Verktækni - 01.09.2005, Page 14
14 / RÁÐSTEFNUR
^TNATIONAL
^INSTRUMENTS
Háhraða-
myndgreining
Öflugir tækjareklar og
frábær myndgreiningar-
hugbúnaöur tryggir
stuttan hönnunarferil
í myndgreiningu.
Meiri nákvæmni
við kvarðaðar
stærðarmælingar
í framleiðslu
Hraðvirkari
kerfistenging við
hreyfikerfi og
DAQ mælikerfi
Samhæft við mikinn
fjölda myndavéla frá
fjölmörgum
framleiðendum.
Frír kynningardiskur!
Sendu okkur tölvupóst
vista@vista.is
www.vista.is
1
l/ISM
Verkfræðistofan Vista
sími: 587 8889
CTNATIONAL
INSTRUMENTS
www.ni.com
O 2002 NitKMMl Irntruminti CorporiHon. AM rlghtt rmrvid Protfuct ind compiny
mmn lifttd iri tndimirkt or tridi nimn ol tW mpictrvi compinm
Fyrst á mælendaskrá var Kaarin, arkitekt frá
Finnlandi. Hún talaði um það hvernig
borgarskipulag hefur færst frá því að vera
einskonar einkamál arkitekta og verkfræð-
inga yfir í að vera verkefni fleiri aðila þar
sem taka þarf tillit til fleiri þátta en áður þar
sem t.d. sjálfbær þróun eru orðin viður-
kennt markmið. Aðalverkefni stjórnvalda er
að tiyggja grunnþjónustu fyrir borgarana;
vatn, orku og hreyfanleika. í dag þarf borg-
arskipulag að miðast við það hvernig þess-
ari þjónustu er komið til borgarbúa þannig
að til verði heilbrigðar borgir og samfélög.
Guðni var annar á mælendaskrá og fjall-
aði erindi hans um samspil byggingartækni
og áhrif byggingarefna á heilsufar. Sérstak-
lega fjallaði hann um áhrif veðurfars á
byggingatímanum og rakavandamál sem
því tengjast. Ahrif raka á efnamengun og
hvemig byggingarefni, sem ein sér em
hættulaus, en verða til stórra vandræða
þegar þau komast í snertingu við önnur
efni í röku umhveríi. Að endingu fjallaði
hann um nýjar leiðir og byggingaraðferðir
sem minnka hættuna á að slikt gerist og
sýndi dæmi þar að lútandi.
I erindi sínu fjallaði Guðmundur um þau
lífsgæði er felast í greiðum aðgangi íslend-
inga/borgarbúa að ómeðhöndluðu og
hreinu köldu vatni, nýtingu jarðvarma til
húsahitunar og áhrif heita vatnsins á inni-
vist og heilsufar.Vistvæn raforka, sem m.a.
er framleidd með jarðvarma, er ódýr og
mun verða notuð til framleiðslu á nýjum
orkugjöfum svo sem vetni. Loks fjallaði
Guðmundur um lagningu á opnu ljósleið-
arakerfi sem verið er að leggja í öll hús á
veitusvæði OR.
Ný strandhverfi, arkitektúr, skipulag
og framtíðarsýn
Seinni hópurinn var skipaður: Sigurði R.
Helgasyni, framkvæmdastjóra Björgunar,
Guju Dögg Hauksdóttir, arkitekt, og þeim
Helgu Bragadóttur, arkitekt og skipulags-
fulltrúa og Salvöru Jónsdóttur, skipulags-
fræðingi og sviðsstjóra skipulags- og bygg-
ingarsviðs Reykjavíkurborgar.
Sigurður fjallaði um skipulag og upp-
byggingu strandhverfanna í og við Reykja-
vik. Forsögu þeirra og framtíðarhugmyndir
við áframhaldandi uppbyggingu nýrra
strandhverfa.
I erindi Guju kom fram að á Islandi eru
tengsl manna við náttúruna lituð af miklum
öfgum. Mjúkar línur landslagsins og hörð
veðráttan, ung menningin og ákveðið fólk,
þessu er best lýst í arkitektúr sem tekur mið
af inni- og útirými með því að búa til sér-
stakt rými úr því sem fyrir er.
Helga fór í stutta yfirferð um uppbygg-
ingu Reykjavíkur í sögulegu ljósi fram til
dagsins í dag; sambýlið við hafið/strönd-
ina/höfnina/heita vatnið og hvemig það
hefur þróast í takt við samfélagsbreytingar
og áherslur í borgarskipulagi á hverjum
tíma. Gerði hún stutta grein fyrir stöðu
skipulagsmála í dag og nokkrum dæmum
Bláa tónið.
um uppbyggingu og verkefni sem em í
burðarliðnum við sjávarströndina nú.
Salvör fjallaði um hið manngerða um-
hverfi, viðhorf til þess í nútíð og framtíð.
Skilningur á samskiptum manns og um-
hverfis hefur áhrif á hvernig umhverfið er
mótað hverju sinni. Skörp ímynduð skil, á
milli náttúmlegs umhverfis og manngerðs
umhverfis geta verið varasöm og mikilvægt
er að manneskjan geri ráð fyrir sjálfri sér í
náttúrulegu umhverfi og náttúmnni í hinu
manngerða umhverfi. „Framtíðarsýn fyrir
hið manngerða umhverfi hlýtur að mótast
af þekkingu hverju sinni, skilningi á hags-
munum heildarinnar og á þörfum einstak-
linga þar sem áherslan hlýtur að verða á
heilbrigði, öryggi og vellíðan" sagði Salvör
að lokum.
Að þessum íyrirlestmm loknum var aftur
boðið upp á þrjár ferðir, í Strandhverfin,
Orkuverin og á Sólheima í Grímsnesi með
viðkomu í HNLFÍ í Hveragerði. Enn lék
veðrið við gesti ráðstefnunnar sem nutu
ferðanna í ekta íslensku haust veðri.
Næstu viðburðir á vegum NBD eru:
Kynnisferð um Grænland 23. - 31. maí
2006 þar sem skoðuð verður uppbygging
þar. Ferðin er skipulögð af NBD í Dan-
mörku og er ekki hluti af stóm ráðstefnu-
keðjunni.
Ráðstefna í St. Pétursborg 14. - 16. sept-
ember 2006 og ber hún yfirskriftina „Rúss-
land - land tækifæranna". Það er NBD í
Finnlandi sem er skipuleggjandi ráðstefn-
unnar. Ráðstefnan er svokölluð B- ráð-
stefna og er því heldur ekki hluti af ráð-
stefnukeðjunni.
Stokkhólmur í ágúst 2007 en þá heldur
NBD upp á 80 ára afmæli sitt með næstu
ráðstefnu sem er svokölluð A-ráðstefna, en
nánari upplýsingar um þessa ráðstefnu
liggja ekki fyrir. Þessi ráðstefna verður með
svipuðu fyrirkomulagi og sú sem haldin var
nú í Reykjavík í september.
Allar upplýsingar um NBD, þar á með-
al ofangreinda fyrirlestra ráðstefnunnar
og fyrirhugaða viðburði á vegum NBD er
að finna á heimasíðu félagsins
www.nbd.is.
Samantekt: Ásdís Ingþórsdóttir, ritari NBD á íslandi.