Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 12

Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 12
12 / RÁÐSTEFNUR Heilsulandiö ísland - Hið manngerða umhverfi Dagana 18.-20. september s.l. var haldinn Norrænn byggingadagur hér á landi. Þema ráðstefnunnar var: Heilsulandið ísland - Hið manngerða umhverfi. Ráðstefnu- gestir voru frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Englandi og að sjálfsögðu íslandi, samtals um 170 manns. Báða ráðstefnudagana, voru fyrirlestrar fyrir hádegi en eftir hádegi var boðið upp á kynnis- og skoðunarferðir á ýmsa staði er tengdust þema ráðstefnunnar. Norrænn byggingardagur (NBD) eru samnorræn samtök sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja og fagfélaga sem á einn eða ann- an hátt tengjast skipulagi, hönnun og verk- legum framkvæmdum. Eitt stærsta og um- fangsmesta verkefni samtakanna eru sam- Nauthólsvík. norrænar ráðstefnur sem haldnar eru að meðaltali annað hvert ár. Samtökin voru stofnuð árið 1927 og eru elstu starfandi samnorrænu samtökin sem vitað er um. Það að samtökin hafi nú starfað í nær 80 ár lýsir best þeim áhuga og ávinningi sem af sliku samstarfi hlýst.VFI ogTFI eiga aðild að NBD á íslandi. Flutt voru mörg áhugaverð erindi. Fyrri daginn voru fyrirlestrar undir tvenns konar yfirskrift: Gæöi byggðar, sérstaöa veöurfars í Reykjavík og erlendar heilsuborgir Til máls tóku þeir Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í Umhverfisráðuneytinu, prófessor, Haraldur Ólafsson, veðurfræð- ingur og Eaul Simons, arkitekt frá Bretlandi. í máli Magnúsar kom m.a. fram að 76% fólks í OECD löndunum býr nú í borgum. Breytingar á lífsstíl, alþjóðavæðing hagkerf- isins og sjálfbær þróun eru að færa nýja vídd í merkingu orðsins borgargæði. Þessi málefni munu í auknum mæli verða markmið í skipulagsmálum borga og hann spurði; „Hvernig munum við mæta þessum markmið- um?" Haraldur ræddi um veðurfarið í Reykjavík og hvernig verið er að þróa að- ferðir til að kortleggja vindáttir og vind- hraða til að hjálpa til við skipulag borga. Einnig ræddi hann um veðurfarsbreytingar almennt sem einnig hafa áhrif á lifnaðar- hætti fólks. Gestafyrirlesarinn frá Bretlandi, arkitekt- inn Fhul Simons, sagði ráðstefnugestum frá þeirri gríðarlegu breytingu sem átti sér stað þegar borgin Bath á Bretlandseyjum, sem listuð er á heimslista UNESCO yfir friðaðar borgir m.a. vegna sinna einstæðu róm- versku náttúrubaða og 18. aldar Georgíska landslagi, fór í gegnum endurnýjun lífdaga sinna með tilheyrandi breytingum og end- uropnun baðanna fomu fyrir almenning. Enn og aftur sýndi það sig að sagan getur kennt okkur margt. (Sjá til dæmis þessar vefslóðir: www.visitbath.co.uk og www.bath.co.uk). Hiö manngerða umhverfi, einkafram- kvæmd, fjármögnun verkefna og umhverfislist Undir þessari yfirskrift tóku til máls Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fasteignar, Alexander K. Guðmundsson, forstöðumaður ISB í Noregi og Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur. Ingibjörg fjallaði um ýmsar framkvæmdir opinberra aðila á umliðnum ámm og leitað- ist við að sýna fram á að þær hafi einkennst af miklum metnaði í byggingarlist hvort heldur sem valin hafi verið hefðbundin leið opinberra framkvæmda eða leið einkafram- kvæmdar. Ragnar Atli sagði frá eignarhaldsfélaginu Fasteign (EFF Holdings) sem hefur tekist, á árangursríkan hátt síðan árið 2002, að byggja upp og viðhalda fasteignum í eigu félagsins fyrir viðskiptavinavini sem saman- standa m.a. af fjármálafyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum. í dag em í útleigu á vegum félagsins yfir 86.000 m2 húsnæðis á Islandi og er eignastofn fyrirtækisins yfir níu millj- arðar króna. Erindi Alexanders fjallaði um Islands- banka og ISB í Noregi, einkafjármögnun (Private Finance Initiative PFI) og einka- framkvæmd (Public Private Partnership PPP), hvað það þýðir, hverjir nota þessar aðferðir og hverjir em hugsanlegir kostir þeirra. Hvaða framkvæmdir farið hefur ver- ið út í þar sem einkafjármögnun eða einka- framkvæmd hefur verið beitt og hvaða verkefni framtíðarinnar er liklegt að yrðu til með þessum hætti. Æsa ræddi um og sýndi dæmi um list á almanna færi sem ekki er lengur takmörk- uð við manngerð svæði, opinberar bygging- ar eða sem skreyting í umhverfinu. Nýleg verk hafa víkkað skilgreininguna á opnum svæðum þar sem list er orðin drífandi afl í skilgreiningu lýmis og ímynd mannsins. Auk þess að gefa sjónræna upplifun, em listamenn í auknum mæli að nota ímyndað rými sem þekkingu, samspil og mannlega upplifun í verkum sínum. Að loknum fyrirlestmm var boðið upp á kynnis- og skoðunarferðir á eftirfarandi staði: Bláa Lónið, Laugardal og Arkitektúr og skipulag í Reykjavík. Vel var mætt í allar ferðimar og ekki spillti veðrið fyrir upplifun manna við göngur um Reykjavík eða við skoðun Bláa Lónsins. Mesta aðsóknin var í ferð um Reykjavík með kynningu á arki- tektúr og skipulagsmálum borgarinnar og var skipulögð af skipulags- og byggingar- sviði Reykjavíkurborgar. Fjölmargir aðilar komu að fagferðunum og studdu þannig við bakið á NBD. Seinni daginn vom ekki síður áhugaverð- ir fyrirlestrar, aftur í tveim hópum og var sá fyrri með yfirskriftina: Manngert umhverfi, heilsufar og orkumál f þessum hóp tóku til máls þau: Kaarin Taipale, arkitekt frá Finnlandi, Guðni Jó- hannesson, prófessor frá Svíþjóð og Guð- mundur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Framhald á bls. 14

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.