Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 9

Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 9
Reykjavíkurborg Rúnar Gunnarsson, yfirarkitekt Reykjavík- urborgar, lýsti starfsemi Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Alls hefur stofan um- sjón með 266 fasteignum. Einsetning grunnskóla í Reykjavík er gríðarmikið verkefni. Rúnar sagði að framreiknað til dagsins í dag hafi 12 milljörðum verið var- ið í þetta verkefni og á næstu árum verður varið til þess sjö milljörðum til viðbótar. Byggt fyrir markhópa Eyjólfur Gunnarsson, markaðsstjóri IAV, sagði frá verkefnum fyrirtækisins, sérstak- lega gæðaeftirliti og markaðskönnunum. Með könnununum fást markverðar mæl- ingar á viðhorfum væntanlegra kaupenda, þeirra sem keypt hafa eignir af fyrirtækinu og eins þeirra sem kanna málið en kaupa ekki. IAV byggir með ákveðna markhópa í huga, nefna má fjölbýlishús með dýrum íbúðum með miklum gæðum, eins og í Sóltúni. - Fermetraverðið er 160 - 170 þús- und krónur. Þess má geta að fyrirtækið hefur sett stefnuna á að höfða sérstaklega til 55 ára og eldri með byggingu 40-60 íbúða í Mosfellsbæ. Stefnt er að því að setja kvaðir varðandi aldur kaupenda enda sýndu kannanir að margir óska ekki eftir að hafa barnafjölskyldur í nágrenninu þeg- ar flutt er úr stórum eignum í smærri. Eyjólfur rakti nokkur atriði sem hafa komið fram varðandi óskir kaupenda. Nefna má að búist er við því að hiti verði í gólfum 20% nýrra íbúða á næstu árum. Brunamál Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri, sagði miklar framfarir hafa orðið í þekk- ingu á brunaferlinu og þróun hönnunar- verkfæra, hönnunarlausna og bruna- varnarkerfa. í mörgum nágrannalöndum hafa markmiðsstaðlar tekið við af for- skriftarstöðlum á ýmsum sviðum hönn- unar, sérstaklega á sviði brunavarna. Með nýrri byggingarreglugerð árið 1998 var hér á landi opnað fyrir möguleika á að nýta markmiðshönnun við bruna- hönnun bygginga. Með markmiðshönn- un eykst frelsi hönnuða, hægt er að taka aukið tillit til þarfa notenda og eiganda °g nýjungar í byggingariðnaði eru leyfð- ar. Hið neikvæða er að það getur verið erfitt fyrir hönnuð að sýna fram á að makmiðum hafi verið náð og eftirlit með hönnun og framkvæmd krefst aukinnar sérfræðiþekkingar. Nefnd á vegum Umhverfisráðuneytis er setlað að endurskoða byggingarreglugerð- ina og getur niðurstaðan leitt til stofnunar faggiltra skoðunarstofa á sviði byggingar- eftirlits, endurskoðunar á eftilitsskyldu rík- is og sveitarfélaga, aukins innra eftirlits og skýrari ábyrgðardreifingu aðila í bygging- ariðnaði, þar með talin ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Mikilvægi góðrar hljóðvistar Hugtakið hljóðvist var algerlega utan at- hygli og umræðu fyrir fimmtán árum en í dag hafa viðhorf almennings gjörbreyst. Þetta kom fram í máli Ólafs Hjálmarssonar hljóðráðgjafa hjá Línuhönnun. Fyrir um áratug samþykkti sænska stór- þingið aðgerðaáætiun gegn hávaða og hefur hljóðmengun fengið aukna athygli þar í landi. Hér á landi hefur lítið farið fyrir samræmdum aðgerðum stjórnsýslunnar. Ólafur benti sérstaklega á markmiðin um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Nýjar íbúðir sem byggðar eru nærri stofnbraut- um án viðhlítandi hljóðvarna eru annars flokks húsnæði að hans mati. Ólafur benti einnig á mikilvægi hljóð- vistar á vinnustöðum og nýlegar rann- sóknir sýni að grunnhljóðstig þarf ekki að hækka mikið til að villum fjölgi og afköst rýrni. Með tóndæmi sýndi Ólafur muninn á of