Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 8
Bls.8 -BRÆÐRABANDIÐ 12.tbl. ker fyrir hann á hverjum degi. Ég játa mína eigin veikleika og mistök og legg sjálfan mig fram fyrir Drottin. Og hann fyrirgefur mér og hreinsar mig í náð sinni. "Þegar þér náið takmarkinu fyrir trú yðar, frelsun sálna yðar." (l.Pét.l39) í öðru lagi bið ég um, að Guð geri mig auðmjúkan og varöveiti mig þannig. (Sjá Jak.4,6). Náðin er dyr að krafti Guðs fyrir Heilagan anda og auðmýktin er lykillinn að þeim dyrum. Þegar eigingirnin er dauð getur Gnð kctnið með kraft sinn inn í líf okkar. "Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. En það sem ég þó enn lifi í holdi það lifi ég í trúnni á Guðs son sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir* inig." (Gal.2,20) Kristur getur aðeins dvalið í auðmjúku hjarta. Til þess að hafa auðmjúkt hjarta verðum við að biðja hinn mikla lækni að skera í burtu gamla hjartað og gefa okkur nýtt hjarta, auðmjúkt hjarta. "Og ég mun gefa þeim nýtt hjarta og leggja þeim njrjan anda í brjóst; ég mun taka stein- hjartað úr líkama þeirra og gefa þeim hjarta af holdi." Auðmýkt sem kemur hið innra frá okkur sjálfum er hræsni. Auðmýkt sem kemur frá hjarta sem Guð hefur gefið okkur, nýju hjarta, er sönn. Hún er kraftaverk Guðs. K/ERLEIKUR TIL BIBLÍUNNAR Það þriðja sem ég bið um er að Guð muni fylla mig kærleik til orðs síns. Mörgu safnaðarfólki finnst það erfitt að eyða miklum tíma í það að lesa orð Guðs. Þeim finnst erfitt að einbeita sér að bibiíuhugsun. Eir.a ástaðu fyrir þessu er að finna í l.korintubréfi 2,14. "En náttúrulegur maður veitir ekki viðtöku því sem Guðs anda er; þvi að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist audlega." Þegar líf holdsins ræður í okkur, getum við ekki fundið neina ánægju eða fögnuð í því að ranr.saka andJ.eg efni. Við verðum þess vegna að biðja um að Guð vilji gefa okkur mikinn kærleika til orðs síns, að við getum fengið mikinn fögnuð og frið af því að nærast á hinu lifandi orði. "Gnótt friðar hafa þeir, er elska lögmál þitt, og þeim er við engri hrösun hætt." (Sálm.119,165) Hin fjórða daglega beiðni mín er Guð gefi mér mikinn kærleika til allra manna í heiminum, jafnvel til óviria minna. "En ég segi yður: Elskið óvir.i yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður. (Matt.5,44) Ég er viss um að þetta er besta prófið sem við getum lagt á okkur til að sjá hvort holdsins maður er í rauninni dauður. Það þarf kraftaverk Guðs til að elska einhvern sem hatar okkur. Margt fólk ber óánægju í hjarta sínu, sem étur það upp eins og holdsveiki. "Ef einhver segir: Ég elska Guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari; því að sá sem ekki elskar bróður sinn, sem hann hefir séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefir ekki séð." (l.Jóh.4,20)

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.