Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 5
Myndir af unglingum úr skólanum. r n honum, sem í oss verkar meS kraftí sínum og megnar aS gjöra iangt fram ejfír allt [saé, sem vér bíSjum eSa skynjum, honum sé dýrð f kírkjunní og í )<krístí Jesú um öll ævískeíð, öld eftír öld. /\men Ef. 5=70 Fjárhagur Suðurhlíðarskóla og tryggð Guðs Ekki alls fyrir löngu var fjárhagsleg staða Suðurhlíðarskóla mjög erfið. Skólinn var að sligast undan skuldum sem hlóðust upp í hverjum mánuði vegna lána sem tekin voru til að mæta almennum rekstrarkostnaði skólans. Á síðustu árum höfum við séð kraftaverk gerast í skólanum okkar. Endurskoðun ársins 2005-2006, sem gerð var í ágúst 2007, sýndi algjöran viðsnúning í fjárhagslegri velferð skólans. Þessi jákvæða þróun í fjár- málum okkar varð m.a. vegna örlætis stjórnar Kirkjunnar okkar, sem ákvað að fella niður þær skuldir sem safnast höfðu saman í gegnum árin. Þetta, auk nokkurra annarra þátta, hefur algjörlega breytt Ijárhagstöðu Suðurhlíðarskóla. Þetta sýnir að Guð hefur ekki yfirgefið þennan dýrmæta skóla heldur blessar starfssemi þessarar stofnunar með þeim hætti að hún getur áfram verið eitt aðal boðunartæki kirkjunnarokkar. Einn stór þáttur í fjárhagslegri velferð skólans er gjafmildi ykkar safnaðar- meðlima, sem hafið styrkt fjölskyldur sem annars gætu ekki sent barnið sitt í Suðurhlíðarskóla. Slíkrar hjálpar er enn þörf og fyrir hönd skólanefndar langar mig að hvetja ykkur til að sýna gjafmildi ykkar og Guð mun blessa ykkur. Suðurhliðarskóli leggur metnað sinn í að veita góða kristna menntun og við erum mjög lánsöm hve starfsfólkið gefur sig allt I starf skólans og deilir sömu hugsjón. Nemendaljöldinn er nú 46, sem er töluverð Ijölgun frá því í haust en þá hófu 38 nemendur nám. Hefði nemendafjöldinn verið 38 allt árið líkt og í byrjun skólaárs hefði skólinn verið rekinn með töluverðu tapi en með þessum nemendaflölda er reksturinn í góðu jafnvægi. Ég get aðeins þakkað Guði fyrir að gera þessa jákvæðu þróun í Suðurhlíðar- skóla mögulega vegna örlætis Kirkjunnar og safnaðarmeðlima og flölgun nemenda. Vinsamlegast haldið áfram að styðja við bakið á skólanum, því það er það sem Guð vill að þið gerið. Vinsamlegast munið einnig eftir skólanum I bænum ykkar, því bænin er lykillinn að árangri. Judel Ditta Beðið fyrir Suðurhlíðarskóla Við í bænahópnum höfum verið að biðja sérstaklega fyrir Suðurhlíðarskóla, kennurum, stjórnendum og nemendum þar. Þar sem fjárhagsstaða skólans var slæm í haust vegna fámennis ákváðum við að biðja sérstaklega fyrir aukningu í nemendafjölda. Við höfum því beðið fyrir því að nemendum Ijölgi í 47 á árinu. í upp- hafi nýs árs voru nemendur komnir upp í 47, lof sé Guði fyrir það. Nú er einn nemandi þar að flytja erlendis og því er fjöldinn kominn niður í 46. Við munum því halda áfram að biðja fyrir fleiri nemendum í skólann! Sameinumst öll í bæn um þetta málefni. Sandra Mar Kristniboðsfrásagnir Gjafir til kristniboðs eru teknar upp í kirkjum okkar hvern hvíldardag en hvað verður um þær og hvernig gengur Kirkjunni okkar sem heild að uppfýlla það hlutverk sem Guð ætlaði okkur? Hægt er að nálgast upplýsingar um það hvert kristniboðsgjafirnar fara með því að lesa kristniboðsfrásagnirnar sem eru til í söfnuðum okkar, fá sérstök DVD myndbönd að láni frá skrifstofunni eða fara inn á vefsíðuna www.adventistmission.org Við viljum einnig benda sérstaklega á að gefin eru út sérstakar kristniboðsfrásagnir fyrir börn. (Efnið er allt á ensku). Farið þvi og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefboðið yður. (Mt 28:19-20) Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. (Mt 24:14) AÐVENTFRÉTTIR • Febrúar 2008 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.