Dagfari - 01.12.1961, Síða 12

Dagfari - 01.12.1961, Síða 12
Fimmti áratugur 20. aldar hófst með styrjöld. 1 fimm ár var barizt af grimmd, og nazisminn var að velli lagður. Þá hófst kalda stríðið milli austurs og vesturs. Hlutleysi var talið úrelt, og þjóðirnar tóku að skifta sér í tvær andstæðar fylkingar, Austurblökk og Vesturblökk. Á sjötta áratugnum hófst uppgangur hlutleysisstefn- unnar. Áhrif hlutleysra ríkja fóru ört vaxandi og fjöldi þeirra tvöfaldaðist. Nú er svo komið, að vilji hlutlausra ríkja er þriðja sterkasta aflið í heiminum. GETUR ÍSLAND ORDID HLUTLAUST? Ef ísland lýsti yfir hlutleysl sínu í hernaðarátökum, er þá sennilegt að hlutleysi þess yrði virt? Skynsamlegt svar fæst ekki við þessari spurningu án þess að leitazt sé við að svara henni í tveim áföngum: hlutleysi fslands á friðartímum og í stríði. Á friðartímum væri eina hætt- an sú, að landið yrði hertekið og þjóðin kúguð af einhverju stór- veldanna. Yrðu Vesturveldin til þess er þess að vænta, að á- standið yrði ekki miklu verra en það er. Á hinn bóginn ef Sovétríkin reyndu að hertaka landið, þá er víst að þau gætu aldrei haldið landinu nema fáa daga vegna HLUTLEYSI SKOÐANALEYSI Stundum gætir þess misskiln- ings hér á landi, að mcð hlut- leysi afsali þjóðin sér rétti til að hafa skoðanir á aiþjóðamál- um, og geti hún því ekki tekið afstöðu með eða móti í deilu- málum stórvelda. — Hlutleysi fs- lands táknar aðeins HLUTLEYSI í HERNAÐI, en eftir scm áður getur þjóðin haft samúð mcð mál- stað annars hvors aðiljans og starfað í þeim anda á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hlutleysi er hliðstætt hugtak- inu SJÁLFSTÆÐI. Það cr stefnu- yfirlýsing, sem styðst oft við við- urkenningu eða ábyrgð annarra þjóða. Engri þjóð hlotnast full- komið öryggi enda þótt hún lýsi yfir sjálfstæði sínu eða hlutleysi og fái það viðurkennt. En jafn fráleitt er að berjast gegn hlut- leysisstefnu á þeim forsendum, að óvinaþjóð kunni að brjóta það. Eða hvaða þjóð afsalar sér sjálfstæði af ótta við að vera rænd því? stöðu þess i heiminum. Flutn- ingar á sjó og í lofti yrðu hindr- aðir af Bandaríkjamönnum og Rússar hraktir héðan eftir fáa daga. Má því telja ósennilegt að Rússar legðu út í slikt ævintýri. Þess er einnig að gæta, að ís- lendingar ættu auðvelt með að fá stórþjóðirnar til að viður- kenna hlutleysi sitt. Hlutleysis- brot á friðartímum af hálfu Rússa (tilefnislaust og án und- 'angenginna samninga) gæti mjög hæglega leitt til heimsstyrjaldar og er því harla ólíklegt að nokk- ur þjóð sæi sér hag í að kaupa ísland svo dýru verði. Á stríðstímum gilda nokkuð önnur lögmál, enda er hlutleysi þá einskis virt. I styrjöld er kjarni málsins sá: hvaða hag hefur árásarríki af því að her- nema smáríki. Sem sagt. Mundi nokkurt stórveldi sjá sér hag í eft- ir að atómstyrjöld hefði brotizt út, að hernema land án allra her- fcækistöðva, hlutlaust kotríki norður í höfum? Það ætti öllum að vera Ijóst, að í upphafi kjarnorkustyrjald- ar, ef til hennar kemur, mun hvert stórveldi einbeita sér að því að sprengja og eyðileggja mikilvægustu stöðvar óvinar síns. Þau munu skióta eld.flaug- um og varpa vetnissprengjum á herstöðvar, samgöngumiðstöðvar, kjarnorkuver, vopnabúr, stórborg- ir og iðjuver. Á örskömmum tíma, kannski nokkrum dögum, hafa lönd styrjaldaraðila verið lögð í eyði. Hvaða heilvita manni, getur dottið í hug að nokkuð stórveldi sjái sér hag í að senda innrásarher til fslands, þegar hér er komið (NB: ef hér eru en^ar herbækiátöðviari) ? ,Hvað ætti sá herafli að gera hér? Bíða eftir því að verða sprengd- ur í loft upp með vetnis- sprengju? Það tekur mánuði og ár að reisa herstöð sem að Framh. á næstu síðu. VALDAHLUTFÖLL í samtökum S.