Dagfari - 01.12.1961, Qupperneq 15
Rætt við
JÓNAS ÞORBERGSSON
iim samvinnustefnu, sjónvarp
— Þú ætlar þó ekki að fara
að hafa við mig pólitískt viðtal?
spyr Jónas Þorbergsson blaða-
manninn. Ég get þá sagt þér
það, vinur minn, að ég hef átt
í stöðugum ófriði um ævina og
illdeilum um áratugi. En nú er
ég orðinn gamall — ég er kom-
inn undir áttrætt — og nú vil ég
fá að vera í friði. Hvað vildirðu
annars spyrja um?
— Áður en ég spyr um helztu
æviatriði, vildi ég fá að heyra
álit þitt á stækkun Keflavikur-
sjónvarpsins.
— Ég get sagt það, að ég er
lítið hrifinn af því, að útlent
sjónvarp eigi að verða hér alls-
ráðandi. Ef ráðizt var í sjón-
varp á annað borð átti það að
vera byggt upp, kostað og rekið
af íslendingum sjálfum. Sjón-
varpið er mjög öflugt áróðurs-
tæki og vandmeðfarið. Úr því
sem komið er tel ég, að það
minnsta sem íslendingar geti
gert sé að stofnsetja sjónvarps-
ráð til að líta eftir, hverju
varpað er fyrir sjónir þjóðar-
innar. — Hvað viltu svo vita
um ævi mína?
Uppvaxtarár
— Fyrst um æsku þína og
skólagöngu.
Ég er fæddur 1885 að Helga-
stöðum í Reykjadal, yngstur
fjögurra bræðra. Við misstum
móður okkar ungir og þá
tvístraðist heimilið. Móðir mfn
dó úr brjóstberklum, og sjálfur
fékk ég berkla líka, en losnaði
við þá í smalamennsku og við
tíða útivist. Á fermingaraldri
fékk ég magnaða kirtlabólgu í
hálsinn og hafði hana til tvítugs.
Þess vegna tók ég ekki út vöxt-
inn fyrr en á þrítugsaldri. Ég
var ekki stærri en meðalferm-
ingarstrákur tuttugu og eins árs,
en þá ákvað ég að fara í Gagn-
fræðaskólann á Akureyri. Ég var
þrjú ár í skólanum, — það er
öll mín skólaganga. Ég var svo
fátækur, að ég treysti mér ekki
að halda áfram.
— Þú hefur verið í skóla 1908,
þegar átökin miklu urðu um
„uppkastið"?
— Já, ég man vel eftir því. Ég
var svo frægur að vera á fundi
á Akureyri, þegar þeir leiddu
saman hesta sína Bjarni frá
Vogi, Hannes Hafstein og
Stefán skólameistari. Bjarni tal-
aði á eftir Stefáni, og ég man
að hann byrjaði ræðu sína þann-
ig: Það er nú eins og vant er,
að allt sem hann Stefán flytur
um þetta mál eru sleggjur á
axarsköftum! — Þá var mikill
hiti í mönnum.
— Hvert lá leiðin eftir gagn-
fræðapróf?
Kanada — Akureyri
— Ég fór til Ameríku og var
þar í sex ár. Við vorum fluttir
til Leith með Vestu gömlu eins
og útflutningshross, geymdir í
efri lest en hestar undir okk-
ur. Þegar styrmdi og hætta var
á, að sjór gengi yfir þilfárið,
vorum við læstir niðri með
hestunum. Við fengum svo
betra skip yfir hafið.
1 Kanada var ég aðallega við
landbúnað. Islenzkir landnemar
lifðu þar á rányrkju, skiluðu
engu aftur til moldarinnar, og
það blöskraði mér mikið. Ég var
sem sé vanur að bera mykju á
hóla. En þetta gekk nú vel hjá
þeim, og það sýnir, hve moldin
var frjó þarna. Ég festi engar
rætur í Kanada. Þegar stríðið
var byrjað og farið var að ganga
ríkt eftir því, að menn gengju
í herinn, ákvað ég að snúa aftur
heim. Ég hafði andstyggð á styrj-
öldinni og vildi heldur fara í
tukthús en herinn.
Ég sigldi heim með Goðafossi
1916. Það var fyrsta Ameríku-
ferð skipsins — og jafnframt sú
síðasta. Það fórst í ofsaveðri
vestur á Straumnesi, en við far-
þegarnir björguðumst allir.
Skipsskrokkurinn hvílir þarna
enn og er nú kominn á þurrt
land.
— Þá hefurðu aftur farið
norður í land?
