Dagfari - 01.12.1961, Page 11
fyrrum lágu svo flatir fyrir út-
lendum drottnurum íslands, að
þeir gerðu sér sérstakt far um
að lítilsvirða menningu sinnar
eigin þjóðar og töldu sér það
til upphefðar að tyggja upp á
dönsku. Ritstjórar hernáms-
blaðanna eru þegar farnir að
tyggja upp á amerísku. Þeir
standast ekki reiðari en ef því
er haldið fram að amerísk áhrif
kunni að reynast íslendingum
ómenningaráhrif. Þeir hafa til-
einkað sér þá trúarsetningu, að
allt sem sé amerískt, það sé
gott.
Þó þeir séu að vísu bæn-
heitir menn og guðhræddir, þá
fer það ekki á milli mála, að
Samúel frændi hefur þegar náð
svo sterkum ítökum í hjörtiun
þeirra, að sjálfur himnafaðir-
inn má fara að gá að sér. Og
þegar Samúel frændi sendir ís-
lendingum sitt útvalda sjón-
varpslið: banditta og gangstera,
Frankenstein og Dracula, þá
verða þessir ritstjórar svo
hrifnir, að þeir hefðu tæpast
orðið hrifnari þó að Guð al-
máttugur hefði sent þeim heil-
agan anda. Og þegar látinn er í
ljós uggur um hag íslenzkrar
menningar andspænis þessari
líka þokkalcgu sjónvarpsinnrás
Samúels frænda, þá líta ritstjór-
ar hernámsblaðanna á það sem
guðlast. Og þegar til þess er
mælzt að þeir yfirvegi málið af
alvöru og ábyrgðartilfinningu í
stað þess að beita áhrifum sín-
Um til að íslendingar opni
heimili sín skilyrðislaust fyrir
þessum agentum amerískrar
forheimskunar. þá svara rit-
stjórarnir hví til að allt slíkt
tal beri vott um sérvizk.u og
skrælingjahátt. Mönnunum er
ekki sjálfrátt. Þeim er ekki
sjálfrátt frekar en sértrúar-
fólki því sem hér um árið neit-
aði að undirgangast hina al-
mennu berklaskoðun á þeirri
forsendu að Guð hefði bannað
þvj að láta gegnumlýsa sig.
★
Þegar ritstjórar hcrnáms-
bíaðanna kalla það sérvizku að
fslcndingar vilja hamla gegn
erlendum áhrifum, þá eru þeir
að túlka þjóðinni annarleg sjón
armið. Þeir eru að túlka sjón-
armið þjóða sem eru of stórar
til að skilia þjóðernismetnað
smáþjóða. Þeir eru að túlka þá
hagspeki stærðarinnar sem
getur lagt fram tölulegar sann-
anir fyrir því að það borgi sig
ekki fyrir 180 þúsund sálir að
vera sérstök þjóð, það sé ekki
praktískt. Hundrað og áttatíu
þúsund sálir hljóti að græða á
því að vera partur af stórri og
auðugri þjóð, í stað þess að
halda áfram þessu fáránlega
bauki sínu upp á eigin spýtur.
Nú er það að vísu rétt, að í
samanburði við hina ríku og
voldugu Ameríkana erum við
fslendingar óendanlega fátækir
og smáir. Við vitum líka að þeir
eiga fleiri og stærri ísskápa en
nokkur önnur þjóð, fleiri og
glæsilegri bíla en nokkur önn-
ur þjóá, fleiri og fullkomnari
sjónvarpstæki en nokkur önnur
þjóð. Samt hafa fæstir okkar
nokkra löngun til að vera
Ameríkanar. Við þykjumst
nefnilega búa yfir ýmsum verð-
mætum sem séu dýrmætari en
nokkrir ísskápar, glæsilegri en
nokkrir lúxusbflar, merkilegri
en nokkur undur sjónvarps.
Við getum að vísu ekki lagt
fram neina bókhaldsdálka til
sönnunar þessum verðmætum.
Og við blásum reyndar á allt
hókhald í samhandi við mat á
raunverulegum verðmætum.
Þess vegna höfum við líka
enga löngun til að vera Amer-
íkanar. Við erum svona gerðir.
Við höfum ekki löngun til að
vera neitt annað en íslending-
ar.
★
Gott og vcl, látum þetta heita
sérvizku.
Við skulum segja að aldalöng
barátta íslendinga fyrir sjálf-
stæðri þjóðartilveru hafi verið
sérvizka. Við skulum segja að
okkar fornu sögur hafi allar
verið samdar af sérvizku. Við
skulum segja að hann Jón
gamli Arason hafi — frekar en
að beygja sig fvrir konungs-
valdinu — gengið á höggstokk-
inn af tómri sérvizku. Við skul-
um segja að Jónas Hallgríms-
son hafi ort ísland farsældar
frón af tómri sérvizku. Við
skulum segia að Jón Sigurðs-
son liafí aldrei kvikað frá rétti
fslands, af því að hann var ó-
forbetranlegur sérvitringur.
