Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 9
viðbót í blessunarsjóðinn. Venjulega hefðum við aldrei tekið eftir þessum „blessunum" (og svo sannarlega ekki gefið aukalega vegna þeirra) nema af því að við höfðum lesið 1Kor 16.2 og ákveðið að setjast niður á hverjum sunnudegi og lita til baka yfir liðna viku. Með því að telja blessanir okkar komumst við að því að eftir að hafa skilað tíund gátum við gefið heil 10% af laununum í hvíldardagsskóla- og guðsþjónustugjafir og samt átt nóg aukalega til að gefa til kristniboðs, fólks I neyð, og til annarra kristilegra mál- efna. Óvænt uppgötvun Þegar við vorum að gera skatta- skýrsluna okkar komumst við að því að launin yfir árið höfðu verið 15.000 dollarar. Þegar við skoðuðum listann yfir gjafir og styrki frá okkur sáum við að við höfðum gefið 1500 dollara í hvíldar- dagsskóla- og guðsþjónustugjafir. Þegar við svo tókum saman það sem við höfðum gefið úr blessunarsjóðnum komumst við að raun um að við höfðum gefið aukalega samtals 2500 dollara í ýmis kristniboð, sérstakar þarfir og kristilegar stofnanir. Ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið rétt, það hlýtur eitthvað að vera að reiknivélinni! En þegar ég fór í gegnum listann yfir „blessanirnar” þá uppgötvaði ég mér til mikillar furðu að þær „blessanir” sem við höfðum skrifað niður (fyrir utan launin) hljóðuðu upp á samtals 25.000 dollara! Við höfðum í raun gefið auka 2500 dollara til starfs Guðs fyrir utan þá 1500 dollara sem við gáfum til safnaðarins okkar! Það var ótrúlegt til þess að hugsa að við höfðum getað gefið 4000 dollara til starfs Guðs á aðeins 15.000 dollara árslaunum. í upphafi ársins höfðum við haft áhyggjur af því hvernig við gætum látið enda ná saman, en með því að „telja blessanir okkar” frá sunnudegi til sunnudags þá opnuðust augu okkar fyrir þvl á hversu marga vegu Guð var að sjá um okkur. Það var í miklu þakklæti og gleði sem við sendum 10% af þessum blessunum, óvæntu tekjum, sparnaði og gjöfum til starfs Guðs. Þegar við hugsuðum betur um þetta, komumst við að þeirri niður- stöðu að Guð hafði í raun gefið okkur lífsstíl miðað við það að við værum að fá 40.000 dollara í árslaun, þótt árs- launin okkar væru aðeins 15.000 dollarar! Við héldum áfram að telja blessanir okkar í hverri viku á nýju ári. í lok þess árs voru árslaunin okkar 17.000 dollarar, þar af höfðum við gefið 1700 dollara í hvíldardagsskóla- og guðsþjónustugjafir, og höfðum þar fyrir utan gefið aðra 5000 dollara til annarra kristinna málefna! Árið þar á eftir gáfum við aukalega 6000 dollara til starf Guðs fyrir utan þau 10% sem fóru I hvíldar- dagsskóla- og guðsþjónustugjafir. Með því að telja blessanir okkar vikulega á þennan hátt og leggja til hliðar auka- pening í blessunarsjóðinn, gátum við af mikilli gleði gefið tvöfalt og þrefalt af því sem við höfðum venjulega gefið til starfs Guðs. Oft á tíðum virtist það heimskulegt að halda áfram að gefa á þennan hátt, en samt sem áður erum við svo þakklát fyrir þann sparnað, þær blessanir, og þá aukapeninga sem Guð hefur veitt okkur, og því viljum við gefa hluta til baka með mikilli gleði. Við gáfum ekki af því að við þyrftum þess, heldur vegna þess að okkur langaði til þess. Sumt fólk segir að við eigum