Dagfari - 01.12.1961, Qupperneq 8

Dagfari - 01.12.1961, Qupperneq 8
um deiluatriði varðandi samband Danmerkur og Islands. Konung- ur tók að sjálfsögðu í sama streng og hinn danski ráðherra og hvatti forsætisráðherra Is- lands til að beita sér fyrir al- mennum samningaviðræðum Dana og Islendinga um sam- bandið milli landanna. Enn sem fyrr vildu Danir ekki kvika frá dönskum alríkisrétt- indum á Islandi, en buðust til að ganga til samninga. Jón Magnússon tjáði þá bæði dönsku stjórninni og konungi, að ekki mundi stoða að bjóða upp á samninga nema því aðeins, að Danir væru fúsir til að viður- kenna fullveldi Islands. Þegar hin danska samninganefnd kom loks til Islands í lok júnímánað- ar 1918 vissi hún þegar hvaða kosti varð að bjóða íslendingum, ef til samkomulags átti að draga. Samningaumræður 1918 Samninganefnd Dana og Is- lendinga hélt fyrsta fund sinn 1. júlí og þann 18. hafði hún lokið störfum. Nú voru liðin tíu ár síðan danskir og íslenzkir stjórnmálamenn höfðu setið við samningaborð til að ræða sam- band beggja landanna. Mikil tíð- indi höfðu gerzt síðan samkomu- lagsnefndin fyrri sat á rökstólum 1907, styrjöldin, sem enn stóð með fullum ofsa, hafði raskað bæði heiminum og hugmyndum manna, og vígstaða Islendinga til samninga var nú öll hagfelld- ari en þá. En í upphafi samn- ingaviðræðanna bar hinum dönsku og íslenzku fulltrúum æði mikið á milli. Islendingar lýstu því yfir á fyrsta nefndar- fundinum, að samningur um samband Islands og Danmerkur yrði því aðeins gerður, að Is- land væri viðurkennt fullvalda ríki, er væri í sambandi við Danmörku um konung og kon- ungserfðir. öll önnur mál væru sérmál hvors ríkis og þótt sam- ið yrði um sameiginlega með- ferð einhverra mála mætti sá grundvöllur ekki haggast. Fulltrúar Dana lögðu fram drög að sambandi Danmerkur og Islands, er þeir töldu sér fært að leggja fyrir stjórn og þing í Danmörku til samþykkt- ar. Samkvæmt þeim eru Island og Danmörk frjáls og sjálfstæð ríki, er væru í sambandi um sameiginlegt konungsvald og sameiginlegan ríkisborgararétt og hafi gert með sér samning um sameiginlega stjórn utanríkis- mála, hervarnir, mynt og æðsta dómstól. Dönsk stjórnarvöld skyldu fara með sameiginlegu málin þar til öðruvísi yrði á- kveðið með lögum, er ríkisþing Danmerkur og alþingi Islands samþykktu. Svo leit út í fyrstu sem allt mundi lenda í gamla þófinu, því að tillögur Dana minntu í Bjarni frá Vogi mörgum efnum á Uppkastið frá 1908, en þegar undirnefnd var skipuð til að gera drög að sam- bandslögum komst skriður á málið. Undirnefndin lagði fram tillögur sínar 12. júlí og var þá auðsætt að málið mundi leys- ast. Sambandslagasamningurinn veitti Islandi langþráð fullveldi og ákvæði hans um þau mál, sem Danmörk hafði á hendi í umboði Islands voru með þeim hætti, að því var tryggður full- ur réttur til íhlutunar og af- skipta og gefinn kostur á að taka þau í sínar hendur í öll- um greinum, er því yxi fiskur um hrygg. Jafnréttisákvæði danskra og íslenzkra ríkisborg- ara, 6. gr. sambandslaganna, sem margir töldu hættulega efna- hagslegu sjálfstæði landsins, varð í reyndinni sennilega hag- stæðara íslendingum en Dön- um. Sambandslagasamningurinn ber því skýrast vitni, hve þjálf- aðir Islendingar voru orðnir eftir að hafa þjarkað lögspeki og þjóðarétt við Dani hátt upp í heila öld. Hlutleysi fslands. Eitt athyglisverðasta ákvæði sambandslaganna er 19. gr. þeirra. Þar segir svo: „Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum, að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi viðurkennt Island fullvalda ríki, og tilkynn- ir jafnframt, að Island lýsi yf- ir ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi engan gunnfána." I greinargerð íslenzku nefnd- armannanna, sem lögð var fram á 2. fundi sambandslaganefnd- arinnar telja þeir upp hin svo- kölluðu „sameiginlegu mál“ Danmerkur og Islands, að beiðni hinna dönsku fulltrúa. Þar gera þeir þá athugasemd, „að