Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 14

Verktækni - 01.08.2002, Blaðsíða 14
Umbunað eftir getu Þarna úti fékk fólk laun, bónus eða aðrar slíkar greiðslur, í takt við frammistöðuna. Stefnan er sú að umbuna fólki eftir því hverju það skilar, kann og getur. Hérna heima finnst mér staðan vera önnur. Þó maður leggi mikið á sig þá skilar sér það ekki endilega í hærri launum, nema hvað maður fær yfirvinnuna greidda. Það sem mér finnst áberandi við FRV stof- umar hér heima er að það er ekki mikil samkeppni um fólk og ekki marktækur launamunur á milli stofa. Byrjunarlaun verk- fræðinga og tæknifræðinga og kjör almennt eru mjög svipuð og fólk hækkar mjög ámóta í launum. Það virðist vera að þó þú hafir sér- fræðikunnáttu eða kunnir eitthvað betur þá færð þú ekki endilega umbun fyrir það. Það er mjög lítið um það að fólk færi sig á milli verkfræðistofa og það er ekkert um það að verkfræðistofur séu beinlínis að bjóða í mannskap á öðmm stofum. Það virðist vera óskrifuð regla hér á landi að bjóða ekki í starfsfólk á öðmm stofum. Þetta er aftur á móti mjög mikið tíðkað í Bandaríkjunum. En þú vildir koma heim? Já og nei, mér líkaði mjög vel í Seattle. Eg horfði til þess árið 1997 að það vom að byrja uppgangstímar á íslandi. Ef ég færi ekki heim þá myndi ég líklega aldrei fara. Eg hugsaði sem svo að ég gæti prófað að vera heima, ég gæti þá alltaf flutt út aftur. Svo fékk ég tilboð að heiman óumbeðið og sló til. Ég sé alls ekki eftir því þó launin séu kannski ekki jafn góð. Óhræddur að deila minni sérþekkingu með öðrum Hvar standa íslenskir verkfræðingar í sam- anburði við bandaríska verkfræðinga? íslenskir verkfræðingar em almennt mjög vel menntaðir og langflestir hafa farið í framhaldsnám. Þegar ég bjó í Bandarík- junum, fór aðeins hluti bandarískra verk- fræðinema í framhaldsnám. Þetta á þó án efa eftir að breytast því þar, eins og reynd- ar hér á landi núna, færðu ekki lengur að kalla þig verkfræðing nema að vera með M.S. gráðu. Einnig er viss kostur að ís- lenskir verkfræðingar fara til margra landa í framhaldsnám og koma oft heim með nýjar og ferskar hugmyndir. Því er þó ekki að neita að ég hef orðið fyr- ir vissum vonbrigðum með íslenska verk- og tæknifræðinga. Fljótlega eftir heimkomu mína 1997, rak ég mig á að þeir vom ekki mikið fyrir að bera saman bækur sínar. í Seattle vom verkfræðingar miklu fúsari að deila með sér dýrðinni ef svo má að orði komast. Þegar ég var í stjóm BVH, þá tók- um við undir okkar hatt vinnuhóp um burð- arþolsforrit. Þessi hópur var opinn öllum áhugasömum aðilum en vandamálið var að mjög fáir vom reiðubúnir að tjá sig á þessum vinnufundum. Þessi hópur missti því alger- lega marks og leið fljótlega undir lok. Ég hef ásamt þremur öðmm stofnað nýjan hóp sem einbeitir sér að jarðskjálftamálum. Okkar fyrsti fundur var í byrjun október og við ætl- um ekki að hleypa fleirum inn í þennan hóp, a.m.k. ekki til að byrja með, minnugir fyrri reynslu. Þetta er hópur þar sem við fjór- menningamir ætlum að skiptast á skoðun- um óþvingað og óhindrað. Við verðum ör- ugglega ekki sammála um allt sem við ræð- um en það er bara hið besta mál. Málið er að síðastliðin 10 - 15 ár hafa orðið mjög miklar breytingar á því hvernig mannvirki em greind og hönnuð gagnvart jarðskjálftaálagi og hef ég alltaf reynt að fylgjast vel með þróun í þessum fræðum með því að sækja helstu ráðstefnur og lesa tímaritsgreinar. Þegar ég flutti heim 1997, þá byrjaði ég strax að kynna íslenskum verk- og tæknifræðingum þessa nýju hug- myndafræði og þær aðferðir sem voru í gangi í Bandaríkjunum á þeim tíma. Þess- ar aðferðir em töluvert frábmgðnar því sem verk- og tæknifræðingar hafa stuðst við hér á landi í gegnum árin og því var oft á brattann að sækja að fá kollega