Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 8
Bls. 8 - BRÆÐRABANDIÐ 6.-7.tbl MIHLU VERHI SENN LOHlfl Síðustu vikumar hefur verið mikið unniö hér í umhverfi skólans. Br. Kristian Hansen mætti hér til vinnu með sína menn hinn 28. maí kl. 7 að morgni. síðan hafa þeir unnið sleitulaust og af miklum dugnaði og tekiö hvern dag snemma. Um helgar hafa sjálfboðaliðar komið hingað og hjálpað vel til-einnig hafa safnaðarmenn, sem eiga vörubíla, lagt vel hönd á plóginn með akstur. Nú er öllum stærstu verkunum aflokið, þótt margt sé eftir enn. Miklu hefur verið komið í kring og margir átt hlut að máli beint og óbeint. Gjafir Ærá safnaðarrr fólki nema kr. 750,000.- Árnessýsla og Ölfushreppur hafa lagt kr. 200,000.- Tekjur af malarsölu nema kr. 229,000.- Óinnleyst loforð nema kr. 160,000.-kr. Samtals gerir þetta kr. 1,339,000.- og er það falleg upphæð, en útgjöldin eru einnig mikil, og nú berast reikningar að úr mörgum áttum í skipulaginu er gert ráð fyrir gróðurreitum hér og þar, og hafa skjólgirðingar verið settar upp umhverfis þá. Stendur nú til að fara af stað og leita að plöntum, svo að Danirnir geti gróöursett þær, áður en þeir halda heim í 1. viku júlí. Nú hefur maður áhyggjur af því að útgjöldin yfirstígi tekjurnar, og væri það því mjög kærkomið, ef hægt væri að innleysa öll loforð við fyrsta tækifæri. Kærar kveðjur til ykkar allra og innilegar þakkir. Leggið leið ykkar hingað við tækifæri, og þið munuð gleðjast yfir þeim breytingum, sem hér hafa orðiö. JÚlíus Guðmundsson.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.