegur „lokapunktur“ eða hvort aðeins sé um að ræða rökrétt skref í þá átt að sameina félögin. Án efa styður ýmislegt fyrri kostinn en veigameiri rök eru fyrir þeim síðari. Þess má geta að þegar hér er talað um sameiningu er átt við sameiningu Verkfræðingafélags Islands, Stéttarfélags verkfræðinga og Tæknifræðingafélags íslands. Þannig myndu verkfræðingar og tæknifræðingar starfa saman í einu öflugu félagi sem gæti haft yfir tvöþúsund félagsmenn. Næðist þannig fram veruleg hagræðing umfram það sem nú er. Leiða má líkur að því að í félögunum þremur sé oft verið að ræða sömu hlutina innan sömu fjögurra veggja samtímis og að oft sé verulegt óhagræði af tvíverknaði og ósamræmi. Svipað hefur verið uppi á teningnum víða annarsstaðar meðal hagsmunasamtaka og má þar nefna iðnaðinn og landbúnaðinn. Rökin fyrir stofnun Samtaka iðnaðarins og Bændasamtaka Islands voru án efa svipuð og þau rök sem reifuð eru hér að ofan. Þannig mælir flest með sameiningu félaga verkfræðinga og tæknifræðinga í eitt félag. Munurinn á verkfræðingum og tæknifræðingum liggur að mestu í náminu, bakgrunni, áherslum og lengd þess. Þar er hins vegar ekki um neinn grundvallarmun að ræða sem réttlætt getur félagslegan aðskilnað. Þá eiga kjara- og samningamál án efa heima innan sama félags og fagmál og almenn hagsmunamál. Kjaramálin eru hagsmunamál allra verkfræðinga og tæknifræðinga, hvar í starfi sem þeir eru, sérstaklega ef staðið er að þeim málaflokki eins og Stéttarfélag verkfræðinga hefur gert síðasta áratug eða svo. Hið nýja félag verkfræðinga og tæknifræðinga myndi sinna brýnustu hagsmunamálum stéttanna, þ.á.m. kjara- og samningamálum, starfsheitis- og löggildingarmálum, menntamálum (þ.m.t. endurmenntun), atvinnumálum, uppbyggingu jákvæðs almenningsálits o.s.frv. Félagið yrði öflugur málsvari sem færi með HAGSMUNAMÁL í þess orðs víðasta skilningi. Þá myndi félagið starfrækja fagfélög og væri vettvangur félagslífs fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga. Innri uppbyggingu félagsins og sjálfstæði einstakra viðfangsefna þyrfti auðvitað að skoða vandlega, þannig að allir verkfræðingar og tæknifræðingar gætu fundið „eitthvað við sitt hæfi“ innan þess. Þarna mætti nýta sér reynslu Dana af sameiningu félaganna þar í landi. F.v. Jónas G. Jónasson framkv.stj. SV, Karl Ómar Jónsson fomi. VFÍ, Sigrún S. Hafstein, Páll Á Jónsson, form. TFÍ Fylgt úr hlaði Blað það sem þið nú hafið í höndunum er afrakstur samstarfs félagasamtaka verkfræðinga og tæknifræðinga um útgáfu á vönduðu fréttablaði. Nafn blaðsins, VERKTÆKNI, kann að hljóma kunnuglega í eyrum sumra, en um er að ræða algerlega nýja útgáfu, nýtt brot, útlit og efnistök. Ritstjóri blaðsins er Sigrún S. Hafstein og bjóðum við hana velkomna til starfa. Sigrún sinnir ritstjórninni í hálfu starfi og hefur viðveru á skrifstofu félaganna frá kl. 9 til 12. Við viljum hvetja félagsmenn til að leggja fram efni í blaðið og koma með hugmyndir varðandi efni og efnistök. Með því móti verður Verktækni lifandi og áhugaverður miðill. Verktækni er ætlað að vera öflugur málsvari verkfræðinga og tæknifræðinga og miðill fyrir upplýsingar sem varða þessar stéttir. Lögð verður áhersla á fjölbreytt efnistök til að þjóna ýmsum þörfum og áhugamálum tæknimanna, sem lítt er sinnt af hinum almennu fjölmiðlum. Má þar nefna fréttir af framkvæmd- um, tækninýjungar, orku- og umhverfismál, nýjungar í stöðl- um, reglugerðum o.þ.h., atvinnu- mál, kjaramál og hagsmunamál stéttanna í þess orðs víðasta skilningi. Þá mun blaðið einnig fjalla um ýmis þjóðfélagsmál sem stéttir tæknimanna telja sér skyld. Að útgáfunni standa Verkfræð- ingafélag Islands, Stéttarfélag verkfræðinga og Tæknifræðinga- félag Islands, en Félag ráðgjafar- verkfræðinga, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Lífeyrissjóður tæknifræðinga styðja útgáfuna einnig. Þessir aðilar eru blaðinu sterkur málefnalegur og fjárhags- legur bakhjarl, sem tryggir reglu- lega og stöðuga útgáfu þess. Blaðið er gefið út í 2200 eintök- um og er dreift án endurgjalds til allra félagsmanna fyrrgreindra félaga. Það er von okkar að blaðinu verði vel tekið og að lesendur verði virkir í þeirri umfjöllun sem fram fer á síðum þess. Lesendur eru hér með hvattir til að snúa sér til ritstjórans með efni og ábend- ingar, ykkur mun örugglega verða vel tekið! Páll A. Jónsson, formaður TFl Guðrún Olafsdóttir, fonnaður SV Karl Omar Jónsson, fonnaður VFI Nýr framkvæmdastjóri Félags ráðgjafarverkfræðinga Ráðinn hefur verið nýr framkvæmdastjóri til Félags ráðgjafarverkfræðinga í stað Guðrúnar Zoéga sem gegnt hefur starfinu síðastliðin 5 1/2 ár. Magnús Baldursson lögfræðingur og héraðsdómslögmaður var ráðinn til starfans frá og með 1. september s.l. Magiiús er 33 ára gamall og starfaði áður hjá Lögmannsstofunni Síðumúla 31, Reykjavík. Magnús er í 50% starfi fyrir félagið en mun að auki sinna verkefnum sem lögmaður á sama stað. Reglulegur opnunar- tími skrifstofunnar er frá klukkan 9:30 til 12:00 alla virka daga nema föstudaga. Sími á skrif- stofunni er 553 4200 og símbréf 568 9703. Að öllu jöfnu verður þó hægt að ná í framkvæmda- stjóra félagsins utan þess tíma á skrifstofu félagsins að Engjateig 9, Reykjavík. VERKTÆKNI er gefin út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Upplag blaðsins er 2200 eintök. Oheimilt er að nota efni úr VERKTÆKNI til birtingar annars staðar án leyfís ritstjórnar eða greinarhöfunda í þeim tilfellum sem það á við. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. VERKTÆKNI Engjateigi 9 • 105 Reykjavík Sími: 568 8510 • Símbréf: 568 9703 Tölvupóstur: sv@centrum.is 2

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.