að gefa til þess að öðlast, en Guð var að sýna okkur að besta leiðin til að gefa er að opna augu okkar fyrir öllu því sem Guð hefur gefið okkur - og síðan að leggja til hliðar hluta af þessum blessunum Guðs til að gefa það tilbaka í gleði og gjafmildi. Gamall sálmur Þetta minnir mig á gamlan sálm á ensku: „Count Your Blessings”, eða „Teldu blessanir þínar" sem hefst þannig: „Teldu blessanir þínar, nefndu Tíg na ]^)rottín meÖ eígum þínum og meé frumgróSa allrar uppskeru þínnar, \>á munu hlöSur ínar verSa nasgtafullar og vín- berjj vín alögurínn flóa út af rþróm þínum. 0>0.?-lo hverja fyrir sig. Teldu blessanir þínar og sjáðu hvað Guð hefur gert.“ Það er svo sannarlega spennandi reynsla fyrir þann sem byrjar að fara eftir því sem stendur [ 1Kor. 16.2. Það er bæn mln að þú munir einnig byrja að telja blessanir þínar í hverri viku og byrja að leggja til hliðar í „blessunarsjóð" til að hjálpa þér að geta gefið með meiri gleði og gjaf- mildi til starfs Guðs. Það er aldrei að vita á hve dásamlegan hátt þetta gæti haft áhrif á lífið þitt, söfnuðinn þinn, og á það fólk og þau verkefni sem þú gætir styrkt með því að telja blessanir þínar á þennan hátt. Hvernig getur þú talið blessanir þínar? Hér á eftir koma nokkur mikilvæg atriði sem hafa hjálpað mér að koma vikulega auga á blessanir og umsjá Guðs í mínu daglega lífi. 1. Reynið sem fjölskylda, par eða einstaklingur, að taka frá ákveðinn tíma í hverri viku til að telja blessanir ykkar með blað og blýant við hönd. Við Sandi horfum tilbaka yfir liðna viku á hverju sunnudagskvöldi áður en við förum að sofa, og núna erum við með stílabók sem er yfirfull af atriðum sem við höfum skráð niður yfir síðustu ár, þar sem við höfum séð hvernig Guð hefur blessað okkur umfram venjuleg laun okkar. 2. Hugsaðu tilbaka um eftirfarin atriði og skrifaðu niður það sem þú mannst eftir: a. Aðaltekjur/laun? Ef þú fékkst greidd laun ( vikunni skrifaðu þá upphæðina niður. b. Óvæntir aukapeningar? Gjafir, yfirvinna eða laun fyrir aukavinnu, vaxtatekjur, sala á eignum, endurgreiðsla, arfur o.s.frv. c. Gestristni annarra? Matur, gisting, skemmtun o.s.frv. d. Sérstök hjálp? Hjálp við viðgerð á bíl eða húsi, neyðaraðstoð, notkun tækja og tóla sem hafa verið fengin að láni, frí barnapössun o.s.frv. e. Afsláttur eða útsöluvörur? Fatnaður, búsáhöld, sparnaður vegna kaupa á flóamarkaði/ útsölumarkaði, bílahlutir, tæki og tól, húsgögn o.s.frv. f. Kaup nýrra eigna? Þegar ég og konan mín kaupum stóran hlut eða dýran hlut þá skráum við stundum kostnaðinn vegna kaupanna i blessunarsjóðinn og gefum auka 10% til starfs Guðs. 3. Skrifaðu niður fjárhagslegt gildi hvers atriðis fyrir sig EÐA (mjög mikilvægt) skrifaðu niður þá upp- hæð sem þú hefðir verið tilbúin (nj að evða í þetta atriði. Til dæmis: Ættingi minn gaf mér vélsög sem hafði kostað hann 1000 dollara og sem hann þurfti ekki lengur á að halda. Ég hefði aldrei haft efni á því að kaupa sög fyrir 1000 dollara en ég hefði verið tilbúinn að eyða 200 dollurum í notaða vélsög. Þess vegna skrifaði ég verðgildi þessa atriðis sem 200 dollara (og ekki 1000 dollara). Ég endaði því á þvi að gefa 20 dollara í viðbót í AÐVENTFRÉTTIR • Febrúar 2008

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.