Dagfari - 01.12.1961, Qupperneq 9
sjálfstæði og stjórn bolsévika
hafði viðurkennt það, en þýzar
hersveitir óðu um landið og
hlutuðust til um borgarastyrjöld
þá, sem þar geisaði. 1 september-
mánuði, sama mánuðinum og
alþingi samþykkti sambandslög-
in, var þýzkur fursti gerður að
þjóðhöfðingja í Finnlandi, þótt
hann tæki þar að vísu ekki við
völdum vegna uppgjafar Þjóð-
verja síðar um haustið. Áður
var minnzt á ráðagerðir Þjóð-
verja í Eystrasaltslöndunum. Það
var því engin furða þótt ís-
lenzkir stjórnmálamenn hefðu
nokkurn ugg um framtíðina og
vildu tryggja svo sem stóð í
valdi vopnlausrar smáþjóðar
fullveldi og sjálfstæða tilveru
íslands. Ef sóknin mikla hefði
heppnazt sumarið 1918 er ekki
að vita hvað Þjóðverjum hefði
dottið í hug í sigurvímunni. 19.
gr. sambandslaganna er bauð
Dönum að birta það öllum
þjóðum, að Island væri full-
valda ríki og hlutlaust um alla
tíð, er því dæmigerður vitnis-
burður um pólitískan þroska
þeirra manna, sem fengu að
lokum skilað sjálfstæði Islend-
inga heilu í höfn. —
Mennirnir sem stóðu að sam-
bandslögum Islands og Dan-
merkur 1918 luku miklu lífs-
verki. Að því loknu var sem
þeir fengi ekki fótað sig á svið-
inu, er tjaldið var dregið frá
nýjum þætti í sjónleik Islands-
sögunnar. Ný kynslóð stjórn-
málamanna tók við hlutverkum
sínum. Hinum bláeygðu hjarta-
hreinu mönnum sjálfstæðisbar-
áttunnar var brátt ofaukið, og
nú eru þeir flestir gengnir til
feðra sinna. En niðjar þeirra
manna, er kenndu sig við land-
vörn og sjálfstæði, og tóku við
búsforráðum eftir þá, létu það
verða sittt fyrsta verk, er þeir
höfðu uppskorið það, sem feður
þeirra höfðu til sáð, að kasta
Islandi út í það „landabrutl stór-
veldanna11, sem Bjarni frá Vogi
óttaðist mest er hann sá draum
sinn rætast um frjálst og full-
valda ísland. Hlutleysinu var
varpað fyrir borð af fullkomnu
blygðunarleysi pólitískra ævin-
týramanna. Því var nú með öllu
gleymt, að hlutleysisyfirlýsing
sambandslaganna var ekki nein
aukasetning í þessu frelsisskjali
Islendinga, heldur burðarás þess.
Hinir íslenzku stjórnmálamenn,
sem sömdu sambandslögin skildu
vel þann einfalda sannleika, að
hlutleysið er blátt áfram lífs-
mót íslenzku þjóðarinnar. Hafi
það verið svo árið 1918, þá gegn-
ir hinu sama í enn ríkara mæli
á öld kjarnorkusprengjunnar.
íslenzka þjóðin kemst aldrei í
sátt við sjálfa sig fyrr en hún
hefur hreppt aftur það hlut-
leysi, er hún lögfesti við endur-
heimt fullveldis síns árið 1918.
Því mætti maður ætla, að full-
veldisdagur okkar, 1. desember,
yrði okkur brýning til að hverfa
aftur til hins ævarandi hlut-
leysis, er við sórum trú og holl-
ustu fyrir 43 árum. En það er
ekki því að heilsa. Svo kynvillt
er pólitísk tilvera þjóðarinnar
orðin, að hin íslenzku börn
menntagyðjunnar, sem gert hafa
þennan dag að sínum degi, dirf-
ast að helga 1. desember aðild
Islands í hernaðarbandalagi því,
sem kennt er við vestrið og Atl-
anzshafið. Þannig er sálmi okkar
breytt í lclám, Faðirvorinu snú-
ið upp á djöfulinn. Og því er
það ekki kinroðalaust að vera
íslenzkur stúdent á þessum degi
árið 1961.
Sverrir Kristjánsson.
— Sprengingar
Framhald af baksíðu.
ust, var einróma samþykkt
mótmælaályktun.
Þetta var hinn 6. september.
Eftir að Ráðstjórnarríkin höfðu
tilkynnt, að þau hygðust
sprengja á næstunni 50 mega-
tonna risasprengju, var enn um
þessi mál fjallað á fundi mið-
nefndar hinn 22. okt. Var þar
einróma samþykkt mótmæla-
orðsending til sovézkra vald-
hafa.
Auk þessarar orðsendingar
var samþykkt ályktun, sem
beint var til íslenzku þjóðar-
innar. Er þar m. a. komizt svo
að orði:
„Jafnframt vilja samtökin
eindregið vara íslenzku þjóðina
við þeirri viðleitni ábyrgðar-
manna hernáms íslands að not-
færa sér hin geigvænlegu átök
á alþjóðavettvangi til að hlekkja
land okkar og þjóð enn fastar
öðrum aðila hins kalda stríðs,
þeim sem einn hefur gerzt sek-
ur um beitingu kjarnorkuvopna
og flestar og mestar tilraunir
með þau gert. Samtökin ítreka
eindregið þá afstöðu sína, að
vopnlausri friðarþjóð sem ís-
lendingum sæmi það hlutverk
eitt að skipa sér á alþjóðavett-
vangi í sveit hlutlausra þjóða,
er standa utan hernaðarbanda-
laga stórveldanna og leitast í
dag við að lægja þær ógnir,
sem rísa af átökum herbanda-
laga.“
NÝJAR
BÆKUR
Vér leyfum oss að vekja athygli bókamanna á því
að meðal útgáfubóka vorra í ár eru eftirtalin rit:
Rit Jóns Sigurðssonar I,
blaðagreinar.
Bréf frá Islandi
eftir Uno von Troil, með yfir 60 menn-
ingarsögulegum myndum frá 18. öld.
Síðustu þýdd ljóð,
áður óprentaðar ljóðaþýðingar Magnúsar
Ásgeirssonar.
Við opinn glugga,
Laust mál, eftir Stein Steinarr.
Undir vorhimni,
bréf Konráðs Gíslasonar.
BÓKAÍTGÁFA
MEMIMIMGARSJÓÐS
DAGFARI
9