hljómmikilli skólastofu og þeirri sem hefur góða hljóðvist. Að hans mati eru kröfum um góða hljóðvist ekki nægilega sinnt í skólabyggingum. Hvað varðar umhverfishávaða í íbúða- byggð eru 45 dB talin ásættanleg en 55 dB óásættanleg. I reglugerð hér á landi eru mörkin sett við 55 dB því erfitt er að ná neðar. Kannanir hafa sýnt að ef umhverf- ishávaði mælist 55 dB þá eru 15% íbúanna óánægðir, við 60 dB eru það 35% og 50% íbúa eru óánægðir við 65 dB. Ólafur spurði hvort forsvaranlegt væri að þétta byggð með annars flokks húsnæði, mótvægisað- gerðir væru nauðsynlegar. Frágangur bygginga Hjalti Sigmundsson, byggingatækni- fræðingur og húsasmíðameistari fjallaði um frágang bygginga. Hann benti á að nú færist stöðugt í vöxt að klæða ný hús með ýmiss konar klæðningum og glugg- ar eru gjarnan úr málmi eða plasti. Þá séu sífellt fleiri eldri hús klædd. Hjalti sagði að hönnuðir og verkkaupar hafi þrátt fyrir þetta ekki breytt áherslum í hönnun sem þó væri nauðsynlegt. Heild- arkostnaður við frágang húsa hefur í seinni tíð stefnt í það að vera næstum jafn mikill og kostnaður við burðarvirkið en var áður óverulegur í þeirn saman- burði. í pallborðsumræðunum benti Hjalti á mikilvægi þess að hanna lausnir á fullnægjandi hátt. Annars er hætta á að húsbyggjendur fái vantrú á lausnunum, í dag gildir þetta sérstaklega um klæðn- ingar og kerfisglugga. Þetta hafi orðið raunin með flötu þökin, mörg þeirra voru vitlaust hönnuð og því fór sem fór. Hönnuðir geta ekki sífellt bent á iðnað- armennina, þeir vinna eftir teikningum og verklýsingum hinna fyrrnefndu en hanna ekki. Gæðamál Helgi S. Gunnarsson, verkfræðingur hjáVSÓ ráðgjöf, fjallaði um skilgreiningu gæða og markmið. Ef lagt er mat á innri og ytri skilyrði þá telur Helgi góða möguleika á því að ná æskilegu gæða- stigi í byggingariðnaðinum. Nú er staðan sú að stærri verkkaupar eru meðvitaðir um nauðsyn þess að setja skýr gæða- markmið og framfylgja þeim en það er tilhneiging hjá þeim að gera meiri kröfur til annarra en sjálfra sín. Stærri verktakar og efnissalar eru flestir með vísi að gæðakerfi en að mati Helga gengur al- mennt illa að láta kerfið „rúlla". Sömu sögu er að segja um hönnuði og ráð- gjafa, margir þeirra eru með vísi að gæðakerfi en það er notað „spari" og það vantar samræmdar kröfur frá mark- aðinum, verkkaupum, verktökum og yf- irvöldum. Helgi segir að í framtíðinni verði kröfur einfaldari og skýrari og meira byggt á sjálfsvottun. Þá verði farið að flokka ráð- gjafa og verktaka eftir því hvort þeir hafi gæðakerfi eða ekki en Helgi velti upp þeirri spurningu hvort ekki væri rétt að gera hið sama við verkkaupana. Fulltrúar fólksins? Við pallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal kom fram sú skoðun að fulltrúa fólksins hefði vantað á þessa ráðstefnu. - Hvað varði opinberar byggingar sé ástand- ið yfirleitt ágætt en gæðum íbúðarhús- næðis sé oft ábótavant og margir fúskarar að verki. - Um það vitni fjöldi dómsmála á ári hverju. Líftími húsa var einnig ræddur og kom fram það sjónarmið að nauðsynlegt væri að byggja hús með endingargott burðarvirki en jafnfram sveigjanleika varðandi notkun. Einn fundarmanna benti á afturför í fjölbýlis- húsum. f dýrum fbúðum væri ekki litið til lofthæðar og allt að því 12 metrar milli glugga, miðjan á sliku húsnæði væri eins og kjallari! Þá hafi hljóðvistarkröfur verið vanræktar og ekki væri litið til umhverfis húsanna hvað varðar skuggavarp og skjólmyndun.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.