Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 2
■I Mynd: Guðmundur Brynjarsson Arangursríkt bænalíf Árangur andlegs lífa okkar byggir að miklu leiti á lifandi og virku bænalífi. Hvernig er ástatt með bænalíf þitt? Áttu lifandi samband við þinn Guð í bæn á hverjum degi? Við heyrum um menn trúarinnar sem biðja klukkutímum saman á hverjum degi. „Hvernig er þetta hægt?“ sagði nemandinn við kennara sinn sem hafði haldið fyrirlestur um bænina og gefið dæmi um fólk sem bað tvo tima daglega. „Ég skil ekki hvernig þetta fólk fyllir upp tímanni'' Margir eiga í erfiðleikum með að gæða bænalíf sitt innihaldi. Þetta er ekki tengt vantrú eða efa um bænina og virkni hennar heldur erum við að tala um fram- kvæmd bænarinnar. En sannleikurinn er sá að margir sem hafa verið kristnir árum saman eru enn í leikskóla hvað bænalífið snertir. En þar eð bænin er hjarta tilbeiðslulífsins þá er andlegur vöxtur okkar og þroski mjög háður því að við lærum að biðja. Lærisveinar Drottins sögðu við hann: „Herra, kenn oss að biðja," og sannar- lega er hann enn reiðubúinn til að kenna okkur undirstöður bænalífsins. Hindranir bænarinnar eru margar. Oft tölum við um tímaskort en er þetta annað en fyrirsláttur? Það vinnst tími fyrir dag- blöðin og fyrir afþreyingu. Fólk sem er ástfangið finnur tíma á hverjum degi fyrir samveru. Jesús tók tíma frá nætursvefni sínum til þess að biðja. John Wesley fór á fætur kl. 4 til þess. Sennilega er snemma morguns besti tíminn fyrir persónulega bænagjörð eða þá áður en mjög er orðið áliðið dags. Ef vilji er fyrir hendi er alltaf hægt að finna tíma fyrir bæn. Hvað þá með rétta staðinn fyrir bæn? Það er gott að eiga sér sérstakan bæna- stað heima en ekki er alltaf hægt að nýta sér hann. Þá er að finna annan við- eigandi stað eða þá hreinlega að byggja sér bænaathvarf í hjarta sínu sem hægt er að leita til í amstri og annríki dagsins. Þreyta truflar líka oft bænalif okkar. Kannski þurfum við að finna annan tíma dagsins til að komast hjá þessu. Ef beðið er seint að kvöldi eiga margir erfitt með að einbeita sér. Þegar við erum að fara í rúmið, venjulegast úrvinda af þreytu, er ekki tíminn til að eiga innihaldsríka og gjöfula stund með Guði. En skortur á hugarflugi og þjálfunarieysi hugans getur líka verið hindrun í bænar- gjörðinni. Að byggja bænaathvarf í huganum virðist sumum ógerningur ef hugarflugið ekki til staðar. Og þó að imyndunaraflið kæmi athvarfinu upp þá myndi vöntun á einbeitingu gera lítið úr tilbeiðslunni þar. ímyndun er mikilvæg í bæninni. Sá sem stöðuglega talar bara út í loftið í bæn sinni mun fljótlega hætta að tala. Það er mikilvægt að hafa þann eiginleika að geta séð fyrir sér Jesú Krist, líf hans hér á jörð, sérhvern skráðan viðburð í lífi frelsarans, ásjónu Guðs, bros Guðs. „Ég hef ávallt Guð fyrir augum," segir Davíð í bæn sinni. Þetta getur verið lausn á vanda þegar hugur- inn reikar, að sjá fyrir sér hinn himneska raunveruleika. Tilfinningar okkar hindra okkur á stund- um í bænalífinu. Við biðjum ekki vegna þess að okkur langar ekki til þess. Kannski vegna þess að við teljum að bæn sé eingöngu virk rísi hún frá tilfinningalega áköfu hjarta metum við þetta gilda afsökun fyrir því að biðja ekki. En stefnumót við Guð verður að halda án tillits til tilfinningahita hverju sinni því annars fall margir dagar út úr bænalífinu. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar þrátt fyrir vöntun á löngun. Stundum finnst okkur að bæn eigi sér ekki stað nema því aðeins að við tölum stanslaust. Ágústínus segir: „Eyðum ekki tíma í mörg orð, frekar í mikla bæna- gjörð." ímyndum okkur ekki að bænin sé eingöngu fyrir hina mælsku. Aðventfréttir 71. ÁRG. - 2 . TBL. 2008 ÚTGEFANDI KlRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA á ÍSLANDI S u ó u r h I i d 3 6 10 5 R e y k j a v / k Simi: 588-7800 Fax: 588-7808 sda@adventistar.is Ritstjóri & Ábyrgðarmaður: E ri c Guðmundsson FORSÍÐUMYNDlGUÐMUNDUR BRYNJARSSON Serstakar þakkir til: • Guðmundar Brynjarssonar og Arnar Jónssonar FYRIR MYNDIR i BLAÐIÐ. • Stefáns rafns Stefánssonar fyrir PRÓFARKALES- T U R . AÐVENTFRÉTTIR • Febrúar 2008

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.