Bræðrabandið - 01.04.1974, Síða 6

Bræðrabandið - 01.04.1974, Síða 6
4. tbl. - BRÆÐRABANDIÐ - bls. 6 Minningarsjódur Minning þá í minni geyma muna skal, en ekki gleyma, láta í styrk og verki vaka, víkja hvergi, ei til baka. Erlingur á æsku degi ofar sótti lífs á vegi. Takmark hátt í verki vinna vildi hann, og ekkert minna. Áfram sækja, úr öllu bæta, öllum hjálpa, engan grætal Göfgin var hans listin ljúfa, liðka mál, en ekki rjúfa. Sólargeisli sífellt var hann, sóma hreinan með sér bar hann. Lýsir enn sú ljúfa kynning, lifir æ sú fagra minning. í þessum fáu erindum finnst mér koma fram þau höfuðeinkenni, er settu svip sinn á ungmennið Erling Jóhannes ólafsson. Þar er um að ræða lífsstefnuna, hið háa takmark, göfugmennskuna og næma sómatil- finningu. Hér er minning hcins ekki rifjuð upp til þess að ýfa undir. Held- ur er hér verið að minna á minningarsjóðinn, er stofnaður var eftir andlát hans, en Erlingur heitinn fórst af slysförum, nýútskrifaður :iir Hlíðardalsskóla. Nánustu ástvinir hans stofnuðu þennan sjóð. Ör honum er veittur styrkur til framhaldsnáms til hjúkrunarstarfa, læknisfræði og kristniboðsstarfs. Miðas-t þetta við nemendur, braut- skráða frá Hlíðardalsskóla. Verðugt er, að minning þessa framúrskarandi ungmennis sé þannig í heiðri höfð. En einnig hitt, að þannig sé veitt áfram þeim háu hug- sjónum að því takmarki, er hann sjálfur ól í brjósti og voru lífsstefna hans.

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.