Dagfari - 01.12.1961, Side 21
Víða er pottur brotinn, — jafn-
vel þar sem barizt er af hvað
mestuni áhuga fyrir „frelsi og
lýðræði". Dagfari birtir hér ýms-
ar frcttir af erlendum vettvangi,
sem litt eru kunnar íslenzkum
almenningi af lestri dagblaða.
Stokkhólmur
Ekki hefur enn verið birt nið-
urstaða rannsóknar vegna dauða
Dags Hammarskjöld og láta leið-
togar stórveldanna enn sitja við
það eitt að syrgja hann hástöf-
um. — Það lítið, sem ábyggileg-
ar fréttastofnanir segja frá dauða
hans, bendir eindregið til þess að
hann hafi verið myrtur af erind-
rekum brezk-belgísku auðhring-
anna, — sennilega að fyrirmæl-
um Sir Roy Welensky, forsætis-
ráðherra Mið-Afríkunýlendna
Breta, en hann hefur hönd í
bagga með leppstjóminni í El-
isabethville í Kongó. Það var
að segja frá því, sem þeir hafa
hann, sem beitti sér fyrir fundi
þeim, sem Hammarskjöld ætlaði
að sækja í Norður-Ródesíu ásamt
Tsjombe, er flugvélin fórst. —
Skotvopnasérfræðingur sænska
landvarnaráðuneytisins hefur
fellt þann úrskurð, að vélbyssu-
kúlur, sem fundust í líkum
sumra mannanna, sem fórust með
flugvél Hammarskjölds, hafi svo
vissulega komið úr byssuhlaup-
um en ekki skothylkjum, sem
sprungið hafi úr eldi: „Þegar
skothylki springur við hita,“
sagði sérfræðingurinn. „særast
menn gjarnan af brotum úr
sjálfum skothylkjunum. en sjálf-
ar kúlumar, sem eru tiltölulega
mjög þungar, geta alls ekki
grandað manni. Dæmalaust mun
að byssukúia, sem kemst á hrær-
ingu við þessháttar sprengingu.
gæti komizt í gegnum einfaldan
klæðisdúk.
Moskva
Ráðamenn Sovétríkjanna nefna
uijög misháar en þó síhækkandi
tölur þeirra, sem Stalín og
stimplaðir lautinantar hans hafi
látið myrða á tímabilinu 1919 til
1953. Samtímis er flýtt mjög
hinni nýju hreinsun í Austur-
Evrópulöndur.um, sem einkum er
íólgin í því, enn sem komið er,
að fjarlægja líkneskjur af Jósep
Stalín.
Kjarnorkuvopnatilraunir Sovét-
manna eru af sumum utanríkis-
uiálasérfræðingum túlkaðar sem
raunverulegir úrslitakostir af
hálfu þeirra i Kreml: — Hér sjá-
ið þið gnægð okkar af kjarn-
orkusprengjum. Þið þekkið yfir-
burði okkar á sviði eldflauga.
Við heimtum samninga, sem
tryggi varanlegan frið og óbreytt
valdahlutfall milli okkar og ykk-
ar. Við getum hvorki beðið þess
að nýtt stórþýzkt ríki rísi upp né
þið náið okkur í eldflaugasmíð-
inni. Ef þið semjið ekki við okk-
ur á þessu hausti, þá kann ver
að fara.
Lissabon
I Angóla hafa nú verið myrtir
160 þúsund menn að meðtöldum
konum og börnum. Þrjátíu banda-
rískir og skozkir trúboðar sitja í
fangelsum Portúgala, sakaðir um
samstarf við uppreisnarmenn,
njósnir hermdarverk. Einu áreið-
anlegu fregnimar af morðunum
í Angóla koma frá kristnu trú-
boðunum í landinu. Ástæðan fyr-
ir fangelsun þeirra er fyrst og
fremst sú, að Portúgalar óttast
afhjúpanir þeirra ef þeir kæm-
ust heim til landa sinna og næðu
séð. Fréttirnar, sem trúboðamir
hefðu að segja heima gætu leitt
til þess að ríkisstjórnir Banda-
ríkjanna og Bretlands neyddust
til að grípa í taumana. — Banda-
rísk blöð hafa gagnrýnt yfirlýs-
seta í gæzluverndamefnd Sam-
Gilazar
ingu aðalfulltrúa Kennedys for-
einuðu þjóðanna, á þá lund, aö
Bandaríkjastjórn geri sér ljósa
grein fyrir þeim framförum, sem
orðið hafi í portúgölsku nýlend-
unum síðari árin. — Skozka
kirkjan safnar undirskriftum
undir áskorun á brezku stjórn-
ina um að grípa í taumana 1
Angóla þar sem unnið sé mark-
visst að því að útrýma heilli
þjóð. Hafa skozku trúboðarnir
séð hersveitir Portúgala brenna
heil þorp í rústir. Fólkið, sem
komst úr eldinum var skotið nið-
ur með vélbyssum, — þar á
meðal konur með ungbörn í
fanginu. Athyglisvert er að
Portúgalar leggja sig fram um að
lífláta þá tiltölulega fáu menn í
landinu, sem lært hafa lestur og
skrift í trúboðsskólunum. — Sam-
kvæmt upplýsingum innanríkis-
ráðuneytisins í Ghana eru svo til
öU vopn portugölsku hermann-
anna í Angóla af bandarískri
gerð, — staðhæfir stjóm N’Krúma
að þau séu af þeim birgðum,
sem Atlantshafsbandalagið sjái
Salasar einræðisherra fyrir.