Þ. eru nú 103 riki en voru 65 fyrir einum ára- tug. Á þessum tiu árum liefur valdaaðstaða Vestur- og Austur- veldanna lítið breytzt. Vestur- blökkin á 40 fulltriVa og Austur- blökkin 10. Hlutlaus ríki eru 34 og hefur fjölgað um átján á ára- tug. (Nítján ríki verða hvergi flokkuð með neinni vissu.) Ef lit- ið er á dæmið frá annarri hlið og íbúar jarðarinnar eru flokkaðir með hliðsjón af stjórnendum og afstöðu þeirra til hernaðarátaka, kernur í ljós, «ð öflin .þrjú, aust- ur, vestur og hlutlaus ríki eru furðujöfn að styrkleika og ráða yfir ekki ósvipuðum fjölda (sjá mynd). Áhrif flokka er styðja hlut- leysisstefnu fara viða mjög vax- andi, sérstaklega í Afriku og S.- Ameríku, og má t. d. í raun og veru telja Brasilíu lilutlaust ríki, þótt ekki sé það gert hér. Flest bendir því til, að þess sé stutt •að bíða, að lilutleysisstefnan verði sterkasta aflið á alþjóða- vettvangi. ÁHRIF HLUTLAUSU RÍKJANNA Fyrst á árunum eftir 1950 gætti hlutleysisstefnunnar litt. Þá var framkvæmdastjóri S.Þ. frá Nató- landi (Noregi), og hermenn, sem börðust á vegum samtakanna i Kóreu voru flestir bandarískir. Nú er ástandið gjörbreytt. Fram. kvæmdastjóri S.Þ. er ávallt val- inn frá hlutlausu landi eins og raunar aðrir mikilvægir starfs- menn S.Þ., og sama máli gegnir um nær alla hermenn i gæzluliði S.Þ., sem starfa víða um heim t. d. Kongó, Suez o. v.). í samn- inganefndum við lausn alþjóða- mála eru oddamenn yfirleitt vald- ir frá hlutlausu landi og loks má nefna þingforseta á allsherjar- þinginu. Hlutlausu þjóðirnar ráða yfir- leitt úrslitum mála á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Þær hafa þar þriðjung atkvæða, og Vestur- eða Austurveldin geta enga mikil- væga ályktun fengið samþykkta án fylgis þeirra. Afleiðing þessa er sú, að stórveldin hafa neyðzt til að taka æ meira tillit til vilja hlutlausu ríkjanna, og kapp- hlaupið uin liylli þeirra er orðinn snarasti þátturinn í alþjóða- stjórnmálum í dag. — Þótt áhrif þcirra félaga, Krústsjoffs og Kennedys séu mikil, þá er ekki siður hlustað með athygli um allan heim, er Nehru, forsætis- ráðherra Indlands stígur í ræðu- stól. STEFNA SAMTAKANNA Meðal hernámsandstæðinga eru uppi misjafnar skoðanir á afstöðu okkar til Atlantshafsbandalagsins. Sumir telja, að Islendingum bcri að segja sig þegar úr bandalaginu, enda hafi samningurinn verið rofinn í landhelgisdeilunni við Breta. Aðrir telja, að okkur beri að standa við gerða samninga og séum við þvi skuld- bundnir að vera áfram í bandalaginu til ársins 1969, er samningurinn fellur úr gildi. Báðum þessum skoð- unum er gert jafnhátt undir höfði í Samtökum her- námsandstæðinga, enda í réttu samræmi við þá stefnu- skrá, sem samþykkt var á Þingvallafundi 1960. I Sam- tökum hernámsandstæðinga starfa |>ví saman allir þeir er telja, að hafa beri hlutleysi Islands að stefnu- marki í framtíðinni. 12 DAGFARI

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.