mína til að kynna sér og tileinka sér þessa hug- myndafræði. Þeir litu stundum á mig með spurnarsvip og hugsuðu án efa á hvaða töflum þessi drengur væri eiginlega. Nú fimm ámm síðar er ég enn að breiða út boðskapinn ef svo má segja og nú em margir famir átta sig á hvað þessar aðferðir ganga út á. Það er mín skoðun að þessi mál hafa verið í tómu tjóni hér á landi síð- ustu ár en nú horfi ég upp á betri tíma með bæði lögleiðingu evrópustaðlanna og út- gáfu íslenskra þjóðarskjala og einnig með mun meiri umræðu og skoðanaskiptum hjá verk- og tæknifræðingum um þessi mál. Ihaldssemi Annað sem ég tek eftir hér á landi er hin mikla íhaldssemi verkfræðinga og tækni- fræðinga í vali á burðarkerfum fyrir mann- virki. Nánast öll mannvirki em staðsteypt með slakbentum plötum og oftast er mikið af steyptum veggjum sem koma oft í veg fyr- ir síðari tíma breytingar á stafsemi í mann- virkinu. Eftirspenntar plötur, stálvirki og burðarkerfi með samverkandi stáli og steypu eru nánast ekkert notuð. Ég er ekki þar með að segja að við eigum að leggja af hús með staðsteyptar slakbentar plötur, þvert á móti, ég er aðeins að benda á að til em mjög mörg burðarkerfi og í sumum tilfellum passar eitt kerfi best meðan í öðmm er það eitthvað annað burðarkerfi sem passar betur. Dæmi um ýmsar nýjungar er burðarkerfið í nýjum höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar er farinn leið sem er mjög vel þekkt erlendis en hefur nánast ekkert verið notuð hér á landi. Þetta burðarkerfi reyndist ekki bara vera ódýrast, heldur býður það líka upp á mikla möguleika á breytingum á starfsemi í húsinu og svo var það líka mjög fljótlegt í byggingu. I Bandaríkjunum em notuð mjög mörg mismunandi burðarkerfi og þar em stöðugar framfarir. Einnig hafa komið fram nokkrar athyglisverðar nýjungar í Evrópu en þær hafa ekki náð að ryðja sér til rúms hér á landi nema í mjög litlum mæli. Ég hef þó fulla trú á að íslenskir verk- og tæknifræð- ingar fari í auknum mæli að fyrirskrifa önnur burðarkerfi en þeir hafa gert hingað til. Ég hef stundum verið spurður af hverju ég sé svo fús til að segja frá „leyndarmál- unum" mínum. Ég svara því til að ég er alveg óhræddur við að deila minni þekk- ingu með öðrum og gildir einu hvort þeir eru partur af „samkeppninni" eða ekki. Með því fæ ég vonandi bæði jákvæða og uppbyggilega gagnrýni sem nýtist mér svo í öðrum verkum og gerir mig að betri verkfræðingi. Þekking sem er aldrei komið á framfæri nýtist engum. Framtíðin björt fyrir tæknimenn Hvemig sérðuframtíð íslenskra verkfræðinga? Ég er nú bjartsýnismaður að eðlisfari. Það eru margir uggandi um sinn hag ef ekki verður af meiri framkvæmdum tengdum stóriðju. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á eftirspurn eftir þjónustu tæknimanna en við getum ekki alltaf horft til slíkra fram- kvæmda sem einhverra allsherjarlausna fyrir atvinnuástand stéttarinnar. Einnig hafa heyrst þær raddir að með stækkun ESB í austur, muni verkfræðingar frá Aust- ur Evrópu undirbjóða þjónustu innlendra verkfræðinga en ég óttast það ekki. Það verða án efa einhver verk sem verða unnin af erlendum verkfræðingum en ég efast um að það verði í miklum mæli. Það er ákveðinn kostur að fá hingað erlenda verkfræðinga með nýjar hugmyndir og það heldur okkur íslensku tæknimönnun- um bara á tánum. Virk samkeppni er bara holl fyrir okkur. Við megum heldur ekki gleyma því að íslensk verkfræðifyrirtæki vinna mörg verk út um allan heim og hafa sýnt að þau eru meira en samkeppnishæf við erlend fyrirtæki. Verkfræðingar eru einnig mjög eftirsóttir í bæði fjármála- og tölvugeirunum. Með allt þetta til hliðsjónar held ég að framtíðin geti ekki annað en verið mjög björt fyrir okkar tæknimenn.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.