Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 4
Bls. 4 -BRÆÐRABANDIÐ -6.-7.tbl. flRSmDT /974 Ársmótið 1 ár verður haldió að Hlíðardalsskóla dagana 2.-5. ágúst n.k. en það er verzlunarmannahelgin. MÓtið hefst með inngangssamkomu föstudagskvöldið 2. ágúst kl. 20. Ferð er á föstudögum til Þorlákshafnar kl. 17:30 frá Umferðamiðstöðinni í sambandi við ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja og er systkinum bent á þá ferð, en tryggara er að panta far tímanlega á Umferöa- miðstöðinni. Þáttöku í mótinu verður að tilkynna skrif- stofunni Ingólfsstræti 21 fyrir 27. júlí. Gestur mótsins verður J. T. Knopper frá London og verður hann aðalræðumaður en innlendir starfsmenn munu líka koma fram. Á hvíldardaginn verða fjölbreyttar samkomur. Hvíldardagsskóli hefst kl. 9:45 og guðsþjónusta kl. 11. Síðdegis veða tvær samkomur og ungmennasamkoma um kvökdið. Allan sunnudaginn verða samkomur og kvöldvaka um kvöldið. Samkomur verða einnig á mánudeginum. Lokasamkoman verður þann dag kl. 4. Þeir, sem gista þurfa að muna að skólinn leggur til rúm og dýnur, en gestir verða að koma með lök, sængurver og koddaver. Er þetta með sama hætti og veriö hefur. Það er alltaf margt í þessum heimi sem rífur niður og þvi megum við ekki láta þær stundir fram hjá okkur fara ónýttar, þar sem við vitum að við getum uppbyggzt andlega. Ársmótin eru undursamlegt tækifæri til and-. legrar uppbyggingar, til að styrkjast fyrir baráttuna, sem fram undan er. Systkinin eru því hvött til að sækja vel allt mótið. (framhald á næstu blaðsíöu.) Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason Útgefendur: Aðventistar á íslandi

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.