Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 8
Teldu blessanir þínar! Þá kom í Ijós að fjölskylda ritarans míns átti hjól sem þau notuðu ekki lengur og þau ákváðu að láta mig fá hjólið ókeypis. Það kom okkur á óvart að sjá áþreifanlega hluti sem við höfðum fengið fyrir utan launin. Við þökkuðum Guði fyrir þessar blessanir og ákváðum að setja verðgildi á þessa hluti; Ég hefði verið reiðubúinn að greiða 50 dollara fyrir hjól, afmælisgjöfin voru 15 dollarar, við skráðum einnig niður 20 dollara fyrir matinn þegar við fórum út að borða með vinum, 25 dollara fyrir að vera með fyrirlestur og að lokum 40 dollara fyrir aðra hluti. Við lögðum þessa hluti saman fengum út samtals 150 dollara. Við ákváðum því að taka 10% af þessari upphæð og senda þá peninga sem mánaðarlegt framlag okkar til styrktar kristniboða sem við styrkjum einmitt í hverjum mánuði um 15 dollara. Við erum síðan vön að gefa 10% af laununum okkar (fyrir utan tíundina) í hvíldardagsskóla- og guðsþjónustugjafir svo að við gerðum það einnig. Leyndarmálið að gleðilegri og gjafmildari tilveru. Eftir Brian Kluth „Hvern fyrsta dag vikunnar skal hver yðar leggja í sjóð heima hjá sér það, sem efni leyfa, til þess að ekki verði fyrst farið að efna til samskota, þegar ég kem" (1. Kor. 16,2). Kannast þú við eitthvað af eftirfarandi? • Hefur þér einhvern tíma fundist þú ekki hafa nægar tekjur til að láta enda ná saman? • Hefur þú einhvern tíma fyllst von- leysi yfir öllum þeim ítrekunum sem þér hafa borist I póstinum vegna ógreiddra reikninga? • Hefur þú einhvern tíma verið óviss um hve mikið þú ættir að gefa til starfs Guðs? • Hefur þú einhvern tíma fundið til sektarkenndar yfir að hafa ekki getað gefið trúfastlega og að fullu til safnaðarins sem þú tilheyrir vegna annarra fjárhagsskuldbindinga til sjálfstæðra stofnanna? • Ef þú ert gift/giftur, óskarðu þess að þú og maki þinn mynduð vera oftar sammála um hve mikið, hvenær og hvar þið gefið peninga ykkar til starfs Guðs? • Óskarðu þess að þú ættir meira fé aflögu til að gefa til sérstakra þarfa? Fyrir nokkrum árum, þá barðist ég við mörg af ofangreindum atriðum í mínu lífi, þar til ég rakst á þetta biblíuvers: „Hvern fyrsta dag vikunnar skal hver yðar leggja í sjóð heima hjá sér það, sem efni leyfa, til þess að ekki verði einstaklingc •sta dag^^ baka ÆL f fyrst farið að efna til samskota, þegar ég kem“ (1. Kor. 16,2). Ég mun aldrei gleyma fyrsta sunnudeginum eftir að ég fann þetta vers. Ég bað Sandi konu mína að setjast hjá mér svo að við gætum „talið blessanir okkar”. Hún leit hissa á mig og spurði hvað ég meinti eiginlega með því? Ég sagði henni að ég væri ekki alveg viss hvað ég meinti, en að í 1Kor. 16.2 væri gefið I skyn að Guð vildi að við sem kristnir einstaklingar gæfum okkur tíma fyrsta dag vikunnar til að llta tilbaka yfir liðna viku til að sjá hvernig Guð hefði séð fyrir þörfum okkar og til að leggja til hliðar pening sem við myndum nota í starf Guðs. Svo að með blað og^ blýant við höndina byrjuðum við að hugsa tilbaka yfir síðustu viku. Það fyrsta sem við skrifuðum niður voru launin okkar. Blessanir koma í Ijós Við mundum eftir að við höfðum farið út að borða með vinum, og að þeir hefðu greitt fyrir matinn. Við höfðum fengið peninga í afmælisgjöf, og ég hafði fengið fjárupphæð fyrir að halda fyrir- lestur. Við skrifuðum þetta allt saman niður á blaðið og þegar við hugsuðum okkur betur um, þá mundi ég eftir því að ég hafði ætlað mér að kaupa 5-gíra hjól. Við gáfum til starfs Guös full af gleði og þakklæti- ekki af því aö viö þurftum þess, heldur af því aö okkur langaði til þess! Og listinn hélt áfram að stækka Næsta sunnudag settumst við aftur niður og töldum blessanir okkar. í fyrstu gátum við ekki munað eftir neinu sér- stöku og vorum við það að gefast upp. Þá mundum við eftir fáeinum hlutum sem Sandi hafði fengið á útsölu og nokkrum öðrum hlutum sem ég hafði fengið gefins úr vinnunni. Þegar við lögðum saman upphæðirnar komumst við að raun um að við höfðum fengið samtals 120 dollara í óséðum blessunum. Við tókum því 12 dollara frá (10% af „blessunum” okkar) og bjuggum til sérstakan blessunarsjóð. I upp- hafi hverrar viku tókum við til hliðar blessunum dollara „ble Hk bJ m ■ 1 pening i samræmi við það sem hafði m gerst í vikunni á 'undan. Síðan gátum við notað þá peninga sem söfnuðust í þann sjóð til að styrkja kristniboða eða önnur sér- stök málefni sem við vildum styrkja. Og jafnvel stórviðburðir áttu sér stað Stöku sinnum upplifðum við nokkra stóra atburði. Einu sinni þurftum við að kaupa bil og vinir okkar ákváðu að selja okkur bílinn sinn á 2000 dollara í staðinn fyrir þá 3000 dollara sem þeir hefðu getað fengið fyrir hann. Vegna þess að við spöruðum þarna 1000 dollara gátum við sett 100 dollara í Orðið „ráðsmennska” mætti skýra á einfaldan hátt sem „að gera Guð að miðdepli lifs okkar”. | AÐVENTFRÉTTIR • Febrúar 2008

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.