Aðventfréttir - 01.12.2010, Side 8
Trúboðssaga barnanna
Öruggur staður
Aveska býr í Port-au-Prince á Haítí.
Fjölskyldan hennar bjó í íbúð sem
var beint fyrir ofan búðina sem
pabbi hennar átti. Lífið var bara
fínt.
Dag einn heyrði Aveska háværan
dyn og húsið hennar byrjaði allt að
hristast. Mamma greip litlu
systkinin hennar Avesku og þau
hlupu öll út.
Jesús er að koma! Hugsaði Aveska
þegar þau flýttu sér niður stigana.
En í staðinn fyrir að sjá Jesús þegar
hún kom út, sá hún allar hinar
byggingarnar í kring hrynja niður í
molum. Svo mikið var rykið í
loftinu að hún gat varla andað.
“Hvað gerðist?” spurði hún.
“Jarðskjálfti”, sagði mamma,
“Hræðilegur jarðskjálfti.”
Líf undir plastdúk
“Húsið okkar er farið núna” segir
Aveska. “Núna búum við í skjóli
gerðu úr plastdúk, í tjaldbúðum
ásamt þúsundum annara sem hafa
misst heimili sín.” Aveska og
fjölskyldan hennar búa nú á
skólalóð Aðvent háskólans á Haítí.
Flestir sem þar eru hafa misst allt
sem þau áttu. “Mér finnst ekkert
gaman að lifa svona, það er ekkert
næði. Það eai ekki nema nokkrir
sentímetrar milli fjölskyldna. Ég get
séð og heyrt í öllum í kringum mig
og þau geta séð og heyrt í mér.”
Sérstakur staður
Tjaldbúðirnar sem Aveska og
fjölskylda hennar búa eru í umsjá
ADRA sem sjá fólkinu fyrir meira
en mat, vatni, klósettum og sturtum.
Þau sjá fólkinu líka fyrir áfallahjálp
til þess að hjálpa þeim að komast
yfir það tilfinningauppnám sem
jarðskjálftinn olli þeim.
Það er líka sér svæði fyrir bömin
þar sem þau geta leikið sér
frjálslega. Þar geta þau líka spjallað
saman og haft gaman á öruggum
stað. “Mér finnst skemmtilegast að
teikna,” Segir Aveska með bros á
vör. “Það er gott að geta bara hlegið
og leikið sér. Þá get ég í smástund
gleymt þeim slæmu hlutum sem
hafa gerst hérna undanfarið og
sorginni sem er allt í kringum
okkur.”
“Það hefur virkilega hjálpað mér að
geta talað um tilfinningar mína
varðandi jarðskjálftann.”
“Ég er Jesús mjög þakklát að ég fæ
ekki lengur martraðir þar sem hús
falla niður í kringum mig og slasa
fólk.”
Einn af stafsleiðtogum tjaldbúðanna
segir: „Markmið okkar fyrir bömin
er að hjálpa þeim að komast aftur á
þann stað sem þau voru á fyrir
jarðskjálftann. Bömin sjá þetta sem
skemmtilegan og ömggan stað í
heimi sem er allt í einu hvorki
skemmtilegur né öruggur.“
Halda í við skólann
Enginn veit hvenær hægt verður að
hefja skólastarfsemi á ný svo að
börnin em hvött til þess að lesa og
læra sjálfstætt. Avesku hlakkar
mjög mikið til þegar skólamir byrja
aftur.
Hún hefur samt áhyggjur af
foreldrum sínum. Munu þau geta
fundið störf nú þegar búðin hans
pabba er farin? “Ef ég ætti eina ósk
þá mundi ég óska þess að mamma
og pabbi fyndu störf svo að þau
þyrftu ekki að vera sorgmædd.
Síðan ætla ég að fara aftur í skóla
svo að ég getir einhvern tímann
orðið læknir.
AÐVENTFRÉTTIR • DESEMBER 2oTÖ