Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 6

Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 6
Hverju er verið að mótmæla í Vieques? Vieques er lítil eyja sem tilheyrir bandarísku nýlendunni Puerto Rico. Þar búa um 9400 manns. Árið 1938 hóf bandaríski flotinn að nota eyjuna til heræfinga og síðan 1941 hefur hann 72% eyjunnar undir starfsemi sína. Á fimmta áratug aldarinnar voru uppi áætlanir um að flytja íbúana til St. Croix á Bandarísku Jómfrúreyjum, en þeir neituðu að fara. Árið 1961 reyndi John F. Kennedy að leggja niður sveitarstjóm á eyjunni og afhenda hana bandaríska hemum, en aftur komu mótmæli eyjarskeggja í veg fyrir það. 1978-1979 gerðu fiskimenn á eyjunni tilraun til að stöðva heræfingamar vegna umhverfísspjalla sem þær orsökuðu, en mótmælin vom brotin á bak aftur af harðfylgi og 21 maður handtekinn. Einn þeirra, Ángel Rodríguez Cristobal, var hnepptur í varðhald í Florida en síðan var hann myrtur í fangelsi þar. Árið 1980 lagði Bandaríkjaþing til að flotinn hyrfi frá Vieques. Ekkert varð úr. Á Vieques hafa verið haldnar stöðugar heræfingar með alvöm skotfæmm, en íbúamir hafa verið þvingaðir til að búa á 10 km lengju á miðri eyjunni. Vegna heræfinganna hefur eyjan orðið fyrir svo miklum umhverfisspjöllum að hluti hennar lítur út eins og gígar á tunglinu. Notkun á sneyddu úrani við heræfingamar hefur haft slæm áhrif á náttúmauðlindir eyjunnar og einnig valdið geislamengun. Tíðni krabbameins er 26% hærri meðal eyjarskeggja en annarra íbúa Puerto Rico. Engar efnaverksmiðjur em á eyjunni svo að mengunina má rekja til Bandaríkjahers. Atvinnuleysi meðal íbúa Vieques er um 50%. Fiskveiðar em meginatvinnugrein eyjarskeggja en landbúnaður þar er í rúst. íbúamir hafa alla tíð andæft starfsemi hersins á eyjunni en fengið lítinn stuðning stjómvalda. Þeir hafa stofnað nefnd (Committee for the Rescue and Development of Vieques) sem krefst úrbóta í umhverfismálum, að landi verði skilað aftur í hendur fyrri eigenda og að herinn hverfi frá eyjunni. Hinn 19. apríl 1999 féll heimamaður í Vieques fyrir sprengju sem féll á rangan stað, þar sem verið var að æfa hersveitir á leið til Kosovo. Þá gengust fiskimenn í Vieques fyrir borgaralegri óhlýðniherferð, settu upp bækistöðvar á bannsvæðum og tókst að stöðva sprengingamar í eitt ár. Hinn 30. júní 1999 sendi rannsóknamefnd frá sér skýrslu um áhrif hersetunnar fyrir umhverfi og efnahag eyjunnar. Komst hún að þeirri niðurstöðu að herinn hefði brotið gegn mannréttindum eyjarskeggja. Þverpólitísk samstaða náðist í Puerto Rico um að krefjast þess að heræfingar yrðu stöðvaðar á svæðinu. 6

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.