— Já. Ég fór norður og kvænt-
ist þar Þorbjörgu Jónsdóttur frá
Arnarvatni. Hún andaðist úr
og spíritisma
berklum á jólanótt 1923 eftir
fimm ára sambúð. Ég var rit-
stjóri Dags á Akureyri frá 1920
til 1927, en tók þá við ritstjórn
Tímans í Reykjavík. Árið 1925
kvæntist ég aftur núverandi
konu minni, Sigurlaugu Garð-
arsdóttur ættaðri úr Húnavatns-
sýslu.
— Hver var helzti stjórnmála-
andstæðingur þinn á Akureyri?
— Það var Gunnlaugur
Tryggvi Jónsson, ritstjóri íslend-
ings. Við vorum annars beztu
kunningjar. Ég hafði þann sið að
fara á nýársdag til hans með
einhverja lögg í flösku og tók
hann þá stundum í rúminu. Ég
sagði honum, að nú skyldum
við drekka skál liðins árs og
láta allt vera gleymt, sem illt
hefði orðið í milli okkar, drekka
svo skál hins nýja árs, hefja
baráttuna á ný og vera duglegir
að skammast! — Þannig er nú
stjórnmálabaráttan; hjaðninga-
víg — stundum illskeytt, en
gleymast fljótt.
— Frá Tímanum fórstu til þess
að stofna ríkisútvarp?
— Já. Það varð úr, að mér
var falið það verk. Og við út-
varpið var ég í 23 ár. En ég er
margbúinn að rekja þá sögu og
ætla mér ekki að fara að gera
það aftur.
„Nu banker det“
— Þú hefur haft mikinn áhuga
fyrir sálarrannsóknum um æv-
ina.
— Já, og það er nú eiginlega
eina áhugamálið, sem ég á eftir.
Ég hef raunar hugsað um þessi
mál allt frá barnæsku. Móður-
missirinn hafði mikil áhrif á
mig. Og ég hef haldið minni
barnatrú. Mér finnst órökrétt að
gera ráð fyrir, að allt sé tilviljun
háð hér í heimi. Það er einhver
á bakvið, einhver allsherjar-
stjórnandi. Líf eftir þetta líf er
nauðsyn, ef við eigum að finna
einhvern tilgang með tilveru
okkar.
— Hverjar sannanir hefurðu
fengið áþreifanlegastar um fram-
haldslíf?
— Margar, blessaður vertu. Ég
man til dæmis sérstaklega eftir
því, þegar ég fór utan 1930 að
kynna mér útvarpsrekstur. Þá
hitti ég í Kaupmannahöfn miðil-
inn Einar Nilsen, sem fékkst
við sálarrannsóknir og lækning-
ar. Ég var þá með meltingar-
erfiðleika, og hann bauð mér að
koma á stofuna til sín. Ég gekk
þar inn í lítið herbergi með auð-
um veggjum, þar sem aðeins var
á gólfinu legubekkur og tveir
Btólar. Einar sagði mér að leggj-
ast á bekkinn og settist sjálfur
á stól, tók í aðra hönd mína en
lagði vinstri hönd sína á höf-
uð mér. Að nokkurri stund lið-
inni heyrðist bankað léttilega í
vegginn. „Nú banker det“, sagði
Einar. Og það var lengi bankað
í þilið. Einar sagðist skilja
merkjamálið og geta yfirleitt
þýtt það, en að þessu sinni væru
mörg íslenzk orð blönduð sam-
an við, og ætti hann erfitt með
að skilja þau. Hann spurði síðan
aflið, sem þarna var að verki,
hvort það gæti ekki gefið órækt
merki um tilvist sína. En hann
var varla búinn að sleppa orð-
inu þegar orðbylgja skall af
miklum þunga á mér, og var á-
takið svo mikið, að legubekkur-
inn og stóllinn, sem Einar sat á,
ýttust tvo metra til hliðar og
lentu upp við vegg. Því næst
var bekknum lyft upp við höfða-
lagið og vaggað til beggja hliða
í lausu lofti, en bekkurinn síðan
lagður niður. Þetta voru fyrstu
áþreifanlegu sannanirnar, sem ég
fékk.
— Þú hefur haft nokkur af-
skipti af þessum málum hér á
landi, er það ekki — jafnvel
ferðazt um?
— Ég hef ferðazt nokkuð á-
samt Hafsteini Björnssyni, miðli
með fundi og skygnilýsingar.
Hafsteinn er hæfileikamaður á
heimsmælikvarða.
Framhald á bls. 11.
DAGFARI
15