eigi getur vel verið um meðferð her- mála, er ísland varði, að ræða. þar sem ísland hvorki hefir nú né hefir haft nokkurn her eða hermál“. Þeir vísa því hervernd Dana algerlega á bug, en hana höfðu dönsku fulltrúarnir talið í flokki þeirra sameiginlegu mála, er Danmörk skyldi hafa á hendi. Þegar gjörðabók nefnd- arinnar er athuguð kemur í ljós, að ákvæðið um ævarandi hlut- leysi Islands er ekki sett fram fyrr en á 8. fundi hennar, 12. júlí, í tillögum undirnefndarinn- ar, sem urðu frumdrög sjálfra sambandslaganna. I • þessari und- irnefnd sátu af hálfu íslendinga þeir Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Arnórsson. Mér þykir ekki óiíklegt, að Bjarni frá Vogi sé höfundur þessa hlutleysisákvæð- is, og virðist mega ráða það ó- beinlínis af ræðu hans á alþingi 2. sept. 1918, þegar sambands- lögin voru til umræðu. Svo sem kunnugt er greiddi Benedikt Sveinsson atkvæði gegn sambandslögunum og stað- hæfði, að þau veittu íslandi ekki raunverulegt fullveldi. Bjarni svaraði og vitnaði einkum til 19. gr. sambandslaganna um hlut- leysisyfirlýsinguna, þar sem fullveldi Islands væri tekið fram skýrum stöfum. Hann sagði að margir erlendir fræðimenn hefðu viðurkennt fullveldi Is- lands, en slík „viðurkenning íræðimanna er ekki nægileg, ef íslandi yrði kastað inn í landabrutl stórveldanna eftir ófriðinn. Fvrir mér var það höf- Sigurður Eggerz. uðatriði að afstýra þeim voða. það vakti fyrir mér að komast í höfn áður en boðarnir féllu saman yfir íslandi. Og það varð gert með því að tryggja hlut- leysi landsins. Því að þótt það sé vísindalega séð og sannað af nokkrum beztu vísindamönnum, að Island hafi sinn fulla rétt, þá dugar það ekki gegn yfirgangs- sömum stjórnmálamönnum, sem í ófriði eiga við Danmörku. Þeir mundu segja: „Þetta er hluti úr Danmörku. Ég tek hann.“ En það geta þeir ekki ef Danmörk er búin að viðurkenna að Island sé fullvalda konungsríki, en sé ekki hluti af Danmörku, og þetta hefur verið birt öllum heimsins þjóðum. Sú athöfn er fyrsta tryggingin gegn hinni stærstu hættu og bráðustu, sem vel gat orðið slík, að hún sylgi ísland um aldur og ævi, svo að því gæti aldrei upp skotið. En þetta tryggir þessi yfirlýsing (19. gr.). Þetta mundi nú eitt nægja til að sýna og sanna hverjum fullvita manni, að hér er um fullvalda ríki að ræða, er lýsir sjálft yfir hlutleysi sínu. Að öðrum kosti væri slík yfir- lýsing apakattarlæti, sem ekki væri mark takandi á . . . . Þetta eitt, „að Island lýsir yfir ævar- andi hlutleysi sínu“ nægir til þess, að enginn maður í heimi ber brigður á að þetta land, Is- land, sé fullvalda rfki.“ Bjarni taldi hlutleysisyfirlýsinguna „tryggingu gegn því, að íslandi verði kastað inn í landvinninga- deilur stærri ríkja. „Þeir hafa, Islendingar, allt sitt á þurru“. Síðan bar hann saman Uppkastið frá 1908 og Sambandslagasátt- málann: „Nú er konungur einn sameiginlegur. Þá voru auk þess sameiginleg konungsmata, utan- ríkismál og hermál. Eftir því voru íslendingar komnir í ófrið með Dönum, ef ófrið bar að höndum. Eftir samningnum nú hafa þeir lýst yfir ævarandi hlutleysi og eru gersamlega laus- ir við hermál sambandsríkisins." Að lokum sagði Bjarni: „Við það er ég hræddastur, að Danir lendi í ófriðnum áður en þeir geta birt hann fyrir öðrum þjóð- um. Það mundi lítið þýða að benda á samning, sem við ætlum að gera, ef óvinaþjóð Danmerk- ur legði á okkur hramminn." Þess vegna kvaðst hann hafa viljað flýta málinu svo, að samningurinn tæki gildi þegar 1. nóvember. Þessi ummæli Bjarna frá Vogi, hins gamla víkings, eru einhver skýrasta heimildin um pólitískar húgmyndir ís- lenzkra forráðamanna þessa sumarmánuði 1918. Á hinum sömu dögum og fulltrúar Dan- merkur og Islands sátu að samningum í Reykjavík voru Þjóðverjar í stórsókn á vestur- vígstöðvunum og fáir máttu sjá fyrir hver leikslokin yrðu. Finn- land hafði um þetta leyti hlotið 8 DAGFARI

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.