Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 10
starf Guðs, en ekki 100 dollara. 4. Leggðu saman heildartölu þeirra atriða sem þú hefur skráð sem blessanir vikunnar. Taktu síðan 10% eða meira af þeirri upphæð og ákveddu hvert þú vilt gefa þá peninga EÐA taktu upphæðina frá með því að skrifa hana inn í stíla- bókina eða með því að leggja frá þessa upphæð inn á sérstakan bankareikning sem er einungis hugsaður fyrir „blessunarsjóðinn". 5. Gefðu trúfastlega 10% af aðallaunum þínum (fyrir utan tíundina) f hvíldardagsskóla- og guðsþjónustugjafir. Notaðu síðan „blessunarsjóðinn” til þess að styrkja af mikilli gleði og örlæti sérstök kristniboð, verkefni, þarfir, og önnur kristileg málefni. Ég trúi því að EF þú byrjar að telja blessanir þínar í hverri viku, munir þú verða yfir þig undrandi yfir því hve góður Guð er við þig og á hve margvís- legan hátt hann sér fyrir þér. Eftir því sem þú heldur áfram að telja og gefa samkvæmt blessunum Guðs í þínu lífi muntu getað verið enn ölátari við kirkjuna þína, starf Guðs, og aðra. Já, enn meira en þú hefðir nokkurn tímann getað ímyndað þér! Lestu eftirfarandi vers í Biblíunni um gjafmildi og umsjá Guðs: 5M 16.17, 2Kor 8-9, 1M 28.16-22, Ok 3.9-10, Ml 3.7-15, Mt 23.23; Lk 6.38, 5M 14.22-23, Mt 6.19-34, Pd 5.10, Lk 12.16-21, 1Tm 6.6-10,17-19, Hg 2.8, 1Kon 17, Hg 1.4-11,5M 28, Heb 6.10 Krakkahomið Hæ krakkar, fulloröna fólkið var að læra um það á blaðsíðunum hér á undan hvernig við getum tekið betur eftir því hvernig Guð er að blessa líf okkar. í krossgátunni hér fyrir neðan getið þið leitað að versum í Biblíunni sem tala um blessanir Guðs og fundið lykilorðið í setningunni og sett það í krossgátuna. Gangi ykkur vei! 1 2 3 4 5 £ \í *7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Lárétt: 2. Eseklel 34, 26. Orð númer 8 6. Postulasagan 3, 25. Orð númer 9 9. 1. Mósebók 12, 2. Orönúmer6 10. Galatabréfið 3, 9. OrðnúmerH 13. Rómverjabréfið 15, 29. Orö númer 5 14. Orðskviöirnir 8, 35. Orð númer 8 15. Orðskviðirnir 8, 35. Orð númer 6 16. Malakí 3,10. Orð númer 3 17. 1. Mósebók 22, 17. Orðnúmer9 18. Rómverjabréfið 15, 29. Orð númer 14 Lóörétt: I. 1. Mósebók 22,18. Orð númer 16 3. Sálmarnir 3, 9. Orönúmer4 4. 1. Mósebók 24, 1. Orönúmer3 5. Jobsbók 22, 21. Orðnúmer9 7. Efesusbréfið 1, 3. Orð númer 1 8. 1. Mósebók 1, 22. Orðnúmer7 II. Efesusbréfiö 1, 3. Orðnúmer19 12. 1. Mósebók 2, 3. Orðnúmer14 (Athugið notastervið Bibliuna i útg. frá 1981). 51 AÐVENTFRETTIR • Febrúar 2008

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.