Dagfari - 01.12.1961, Qupperneq 17
Sveinn Skorri Höskuldsson
RAGNARÖK HÝ NUSAMFÉLAGS
Nokkrar hugleiðingar um Strompleikinn eftir Halldór Kiljan Laxness
Miklir atburðir hljóta að ger-
ast í leikhúsum íslendinga og bók-
menntum, ef aðrir verða merkari
á þessu ári en sýning Þjóðleik-
hússins á Strompleiknum og út-
gáfa leikritsins hjá Helgafelli.
Ummæli manna um þetta verk
hafa verið ákaflega ósamhljóða
og meðal þeirra kennt kyndugra
grasa svo á prenti sem manna á
meðal. Sprenglærðir dómarar
hafa af vísdómi sínum séð það
eftir öll þessi ár, að Laxness væri
svo sem nógu laglegt sagnaskáld,
en hann væri hreint enginn ósk-
mögur Þalíu — býsna lítilfjör-
legur leikhúsmaður — hér væri
heldur en ekki brotalöm á ferli
skálds; frumsamin leikrit Lax-
ness væru ekki heldur í tengsl-
um við eldri verk hans, hann
kynni ekki til verka á drama-
tíska vísu, þótt sagnagerð léti
honum vel.
Það hygg ég þó sannast að
segja, að Strompleikurinn sé
rökrétt framhald af fyrri verk-
um Laxness. Til hans sýnist mér
skáldið, ef grannt er gáð, hafa
dregið langa nót og allmjög um
sömu mið og til fyrri verka. Hér
hefur því engin kollsteypa orðið,
heldur er leikritið áfangi á leið
stöðugrar þróunar.
Þess skal freistað að finna
þessum orðum stað, þótt tími
minn og rúm blaðsins leyfi
styttra og yfirborðskenndara álit
en vert væri og nauðsynlegt.
Strompleikurinn er fyrst og
fremst táknrænt verk, symbólsk
ádeila.
Lítum á ytra borð.
Við augum blasir glæpakrón-
ika í farsaformi. Mæðgur byggja
einn bragga saman. Tekjur
þeirra er ellilífeyrir tveggja,
farlama gamalmenna. Móðirin
drepur annað þeirra á eitri og
hengir náinn í strompinn, en
hirðir áfram ríkisstyrki líksins
og ölmusur útlends frænda þess.
Dóttirin nemur söng og iðkar
samkvæmislíf á kostnað tveggja
stórkaupmanna, vonbiðla sinna.
Fjármunir þeirra eru viðlíka vel
fengnir, með svikum og prettum.
Þannig líða þrjú ár. Farsakennd-
um myndum er brugðið upp af
samkvæmum og heimilislífi.
Flestar persónur leiksins gerast
meiri og minni þátttakendur
glæps. Leikslok verða með
snöggum hætti. Mæðgurnar
hverfa upp í strompinn með
lí'ki sínu, viðhlæjendur þeirra
gufa upp af sviði. Gamal-
mennið einfætta, sem eitt hefur
staðið ósnortið af morði og
stuldi, fer með góðum frænda
frá útlöndum. Mín er hefndin, og
ég mun endurgjalda. Glæpur er
ekki ábatafyrirtæki. Hollywood,
sjálf Mekka hins móralska
glæps, gæti vart kosið ham-
ingjuríkari endalok.
Var nú sagan öll?
Við skulum skipta um svið,
skoða leikinn frá öðru sjónar-
horni. Hin raunsæja, natúral-
iska hefð er svo sterk í hugum
Islendinga, að flest alvarleg bók-
menntaverk eru hér enn mæld
á þann kvarða, og þann veg
virðist flestum hafa farið gagn-
vart Strompleiknum. Menn hafa
metið hann sem ádeilu í raun-
sæisstíl. Sá skilningur leiðir þó
fljótt í ógöngur, enda leikritið
stórgallað verk, ef meta skal það
á þann hátt. I þessum efnum er
mönnum þó nokkur vorkunn, því
að um margt fylgir höfundur
hinni natúralisku forskrift. Nöt-
urleikur braggans er dreginn
vægðarausum, raunsæjum drátt-
um. Slíkt hið sama er að segja
um sköpun persónanna flestra.
Hér skal þó bent á atriði, sem
sýna, hversu fjarri fer, að raun-
sæ ádeila vaki fyrir höfundi.
