Verktækni - 01.09.2005, Side 4

Verktækni - 01.09.2005, Side 4
AC sfjórnarbor4r 5V Verkfræðingar hreyfið ykkur! Það er yfirleitt gaman að vera verkfræð- ingur þessi misserin. Verkefnin mörg og skemmtileg. Launaþróun stéttarinnar er þó almennt úr fasa við ástandið. Verkfræðing- ar eru greinilega alltof hógværir í launa- kröfum sínum. Almennt er það þannig að laun verkfræðinga sveiflast með efnahags- ástandinu að minnsta kosti ef litið er til síðustu ára. Það sem hins vegar hefur gerst nú í uppsveiflu er að launin hafa lítið hækkað. í því felst mikil mótsögn. Eins og fram hefur komið í pistlum mínum íVerk- tækni undanfarið eru nokkrar skýringar á þessari óheillaþróun. Helst hefur verið nefnd hagræðing hjá fyrirtækjum, inn- flutningur á vinnuafli, lítil hreyfing milli starfa og áhugaleysi verkfræðinga á launa- málum sínum. Sóknarfærin eru hins vegar mikil og felast einmitt í tveimur síðasttöldu þáttunum. Sænska verkfræðingafélagið CF rekur nú mikinn áróður meðal félags- manna að þeir hreyfi sig milli starfa. Launakönnun þeirra leiðir í ljós að fimmti hver félagsmaður skipti um starf árið 2005. Laun þeirra sem það gerðu hækkuðu mun meira en hinna. Ég vil hvetja alla verk- fræðinga til að gera eittvað í málinu. Ef launaþróun hjá stétttinni er ekki eðlileg fælir það ungt fólk frá því að leggja verk- fræðina fyrir sig. Árni B.Björnsson, framkvæmdastjóri SV. Spuming wjána4arins hjá SV: Hversu langur er reynslutími ráðningar? Svar: Það er lang algengast á vinnumarkaði að gagnkvæmur reynslutími sé þrír mánuðir. Það hefur hins vegar borið á því að for- stjórar ríkisfyrirtækja vilji hafa hann lengri, jafnvel eitt ár. Samkvæmt lögum er hægt að ráða starfsmenn tímabundið hjá ríkinu í allt að tvö ár. Eftir það teljast þeir fastráðn- ir. Almennt eiga starfsmenn ekki að sætta sig við slík ráðningarkjör enda hefur þetta mikil áhrif á rétt þeirra, svo sem veikinda- rétt. Veikindaréttur verður til dæmis aldrei lengri en ráðningu er ætlað að vara. Starfs- maður sem veikist á síðasta degi tíma- bundinnar ráðningar á engan veikindarétt. Þetta gildir bæði um starfsmenn á almenn- um vinnumarkaði sem og opinbera starfs- menn. Á almennum vinnumarkaði er sjaldgæft að ágreiningur um reynslutíma komi upp enda algengast að ráðning sé ótímabundin með þriggja mánaða upp- sagnarfrest eftir reynslutíma sem er venju- lega þrír mánuðir eins og áður sagði. SV telur því að félagsmenn eigi ekki að sætta sig við lengri reynslutíma en þrjá mánuði nema í sérstökum tilvikum. Atvinnuleysistölur Samkvæmt upplýsingum fráVinnumála- stofnun voru 9 verkfræðingar án atvinnu í október síðastliðnum. Til samanburðar voru 16 verkfræðingar á atvinnuleysisskrá í sama mánuði fyrra árs. í október 2002 og 2003 voru 20 verkfræðingar án atvinnu en heldur færri árin þar á undan eða 8 í októ- ber 2001 og 7 í sama mánuði árið 2000. Þess má geta að ef litið er á árið 2005 í heild þá voru flestir verkfræðingar án at- vinnu í janúar og maí, eða 18 í hvorum mánuði. Tilkynning frá Stéttar- félagi verkfræöinga Mjög mismunandi er hvernig stofnanir raða störfum í launaramma og launa- flokka.Verkfræðingar sem hyggjast ráða sig hjá ríki og Reykjavíkurborg eru hvatt- ir til að leita sér upplýsinga um röðun hjá viðkomandi stofnun áður en þeir ráða sig þangað til vinnu. Frá Orlofssjóði Stéttarfélags verkfræöinga: Vetrarleiga OSV 2005/2006 Mikil eftirspurn er eftir orlofshúsum OSV í Hraunborgum í Grímsnesi. í vetur er einnig boðið upp á leigu á Ólafshúsi í Stykkishólmi en það hús var leigt félagsmönnum síðastliðið sumar og naut mikilla vinsælda. Um er að ræða helgarleigu sem og vikuleigu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða fyrir vetrarleigu en áhugasamir eru beðnir að snúa sér beint til skrifstofu SV.Tölvupóstfang: inga@sv.is og sími: 568-9986. Vísinda- og starfsmenntunarsjóöur hjá Ríki Haldnir eru stjórnarfundir reglulega, að jafnaði síðasta miðvikudag mánaðanna: mars, júní, september og síðasti fundur ársins um miðjan desember. Næsti fundur verður haldinn um miðjan des- ember. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/. Hægt er að sækja um styrki sem nema allt að kr. 390.000. Árið 2000 var aftur farið að veita styrki til tölvukaupa. Skilyrt er að minnst fjögur ár líði á milli styrk- veitinga til tölvukaupa. Upphæð tölvu- styrkja er kr.130.000. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum o.fl. Starfsmenntunarsjóður hjá Reykja- víkurborg og sveitarfélögum Haldnir eru stjórnarfundir reglulega að jafnaði síðasta föstudag mánaðanna: mars, júní, september og síðasti fundur ársins um miðjan desember. Næsti fund- ur verður haldinn um miðjan desember. Upphæð hámarksstyrkja er kr. 390.000. Réttindi aukast um kr. 130.000 á ári sé ekki greiddur styrkur. Sjóðfélagar eru hvattir til að sækja um. Vakin er athygli á því að þeir verk- fræðingar sem starfa hjá sveitarfélögum sem gefa Launanefnd sveitarfélaga um- boð til samninga við SV eiga aðild að sjóðnum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/. Styrkir eru veittir til að sækja nám- skeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum o.fl. Upphæð tölvustyrkja er kr.130.000.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.