Bræðrabandið - 01.09.1974, Síða 5

Bræðrabandið - 01.09.1974, Síða 5
Bls.5 - BRÆÐRABANDIÐ 8-9 tbl. Glataði sonurinn hafði mikinn tíma til dagdrauma í einangruðu starfi sínu í svínastíunni. Dagdraumar leiða ekki alltaf til mikilla athafna. Hugsið ykkur Joe Smith. Frásagnir um bóksölu höfðu alltaf hrifið hann.^ Þegar bóksali kom x heimsókn í söfnuð hans var hann alltaf á fremsta bekk og drakk í sig hvert orð sem hann sagði. Hversu hann^gladdist yfir sögum hans og lifði sig inn í reynslur hans og sá sjálfan sig sem byrjandi bóksala sem knýr á ókunnar dyr og fær fólk til að kaupa. Hann fylltist fögnuði þegar hann hugsaði um lokaniður- stöðuna - sannleikurinn kæmist inn í líf þess manns sem bóksalinn heimsótti og fólk ynnist fyrir ríki Guðs. Þessi ópersónulega reynsla hélt áfram í mörg ár þar til alvarlegur atburður í lífi Joe gerði það nauðsynlegt að hann tæki skjóta ákvörðun um það hvað hann ætti að gera varðandi drauma sína um að verða bóksali. Eftir 10 ár í starfinu segir hann:"Ég er aðeins leiður yfir einu, að ég helgaði ekki líf mitt þessu starfi fyrir mörgum árum." Sumum finnst þeir ef til vill ekki geta tekið þátt í kristniboðsstarfi vegna reynslu- skorts, líkamlegra ágalla eða af öðrum ástæðum. En verkið takmarkast ekki af þeim þáttum starfsins sem nefndir hafa verið. Akurinn er nógu víður fyrir alla og sérhverjum hefur verið ætlað verk. Það fellst blessun í að hljóta svar við bæn sem sögð var í einlægni eða finna það að frelsarinn talar til okkar á sérstakan hátt á óvæntri tíð. Þá gerum við okkur það ljóst að einn beinn vottur um persónulegan frelsara er meira virði en þúsund frásagnir um það sem aðrir hafa reynt þó að hrífandi séu. "Það er ekki mögulegt að ein greinin sé háð annarri um lífgefandi kraft. Sérhver grein verður að viðhalda eigin persónulegu sambandi við vínviðinn. Hver meðlimur verður að bera eigin ávöxtu." E.G.W. um versið Jóh. 15:4 Hví ættum við að gera okkur að góðu reynslu annarra sem er aðeins hismi fyrir okkur á sama tíma sem við gætum eignast kjarna persónulegrar reynslu hver fyrir sig? En sérhver rannsaki verk sjálfs sín, og þá mun hann hafa hrósunarefni einungis fyrir sjálfan sig, en ekki fyrir aðra; (Gal. 6:4).

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.