Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 7
Bls. 7- BRÆÐFABANDIÐ -6.-7.tbI. Það var ánægjulegt að heimsækja ísland á férð minni til Bandaríkjanna fyrir nokkru. Mjðg gaman var að mæta systkinum á þeim stöðum sem ég gat komizt til. Vildi ég gjarnan hafa farið víðar hefði tíminn leyft það. Það er von okkar að ef enhver af trúsystkinunum á íslandi ferðist um Skandinaviu, að þau leggji þá leið sína um Vejlefjord og til okkar. Þau eru hjartanlega velkomin. Við sendum okkar trúsystkina. hjartans kveðjur til vina Svein B. Johansen og ÚTHLUTUn TIL V CSJMAiJ^ J^J A.Z IJ9HQJL 1 sambandi við gosiö á Heimaey í janúar í fyrra sendu Samtök aöventista á Norðurlöndum svo og N-Evrópudeildin fjárupphæð til islands. Nam þessi fjárupphæð ásamt gjöfum frá systkinum á íslandi um 3 milljónum ísl.kr. Gjöf þessari fylgdu þau ummæli ein að hana átti að nota til hjálparstarfs vegna gossins á Heimaey. Stjórn aðventista á íslandi kaus nefnd til að annast úthlutun úr þessum sjóði og skipuðu hana konferensformaður og gjaldkeri, formenn Vestmannaeyjasafnaðar og formaður systrafélagsins þar. Nefndin hefur að mestu leyti lokið stðrfum þar sem úthlutun er nær lokið. Úthlutaö var þrisvar sinnum til systkina i Vestmannaeyjasöfnuði. í fyratu úthlutun var úthlutað til allra- ákveðinni upphæð til einstaklinga, hjóna, unglinga og barna. í annarri úthlutun var einungis úthlutað til aldraöra, þeirra, sem enga vinnu höfðu haft. Talað var svo um það að síðasta úthlutun færi fram um það leyti, sem fólk færi heim aftur. Þessi þriðja og síðasta úthlutun er nú um garð gengin og var þá úthlutað til allra eins og í fyrsta skiptiö. Einnig var úthlutað kr. 300.000.00 úr þessum sjóði til Vestraannaeyjakaupstaðar í byrjun gossins. Eftir eru nú í sjóðnum um kr. 1000.000.00 sem ætlaðar eru til uppbyggingarstarfs í söfnuðinum í Vestmannaeyjum,s.s. til viðgerðar og endurbóta á kirkjunni o.fl. en slíkt er bein úthlutun til þeirra, sem heim snúa. Nýlega var sent yfirlit til gefendanna um það hvernig sjóðnum hefði verið variö. Er komið bréf aftur þar sem segir að öll ráðstöfun sjóðsins sé fullkomlega í samræmi við óskir gefendanna. S.B.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.