Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 10
10 / KYNNING
!
Frá kynningu ísmar á Grand Hótel siðastliðið vor.
ísmar hf. með
vélslýringar
ísmar hf., sem um margra ára skeið hefur þjónustað verktaka, verkfræðistofur og
ríkisfyrirtæki með landmælingatæki og vélstýringar, hefur tekið að sér sölu og
þjónustu á slíkum búnaði sem Hekla flytur inn frá Caterpillar.
ísmar er umboðsaðli Trimble sem er leið-
andi fyrirtæki í framleiðslu vélstýringa sem
eru mjög útbreiddar hérlendis. Caterpillar,
sem Hekla er með umboð fyrir, er leiðandi
framleiðandi á hvers konar vinnuvélum og
með góða markaðshlutdeild. Trimble og
Caterpillar vinna saman að framleiðslu vél-
stýribúnaðar, sem byggir á rafeindatækni
sem Trimble hefur þróað og sérhæft sig í
um árabil.
I dag er hægt að panta CAT vinnuvélar
sem eru þannig úr garði gerðar að mjög
auðvelt er að koma slíkum vélstýribúnaði
fyrir. Hvort heldur tækin eru merkt CAT
eða Trimble, þá er uppbygging þeirra sam-
bærileg og nýtist því margra ára reynsla ís-
mar við uppsetningu og viðhald búnaðar-
ins. Ismar hefur ætíð lagt mikið upp úr
þjónustuþættinum og uppfyllir því þær
ströngu kröfur sem Caterpillar gerir og eru
áþekkar þeim sem Trimble gerir til sinna
umboðsmanna.
Með því að fá Caterpillar vélarnar til-
búnar fyrir slíkan búnað er mun hag-
kvæmara að setja hann í, meðal annars
vegna þess að þegar er búið að setja allan
glussastýribúnaðinn í vélina þegar hún
kemur frá verksmiðju og gera ráð fyrir því
sem þarf til viðbótar.
Þegar eru allmargar vinnuvélar á íslandi
búnar vélstýringum frá Trimble, sem hafa
gefið góða raun. Þessi tækni hefur flýtt
verkum og gert verktökum kleift að vinna
þau á hagkvæmari hátt.
Hekla
Að sögn Asmundar Jónssonar, fram-
kvæmdastjóraVélasviðs Heklu, undirstrikar
samstarf Caterpillar og Trimble forystu fyrr-
nefnda fyrirtækisins í þróun vinnuvéla og
búnaðar til að auðvelda verktökum að ná
fram meiri hagkvæmni. „Samstarf okkar og
ísmar miðar einnig að því sama og við telj-
um þetta án efa skila mestri hagkvæmni til
CAT
allra viðkomandi, ekki síst viðskiptavina
okkar."
Nú þegar hafa sex jarðýtur verið afhent-
ar hér á landi með þessum grunn búnaði
og í byrjun næsta árs verður afhentur veg-
hefill með „Cross Slope og GPS" búnaði.
ísmar
Jón Tryggvi Helgason framkvæmdastjóri
ísmar, telur þetta góða viðbót við þá flóru
vélstýringa og mælitækja sem fyrirtækið
selur og þjónustar. ísmar muni eftir sem
áður selja Trimble vélstýringar í allar gerðir
vinnuvéla, hvort heldur er sem sjálfvirkan
búnað eða leiðbeinandi, eins og það hefur
gert um margra ára skeið. „Nánast allir
þeir verktakar sem nýta þessa tækni á
annað borð hérlendis, nota Trimble tækn-
ina í ýmsum gerðum vinnuvéla. Þá er þessi
valkostur mjög hagkvæmur fyrir notendur
Caterpillar vinnuvéla sem keyptar eru með
grunnbúnaðinum og getum við nú boðið
þeim vélstýringar af Caterpillar gerð, sem
byggir á Trimble tækni sem hefur marg-
sannað sig og verið leiðandi á markaðn-
um," segir Jón Tryggvi.
Nýjungar frá Trimble
Síðastliðið vor kynnti ísmar nýjungar frá
Trimble sem vöktu þó nokkra athygli.
Þar á meðal var kynnt lína tækja fyrir
vinnuvélar. Um er að ræða hið nýja GCS
kerfi, sem hægt er að byggja upp frá ein-
földu kerfi með einum skynjara (laser eða
halla) allt upp í fullkomið þrívíddarkerfi
sem byggir til dæmis á GPS. Upphafleg
fjárfesting skilar sér alltaf því þegar kerfin
eru uppfærð nýtist sá búnaður sem þegar
Ýta í eigu Ýtingar ehf. EgiLsstöðum, sem er búin
tæknibúnaði svipuðum og talað er um r' greinrnni.