Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 6
Myndir: Guðmundur Brynjarsson Andi spádómsins Að taka afstöðu með Guði Lífemi samboðíð þeim „sem halda boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.“ Davlð konungur upplifði í stjórnartíð sinni að viss vanvirðing rlkti meðal þegnanna gagnvart lögmáli Guðs.... Hann sá hvernig þessi vanvirðing gagn- vart lögmáli hins hæsta opnaði gáttir siðleysis og hrakti burt guðhræðslu, helgun og kærleika til Guðs.... Hann sá hin víðtæku áhrif fráhvarfs frá lögmáli Guðs og hann vaknaði til sterkrar vitundar um ætlunarverk sitt með Guði, einlægni slna og helgun og honum brann þrá til að færa réttlætisvitund þjóðar sinnar á æðra svið um ókomna tíð.... Hvert ætti að vera viðhorf fólks Guðs nú á tímum? Við sjáum hversu lögmál Guðs er fótum troðið á öllum sviðum. Útlitið er dökkt fyrir komandi kynslóðir, sem vilja halda á lofti lögmáli Guðs. Afstaða þeirra er gagnger andstæða ríkjandi fyrirlitningar og skeytingarleysis samtlmans. Það er sem hinn almenni kristni heimur hafi sameinast and- kristnum I að fótum troða lögmál Guðs.... Óhagganlegur grunnur okkar Meðal alls hins skapaða um alheim allan ríkir lögmál Guðs, og það sama lögmál liggur til grundavallar tilveru þessa heims. Kristur dó á krossinum til þess að sameina hina mannlegu fjöl- skyldu þeirri himnesku. Kristur var eina von mannsins til frelsunar. Dauði hans á krossinum var ekki til að fella lögmál Guðs úr gildi, vegna þess að með ógildingu þess yrði hann sjálfur forvígis- maður syndar með yfirtroðslu sinni. Hafi sá möguleiki verið fyrir hendi að breyta lögmáli Guðs í heild eða að ein- hverjum hluta til að koma til móts við fallið mannkyn, þá um leið var kross- dauði Krists óþarfur. En lögmál Guðs er óumbreytanlegt að eðli til og útilokað að hnika þartil megin- reglu eða smæsta atriði. Þess vegna ákvað Guð að sonurinn tæki á sig syndabyrði mannsins og afleiðingar þess til uppfyllingar lögmálinu, en með því móti einu átti maðurinn möguleika á fyrirgefningu og að geta talist uppfylla lögmál Guðs. Það er réttlæti Krists og fullkomin lyndiseinkunn hans sem Guð meðtekur er hann tekur á sig syndir okkar, hnökra og veikleika. Við erum aftur á móti fangar vonarinnar er við fyrir trú treystum á úthellt blóð frelsarans okkurtil frelsunar. Réttlæti Krists verður réttlæti okkar með því að við höldum lifandi sambandi við hann. Á þann hátt einan hættum við að troða á lögmáli Guðs og verðum þátttakendur í hinu guðlega eðli.... Jóhannesi var veitt innsýn í lokadægur þessa heims (Op. 14.9-12), og hann sá lýð Guðs sem hann lýsir svo: „Hér eru þeir sem halda boð Guðs og hafa vitnis- burð Jesú.“.... Guð starfar með lýð sínum að hann sitji ekki í svartnættinu. Hann óskar þess að við smyrjum augu okkar með smyrslum svo að við fáum greint milli ásóknar myrkraaflanna og hvatningar Heilags anda. Við verðum að einbeita okkur að þeim málum sem mest varðar. Við verðum að kynnast Ritningunni umfram það sem við höfum áður kynnst. Hún er sá klettur sem veitir okkur fótfestu í lífinu, því þar er að finna allt það sem við og komandi kynslóðir þurfum á að halda. Mikilvægi trúar í framkvæmd Við höfum tök á að lesa Biblíuna og skilja uppfyllingu spádóma hennar og sérhvað það sem varðar lögmál Guðs sem og fórn Krists sem uppfyllingu lög- málsins, og farið hús úr húsi og boðað iðrun gagnvart Guði og trúna á Jesúm Krist frá manni til manns líkt og Páll postuli gerði á sínum tíma..... Þegar Kristur fór héðan fékk hann sér- hverjum fylgjenda sinna verkefni að vinna. Þetta verkefni hvílir á herðum hvers og eins okkar. Ef Guð talaði nú til okkar mundi hann spyrja okkur líkt og hann spurði Elía: „Hvað í ósköpunum eru þið að gera hérna?"... Ég spyr því hvort ekki sé fyrirliggjandi verkefni á boðunarakrinum fyrir þig. Megi Guð himnanna hers hrista upp í hverju og einu ykkar. Þetta verkefni er ekki ætlað prestunum einum, heldur ber sér- hverjum að rannsaka Ritningarnar fyrir sig að þær renni enn frekari stoðum undir þá trú sem fyrir er í auðmýkt og guðsótta.... Það er fyrirliggjandi verkefni fyrir ykkur á heimilum ykkar, í næsta nágrenni, í bæjum og borgum sem og í kirkjunni. í | AÐVENTFRÉTTIR • Febrúar 2008

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.