Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 4
Mynd: Guðmundur Brynjarsson Bænasíðan Að bænalífið verði sýnilegra og skipulegra innan safnaðanna, hvort sem það er í formi bænahópa eða bænakvölda o. þ. h. (Tillaga sem samþykkt var á aðalfundi Kirkjunnar í maí 2006) Reyndu Guð Mig langar til að segja ykkur eina sögu af þvl hvernig Guð hefur svarað bænum. Þetta gerðist er ég var við nám I Rúmeníu. Ég og Þóra systir mín fórum frá skólanum, sem við vorum í, í verslunarleiðangur I nálæga borg. Þegar innkaupin voru búinn, þá fórum við af stað til að taka strætó til baka. Ég vissi hvað númer vagninn okkar var og einhver var búinn að segja mér að taka hann rétt hjá stóru kirkjunni. Þannig að við fórum á þessa strætóstöð, en þá komumst við að því eftir að hafa spurt nokkra aðra strætóbílstjóra, að þetta var vitlaus staður. Ég hafði eitthvað miskilið þetta, því stöðin var hjá annarri stórri kirkju í hinum enda mið- borgarinnar. Dagskrá • Bænastund í Loftsalnum í Hafnar- firði kl. 20. Fyrirbænaþjónusta Þarftu á fyrirbæn að halda. Hittumst öll mánudagskvöld. Hafið samband í síma 867-1640/ 588- 0848 eða sendið tölvupóst á viadislinda@hotmail.com. Fullum trúnaði heitið. Kveðja, Vigdís Linda, Sandra Mar, irina og Lilja. Við vorum þ.a.l. orðin mjög sein, og til að gera þetta enn meira stressandi fyrir okkur þá var þetta síðasti vagninn sem við gætum tekið til þess að ná I skólann áður en við yrðum læst úti (hefðum sjálfsagt komist inn en...). Við ákváðum því að drífa okkur í skyndi á hina stræt- óstöðina, vandmálið var bara að við vissum varla hvar hún var. Við stoppuðum til að biðja til Guðs að koma okkur heim á réttum tíma. Fljót- lega eftir að við Iukum bæninni, sáum við mann úr sígaunakirkju um 30 mín. akstur frá borginni. Þetta var kirkja sem ég hafi heimsótt í mesta lagi 3. sinnum. Við fórum til hans og heilsuðum honum. Okkur tókst að gera okkur skiljanleg við hann (hann talaði ekki ensku) og út- skýrðum að við þyrftum að taka strætó, en vissum ekki alveg hvaðan hann færi. Þá leit hann á klukkuna sina, benti okkur á að hoppa inn í bílinn sinn og svo skaust hann með okkur að stræt- óstöðinni. Það var ekki nóg með það þegar við komum fyrir hornið sáum við okkur til mikillar skelfingar að strætóinn var búinn að loka hurðunum og var að fara keyra af stað. Þá stekkur bílstjórinn okkar út og veifar bílnum og nær að stöðva strætóinn. Og við þurftum að hlaupa út og fara í vagninn sem nú var að bíða eftir okkur. Hjúkket... Eftir á hugsðum við, hver eru líkindin að þetta hafi verið tilviljun? Við vorum of sein og það var ekki möguleiki fyrir okkur að ganga heim í skólann. Þá allt [ einu sjáum við mann, sem við þekktum, I 300.000 manna bæ í Transilvaniu! Og hann var með bíl (ekkert algengt að allir eigi bíl) og við rétt náðum vagninum, sem var trúlega aðeins of seinn. Það er ekkert tilviljun, og Guð er rosalega duglegur að svara bænum, og gerir það oft betur en við getum ímyndað okkur. Þannig að ég vona að þið reynið Guð líka á þennan hátt og hann mun koma ykkur skemmtilega á óvart. En honum, sem I oss verkar með krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð I kirkjunni og í Kristi Jesú um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen (Ef. 3:20), Hlynur Sigurðsson | AÐVENTFRÉTTIR • Febrúar 2008

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.