Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.03.1992, Blaðsíða 9
NEYÐAR- f ÓPIÐ VEITTU ÞEIM FRAMTIÐ Það er engu líkara en það færist í vöxt, nísti meir en nokk- urntíma fyrr: Neyðarópið frá þeim mörgu sem líða skort og þjást af ýmsum ástæðum. Hungrið sverfur að, sjúkdómar herja. Flóttafólk framfleytir lífinu við hin ömurlegustu kjör. Þurrkar, mengunarslys, náttúruhamfarir, uppskerubrestir, styrjaldir, fólk í andlegri neyð. Hvernig eigum við að bregðast við? Ber það einhvern árangur að hjálpa? Þannig spyrja margir og fórna höndum. í okkar landi gengur lífið stórt séð sinn vana gang. Flestir njóta sumarsins og taka sér verðskuldað sumarfrí annað hvort innanlands eða utan. Njótum þeirra andlegu og Iíkamlegu blessana sem Guð hefur veitt okkur en látum okkur ekki verða sjálfum okkur nóg þannig að við daufheyrumst við hrópinu frá hinum mörgu sem bíða og líða og sem ef til vill vona á okkur, bíða í von eftir því framlagi sem við getum lagt af mörkum og sem getur orðið til þess að ljós og gleði færist inn í líf þeirra á ný. Það er sannfæring okkar að það stoði að hjálpa, og einmitt um þessar mundir hafa meira en 20.000 innsöfnunarblöð borist frá prentsmiðju safnaðarins í Danmörku - fallega lit- prentuð blöð með upplýsingum um hjálparstarfið í ýmsum Iöndum. Nú þegar hefur verið safnað úti á landi, bæði vestanlands og austan og hefur söfnunin borið góðan árangur. Enn mætum við velvilja fólks í garða hjálparstarfsins. Farið verður í söfnunarferð um Norðurland um miðjan ágúst en það sem eftir verður af söfnunarblöðum bíður viljugra handa og fóta sem eru fús til þess að bera þau út til fólksins á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og Vestmannaeyjum - og radda sem eru tilbúnar til þess að bjóða almenningi að taka þátt í átaki til þess að lina þjáningar þeirra sem eru í neyð. Síðasta ár söfnuðust rúmar 4,6 milljónir hér á Islandi til hjálparstarfsins. Margir lögðu hönd á plóginn, sumir unnu þrekvirki. En samt urðu blöð eftir sem aldrei komust út til fólks. Það er ekkert leyndarmál að of fáir taka þátt í starfinu sem þar af leiðandi leggst mjög þungt á suma aðila. Hugsa sér ef við gætum tvöfaldað fjölda þeirra sem taka virkan þátt í söfnuninni, þannig að hjálpin mætti ná til enn fleiri! Við viljum þakka þeim sem af mikilli trúmennsku hafa tekið þátt í söfnunarátakinu og einnig hvetja þig, sem enn hefur ekki lagt starfinu lið, að reyna nú að taka þátt þegar söfnunarátakið hefst í haust. Náðu þér í söfnun- arlista, leyfi, nokkur blöð og söfnunarsvæði hjá leik- mannaleiðtoga safnaðarins þíns eða taktu þátt í hópsöfnun og uppgötvaðu hvað Guð getur til leiðar komið vegna framtaks þíns. Leyfðu neyðarópinu að hljóma hið innra með þér og fyllstu þeirri gleði sem það gefur að vera með. Megi Guð blessa sérhvern sem leggur sig fram við að leggja þessu mikilvæga starfi lið. BG. Aðventfréttir 3.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.