Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.10.2000, Blaðsíða 10
Kaldastríðshugsun vesturvelda Á síðustu dögum hafa forsvarsmenn ríkisstjómarinnar, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, tjáð sig um mikilvæga spumingu í utanríkismálum allra landa. Þeir hafa báðir látið í ljós einlægan áhuga sinn á því að stækka hemaðarbandalagið NATO. Þeir hafa lýst fögnuði sínum með það að æ fleiri ríki sem áður tilheyrðu Varsjárbandalaginu vilja nú ganga í eina sæng með Atlantshafsbandalaginu. Þó ekki hafi svo sem verið við öðm að búast varð ég fyrir miklum vonbrigðum með þennan afturhaldshugsunarhátt. Þegar Sameinuðu þjóðimar vom stofnaðar árið 1945 töldu íslendingar sig ekki geta orðið stofnaðila að samtökunum þó þeir hafi verið sammála hugmyndinni að baki þeim. Ástæðan var sú að íslendingar vom vopnlaus þjóð og ekki tilbúnir til þess að taka þátt í því að fara með vopnum á hendur öðmm ríkjum, ekki einu sinni Þýskalandi nasismans. Fjómm árum síðar gengu íslendingar hins vegar í Atlantshafsbandalagið en það átti þó að vera tryggt að þessi stefna þeirra breyttist ekki við það, NATO væri vamarbandalag. í fyrra ætti það þó að hafa orðið öllum augljóst sem það vildu skilja að NATO var horfið frá þeirri stefnu sinni að fara ekki í stríð nema á einhverja bandalagsþjóðina væri ráðist. Hersveitir bandalagsins gerðu þá árásir á Júgóslavíu og þar með varð ljóst að NATO var orðið árásarbandalag. Þrátt fyrir allt þetta syngja ráðamenn þjóðarinnar enn sama sönginn um vamarbandalagið NATO. Davíð Oddsson sagði í ræðu í Riga að hann skildi ekki áhyggjur Rússa af því að Lettland ætlaði sér að gerast aðili að NATO. Það kæmi Rússum einfaldlega ekki við og þeir ættu engar áhyggjur að hafa. Þessi orð hefðu ömgglega hljómað meira sannfærandi ef lengra hefði verið um liðið frá því að NATO fór með hemaði gegn Serbum og efast ég stórlega um að áhyggjur Rússa hafi minnkað við þessi orð íslenska forsætisráðherrans. Staðreyndin er hins vegar sú að NATO er nátttröll, leifar frá þeim tíma þegar heiminum var skipt upp með jámtjaldi og menn skipuðu sér í raðir með Atlantshafs- eða Varsjárbandalaginu. Eftir hrun þeirrar heimsmyndar sem ríkti í austri og kenndi sig við kommúnisma þó hún ætti ekkert við hann skylt, stóð NATO eitt eftir og algjörlega ný staða var komin upp í heimsmálum. Ef framsýnir stjómmálamenn með opinn huga hefðu ráðið ríkjum í heiminum á þeirri stundu hefðu þeir kannski gripið tækifærið og reynt að breyta málum. En svo var því miður ekki og þess vegna varð eina hugsun þeirra sem réðu málum hjá NATO að stækka 10

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.