Bonn
G. Schröder er tekinn við emb-
ætti utanríkisráðherra Vestur-
Þýzkalands að kröfu Frjálsra
Demókrata. Bandaríska tímaritið
Time greinir frá starfsferli
Schröders í Nazistaflokknum í
tíu ár og segir að Bandaríkja-
stjórn sé ekki hrifin af hinum
nýja vopnabróður i Atlantshafs-
bandalaginu. — Blöð Jafnaðar-
manna í Vestur-Þýzkalandi hafa
einnig rifjað upp þjónustu
Schröders við Hitler og endur-
prenta meðmælabréf, sem Rud-
olf Hess ritaði einu sinni handa
honum til Himlers, en þar getur
meðal annars að finna þessi hrós-
yrði: „Hann er einlægur fylgis-
maður Þjóðernisstefnunnar og
hefur sannað andúð sína á Gyð-
ingum í verki.“
Leopoldvillé
Belgískir liðsforingjar myrtu
Lúmúmba, forsætisráðh. Kongó
í viðurvist Tsjombe forsætisráð-
herra Katangafylkis og tvo aðra
ráðherra lýðveldisstjórnarinnar
að auki. — Formælandi Nigeríu-
stjómar á Allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna. sagði í fyrri
viku. að því tryðu ekki einu
sinni þeir, sem því vildu þó helzt
trúa, að það væri ekki Belgíu-
stjóm sjálf, sem ábyrgð bæri á
þessu verki og öðrum glæpaverk-
um. sem framin væru í Kongó.
Fulltrúi Indlands í gæzluvernd-
arnefndinni veittist enn að Bret-
um er Kongómálið var rætt og
sagði að ástaðan fyrir þvf að
ERLEND
skuggsjá
þeir beittu sér gegn því að mála-
liðar Katangastjómar yrðu rekn-
ir frá Kongó væri beinlínis sú,
að brezkir auðmenn ættu hlut
í námunum í Katanga ásamt
belgískum og frönskum fésýslu-
mönnum. Meðan Bretar létu ekki
af andróðri sínum gegn viðleitni
Sameinuðu þjóðanna til að friða
Kongó, gætu þeir heldur ekki
þvegið hendur sínar af morði
Lúmúmba, — og raunar ekki
heldur af morði Hammarskjölds
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna ef það sannaðist, sem
sennilegast væri, að hann hefði
verið myrtur. Þrátt fyrir það
þótt rannsóknamefnd Sameinuðu
þjóðanna hefði lýst Tsjombe for-
sætisráðherra Katanga, ótíndan
morðingja, létu Bretar, Belgíu-
menn og jafnvel enn fleiri Vest-
ur-Evrópumenn sem þeir vissu
ekki betur en hann væri hinn
mesti heiðursmaður.
Kaupmannahöfn
Um síðustu mánaðamót var
Galvao höfuðsmaður á fyrir-
lestraferS um NorSurlönd í boSi
norrænna stúdenta, og birtust þá
viS hann löng viStölu í öllum
helztu blöðum Skandinaviu. í
sænskum biöðum er eftir honum
liaft, að liann hafi ailtaf álitið
Norðurlandabúa einhverja sið-
menntuðustu menn Evrópu. Nú
hef ég breytt um skoðun, bætti
hann við: kannski eru á NorSur-
lönduin hreinlega einu siðmenn-
ingarþjóðir þessatar heimsálfu.
Galvao kvaðst með töku Santa
Maria og siglingunni ævintýra-
iegu hafa viljað sviðsetja al-
þekktar andstæður, þar sem eig-
ast við valdhafar, er ráða fjöl-
mennu herliði, gnægð fjár og
vopna, og hinir fátæku fáu, sem
eiga hugsjónir og frelsisást.
Ef þið eigið við 18. aldar sjó-
ræningja, sagði hann að gefnu
tilefni, þá er ég enginn sjóræn-
ingi. í Santa Maria voru 40 millj-
ónir doilara (yfir 1700 milljónir
króna). Við þörfnuðumst fjár, en
snertum ekki fjárhirzlurnar. Hvi-
likir sjóræningjar! En sé átt við
inann, sem gerir uppreisn gegn
ofbeldinu, gegn þjófi, sem stolið
hefur heillar þjóðar frelsi, þá er
ég sjóræningi: sjóræningi frels-
isins.