Dagfari - 01.12.1961, Síða 2
Selur allar tegundir viðtækja
Segulbandstæki, margar gerðir
Stero-magnarar — HIFI-magnarar
Margar gerðir af hátölurum,
segulbandsspólum,
plötuspilurum, o. s. frv.
Allar tegundir af loftnetum.
Sendum í póstkröfu um land állt.
RADIOBÚÐIN
KLAPPARSTÍG 26 — SÍMI 19-800
D A G F A R I
BLAÐ UM ÞJÓÐFRELSIS- OG MENNINGARMÁL.
Útgefandi: Samtök hernámsandstæðinga.
Ritstjórn Sverrir Bergmann (ábm.), Sveinn Skorri Höskulds-
son, Ragnar Arnalds, Jónas Ámason, Jón úr Vör,
Einar Laxness, Einar Bragi
Ragnar Amalds sá um uppsetningu og umbrot
Afgreiðsla- Mjóstræti 3, símar: 23647 og 24701.
Prentað í Félagsprentsmiðjunni
Á Þingvallafundi 1960 kom fram í ræðum margra full-
trúa áhugi mikill á útgáfu málgagns, og var ályktun
gerð um að fela miðnefnd athugun málsins. Menn bentu
á hve brýna þörf landssamtök, er töldu þegar við skeiðs-
byrjun trúnaðarmenn sína í þúsundum, hefðu fyrir
frjálsan vettvang, þar sem íslenzkar raddir fengju að
heyrast, þótt varnað væri máls á öðrum stöðum.
Á fundi landsnefndar í sumar leið var enn inn þetta
mál fjallað og þeim vilja lýst að hefja menningarsókn
á breiðum grundvelli, meðal annars með útgáfu blaðs
eða tímarits.
Strax með haustdögum var útgáfumálið tekið upp í
framkvæmdanefnd, síðan lagt fyrir miðnefnd, og hefur
það verið ýtarlega rætt í báðum nefndum. Hefur þar
heyrzt á margra máli, að sú þörf sem menn eygðu á
Þingvallafundi sé nú orðin aðkallandi nauðsyn, þegar
telja verður yfirlýsta stuðningsmenn stefnumála okkar
í tugum þúsunda.
Á miðnefndarfundi snemma í haust var undirbúnings-
nefnd kosin til að athuga sem nánast alla möguleika á
framkvæmdum. Skilaði nefndin áliti til miðnefndar um
útgáfu hálfsmánaðarblaðs.
Lokaákvörðun hefur ekki enn verið tekin um útgáfu.
En á síðasta miðnefndarfundi var samþykkt að gefa út
blað 1 tilefni fullveldisdagsins og blaðstjóm þeirri, sem
undirbúningsnefnd hafði gert tillögu um, falið að annast
útgáfu þess.
Blaðstjóm varð ásátt um að hafa blaðið í höfuðat-
riðum með því sniði, sem undirbúningsnefnd hafði hugs-
að sér á málgagni samtakanna, til þess að hinir fjöl-
mörgu fylgismenn þeirra fengju nokkra hugmynd um,
hvers förunautar þeir mættu vænta, ef framhald yrði
á útgáfunni.
Leitazt hefur verið við að forðast of mikla einhæfni
í efnisvali, en veita blaðinu svipmót fjölþætts þjóðfrelsis-
og menningarmálgagns, er flytti lesendum fréttaágrip af
innlendum og erlendum vettvangi, fræðandi efni ýmiss
konar, viðtöl og skemmtilestur, auk skrifa um hin beinu
baráttumál samtaka okkar.
Vissulega munum við þurfa að fara dagfari og nátt-
fari, ef við eigum í tæka tíð að ná til hins friðlýsta
lands, sem í hug okkair vakir. En við fylgjum deginum,
vinnum í dagsljósi að sigri málstaðar sem birtuna þolir.
Við hyllum þann dag, sem yfir óflekkað fsland mun
rísa, þegar herinn er horfinn á brott, víghreiðrin hafa
verið hreinsuð af ásjónu landsins og hafin til vegs af
nýju þau grundvallarorð í skiptum íslands við um-
heiminn, sem fengið hafa þjóðinni mestrar sæmdar:
hlutleysi í hernaði.
Frjáls þjóð í friðlýstu landi! Með þessi orð letruð á
siglulokkinn leggur Dagfari úr vör.
DAGFARI