Við skulum segja að við fslend-
ingar höfum krafizt fullveldis
af tómri sérvizku. Og við skul-
um segja að sérvizka okkar
hafi náð hámarki þegar við
stofnuðum lýðveldi í fullu
trausti á þann vilja forsjónar-
innar að hér norður við íshaf
skyldi búa xérstök íslenzk þjóð
um aldur og æfi.
Já, það er von að sumir séu
hissa, þetta er nú meiri sér-
vizkan. En við eigum bara alla
okkar tilveru undir þessari sér-
vizku. Það er staðfastur vilji
okkar að vera íslendingar, svo
Framhald af bls. 15.
Að koma af
draugagangi
— Hafið þið átt áþreifanleg
skipti við framliðna menn?
— Við höfum komið af
draugagangi, ef þú átt við það.
Eitt sinn kom bóndi að máli við
mig og bað mig um aðstoð. Hann
hafði orðið fyrir miklum búsifj-
um og gripir orðið sjálfdauðir..
Við fórum þangað og þarna
reyndust hafa setzt að framliðn-
ar verur; kona, er hafði búið
þarna áður og maður, sem hún
var í slagtogi við. Við komum
því til leiðar, að þau voru fjar-
lægð — stjórnendur Hafsteins
eru mjög sterkir og áhrifaríkir.
— Fylgjast menn með þjóð-
málum eftir dauða sinn?
— Já, fyrst í stað virðast þeir
fylgjast vel með og hafa mikinn
áhuga.
— En breyta þeir ekki um
skoðun — hætta til dæmis að
vera íhaldsmenn?
— Yfirleitt verða menn víð-
sýnni og skilja betur, að deilu-
mál okkar skipta ekki eins
miklu máli og okkur kann að
virðast.
Þeir sem haldnir eru miklum
ástrfðum, fara til dæmis með
hatur í hjarta, hefnigirni eða
drykkjusýki eiga oft erfitt með
að slíta sig frá ástríðum sínum
og verður það til tafar. Ég hef
ástæðu til að ætla, að miklir
drykkjumenn vilji halda áfram
eftir dauða sinn, og ég hef rök-
studdan grun um, að þeir geri
það með því að fá aðra til að
drekka og njóti góðs af um leið.
staðfastur, að ef við ættum að
hætta að vera íslendingar, þá
mundi flestum okkar finnast
við gætum eins verið dauðir.
Og því hljótum við enn að
biðja allar góðar vættir íslands
að veita okkur nógu mikla sér-
vizku til að við getum haldið
áfram að Iifa því einu lífi sem
okkur er nokkurs virði.
— Höskuldur.
Þ.
Þjóðmálin
— Hvað segirðu að lokum um
þjóðmálin, Jónas?
— Ég hef alltaf verið ein-
dreginn samvinnumaður. Ég á-
lít, að sú stefna sé hin eina
þjóðmálastefna, er hefur ein-
hverja möguleika til að skapa
okkur viðunanlega sambúðar-
hætti, en óheft samkeppni sé
aðeins leifar af villimennsku. Og
hvenær sem leiðtogar samvinnu-
manna hafa vilzt af leið og leit-
azt við að blanda blóði við
skipulag samkeppninnar hefur
þgð leitt ti slysa.
Um hersetumálin vildi ég
segja það, að ég álít mikla ó-
gæfu, að herinn skyldi koma
hingað. En nú hafa menn fundið
peningalyktina, og engin ríkis-
stjórn hefur viljað láta þá fara.
Ég hef aldrei álitið, að okkur
væri vörn í erlendum her, eftir
að hin nýju atóm og eldflauga-
vopn komu til sögunnar. Það
liggur í hlutarins eðli, að við
yrðum aðeins skotmark.
Nú er mikið talað um, að
þjóðir Evrópu rugli saman reyt-
um sínum og stofni með sér
bandaríki. Okkur er vafalaust
mikill vandi á höndum. þegar
þar að kemur. En ef af því verð-
ur, að við göngum í þetta banda-
lag, þá er ekki ólíklegt, að í-
búar þéttbýlli landa hefðu hug
á að setjast hér að í fámenninu
og njóta þess auðs og þeirrar
orku. sem náttúra landsins hef-
ur yfir að ráða. Og þá vil ég
benda á, að það verður ekki
börf fyrir pólitíska flokka í land-
inu. Þá verður óþarfi að deila.
Því að fyrr eða síðar myndi að
því reka, að engin íslenzk þjóð
yrði til.
R.A.
DAGFARI
11