Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 2

Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 2
Ræða Sigþrúðar Gunnarsdóttur, flutt við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2000 Daginn eftir að ég samþykkti að flytja ávarp hér í kvöld fór ég á hádegistónleika í Hallgrímskirkju, sem ekki er í frásögur færandi. Nema á þessum tónleikum var flutt aría úr Messíasi Hándels þar sem textinn var eitthvað á þá leið að fagrir væru fætur þeirra er boðuðu frið. Textinn er upprunninn í gömlu helgiriti og ekki veit ég hvað sá sem hripaði hann niður á sínum tíma sá fyrir sér. En það sem stóð mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum voru bólgnir og þrútnir fætur þess sem gengið hefur langa friðargöngu, heilan dag kannski, og vissi ekki að maður á að taka með sér aukapar af skóm en gat ekki samvisku sinnar vegna sest upp í rútuna og hvflt lúna fætur. Ef hann þekkti aríuna gæti hann horft með velþóknun á blöðrumar í fótabaðinu um kvöldið. Árið 2000 stendur samstarfshópur friðarhreyfinga í 16. skipti fyrir kertafleytingu á Tjöminni í Reykjavfk til að minnast þess þegar Bandaríkjamenn sprengdu kjamorkusprengjur í japönsku borgunum Hiroshima og Nakasaki í stríðslok. Og hvers vegna minnumst við þess? Jú, vegna þess að fæst okkar munum við atburðinn sjálf. Sennilega var ekki einu sinni þriðjungur þess hóps sem hér stendur í kvöld fæddur þessa örlagaríku daga í ágúst 1945. En þessum hryllilega atburði verður þó að halda á lofti um ókomna tfð í þeirri von að minningin hindri að nokkuð í líkingu við hann gerist á ný. Enn hefur það ekki gerst, enn hefur kjamorkusprengju ekki verið beitt í öðm stríði. En gereyðingarvopnin em ennþá til og hemaðarbandalög á borð við NATO sem áskilja sér rétt til að beita þeim gegn óvinum sínum að fyrra bragði. Á meðan svo er megum við aldrei sofna á verðinum. I þessu sambandi er vert að minnast þess að báðir forsetaframbjóðendur Bandaríkjanna um þessar mundir hafa lýst yfir vilja sínum til að dusta rykið af afdankaðri stjömustríðsáætlun Reagan-stjómarinnar með tilheyrandi þróun á drápstólum og kapphlaupi um fullkomnun þeirra. í nýju stjömustríði þeirra Gore og Bush gegnir norðurhvel jarðar, til dæmis herstöðin í Thule á Grænlandi, lykilhlutverki. Þá má nærri geta að herstöðin á Miðnesheiði verði á ný hemaðarlega mikilvæg og bömin mín alist eins og ég upp í skugga óttans við Sprengjuna. Viljum við það? Eða viljum við endurskoða þá áratuga gömlu ákvörðun að hemaðarbandalag hafi aðsetur á landinu okkar, nú þegar við göngum inn í 21. öldina? 2

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.