Fyrir rúmum sjötíu árum setti
Gestur Pálsson fram félagslega
ádeilu í söguformi fyrstur höf-
unda í íslenzkum bókmenntum
síðari alda. Ein sagna hans, Til-
hugalíf, gerist í Reykjavík og
lýsir m.a. mæðgum, prestsekkju
og dóttur hennar, sem flutzthafa
til bæjarins ofan úr sveit. Þær
eru stoltar af göfgi prestablóðs-
ins, og dóttirin óttast að verða
vinnukona, ef sér takist ekki að
krækja sér í mann.
Mæðgur Strompleiksins halda
á loft ættgöfgi sinni, faktors-
tigninni. Ljóna nefnir sem
dýpsta stig niðurlægingar, ef hún
eigi í vændum vinnukonuferil.
Lýsing Gests þjónaði tilgangi
raunsærrar ádeilu. Hvorttveggja
fyrirbærið þekkist vart lengur —
stolt af faktorsblóði eða vinnu-
kona í Reykjavík. Vissulega eru
þeir höfundar, sem taka að
reskjast og hlotið hafa mikinn
frama, öðrum fremur í hættu að
verða ósamstiga nýrri öld —
taka sæti í fílabeinshöll fjarri
lífi manna. Hér væri þó meira en
lítið óekta realismi í leikriti, sem
hefst á spurningu þess, hvað
sé ekta, ef ekki byggi meira
undir. Bent skal einnig á atriði
úr' atvikarás. Þótt lýsing stór-
kaupmannanna sé dregin grófum
dráttum og látæði þeirra skop-
gert, væri yfirliðsatriðið í vöru-
skemmunni slík afskræming alls
veruleika í naturalisku verki,
að óþarfi er orðum á að
eyða. Hér er um að ræða grót-
eskt táknmál.
Þótt þungamiðja þessa verks
liggi að mínu viti víðsfjarri á-
deilu í raunsæisstíl, skyldu menn
varast að vanmeta hinn raun-
sanna þátt. Sannarlega bregður
skáldið brandi að feysknum
kvistum, tekur dæmi af raun-
verulegum fyrirbærum í lífi nú-
tímamanna á íslandi. En nægir
sú skýring, að þetta sé farsa-
kennd skop-ádeila á prakkara-
skap, sviksemi, flibbaklædda út-
kjálkamennsku og óheilt líf
þekktra fyrirbæra í islenzku
þjóðfélagi? Hvert er þá hlutverk
fulltrúa Bræðralags Andans í
Japan? Skilið þeirri skilningu
eru lok leiksins fjarstæðukennd
endaleysa. Ég hygg meira vaki
fyrir skáldi en þröng ádeila á
íslenzka kauphéðna, smáborgara
og menningarsnata eða einhvern
séríslenzkan glæp. Við skulum
því líta á leikinn frá annarri
hlið, draga tjaldið frá til fulls
og sjá hann á stærra sviði.
★
Ég sagði, að mér virtist
Strompleikurinn beint og rök-
rétt framhald af fyrri verkum
Laxness.
Mönnum er gjarnt að meta
hann framar öðru sem raun-
sætt ádeiluskáld. Ósjaldan hefur
honum verið brugðið um skarn-
raunsæi og siðleysi. Þó er efa-
mál, að siðavandari höfundur
hafi stungið niður penna á Is-
landi.
sónuleiki lians sjálfs hverfi i skuggann; en þau eru einmitt vinnu-
hrögð hagmæltra og orðhagra manna, sem eklci eru sterkar persón-
Ur eða mikil skáld af sjálfum sér. Magnús Ásgeirsson setti liins veg-
ar persónulegt mark sin sjálfs á hverja þýðingu; og ef hann þýddi
verk höfunda, sem voru honum tiltölulega fjarskyldir, þá kunni
þýðingin að vera margfróðari um hann sjálfan en frumhöfundinn.
En auðvitað valdi hann sér einkum viðfangsefni úr verkum þeirra
skálda, sem voru lionum skyldastir; og fór þá saman trúnaður við
frumtexta og skáld lians og íslenzkur kveðskapur í stóru broti. í
þessu kvcri eru slik dæmi cigi fá; og hér er eitt þeirra, erindi
úr kvæði frá 1944:
Kringum oss brennur heimur hrunadansins.
Hvers er að vænta í skelfinganna spor?
Fram sé ég ei, en ljóst er mér um mannsins
málstað, að lrann er cinnig sjálfra vor.
Hulinn i mökkva lieljargróttinn bryður
úr hryggjum æskulýðsins beinamél.
Baðmull i hlustir, angri hljóðin yður!
En aldrei iærist lilutlaus blóðrás vel.
Hinn höfundur þessa erindis liét Hjalmar Gullberg.
dagpari
17