Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 4
Bls. 4 - BRÆÐRABANDIÐ 12.tbl. Jesús óx að visku. Hann notfærði sér hvert tækifæri til vitsmunalegs þroska. Við þetta vil ég flýta mér að bæta að það sem heimurinn telur góða menntun þarf ekki endilega að vera satt og gott. Sonn viska og þekking kemur frá Guði. Sannmenntaður maður er sá sem getur á hverju rannsóknarsviði séð guðlega veru að verki. Hann hugsar hugsanir Guðs eftir hann. Sú menntun sem leiðir í burtu frá Guði er fölsk. Öll sönn menntun leiðir til hans vegna þess aö hann er upphaf viskunnar. Það er gott þegar hægt er að mennta æskuna í kristilegu umhverfi, þar sem Guð er heiðraður og Biblían er viðtekin sem orð Guðs, þar sem litið er á manninn sem handaverk Guðs en ekki sem tilviljunarkennda framleiðslu. Fræðileg þekking á Jesú Kristi og sannleika hans án samsvarandi viðbragða hjartans leiðir aðeins til ofstækis eða hræsni. Jesús sigraði freistingu sem maður, en ekki sem Guð. Hans var freistað á allan hátt eins og okkar, án syndar, segir Biblían. Heb.4,15. Hann getur sett sig í okkar spor. Þýðingarmesta ákvörðunin fyrir hvern ungan mann er að gefa líf sitt algerlega Jesú Kristi sem frelsara sínum og Drottni. Á síðustu árum höfum við orðið vitni að stórkostlegu fyrirbrigði meðal ungs fólks. Um víða veröld hafa margir snúiö sér í burtu frá kröfugöngum og mótmælum síðustu ára til andlegra hluta - einkum kenninga Krists. Jesús er orðinn þekktur og vinsæll persónuleiki meðal ungs fólks í dag. Við höfum haft jesúbyltinguna og jesúfólkið. Ungt fólk hefur verið að lesa Biblíuna, sérstaklega hinar nýju þýðingar, meira en áður. Jesú nýtur í dag vinsælda meðal ungs fólks sem ekki á sinn líka á okkar tímum. Mín bæn er að þetta geti verið raunverulegt, að það verði meira en tíska. Ungt fólk í dag getur vaxið að náð hjá Guði eins og Jesú gerði. Leyfið Jesú Kristi að verða fyrstum og síðustum í lífi ykkar. Ef þið hafið aldrei gefist honum, þá skuluð þið gera það núna, þegar þið lesið þessar línur og Heilagur andi talar í hjarta ykkar. JESÖS VAR VINSÆLL Síðasta sviðið sem við skulum íhuga er sú staðreynd að Jesús óx að náð hjá mönnum. FÓlk sem komst í snertingu við hann elskaði hann. Sem ungur maður var hann kurteis, vingjarnlegur, hugsunar- samur - sannur drengur. Það er sannarlega þörf fyrir þessa eiginleika í dag, og á þessu sviði getur Jesú Kristur verið óviðjafnanlegt fordæmi fyrir æskufólk í dag og reyndar fyrir fólk á öllum tímum. Ef þið athugið vandlega líf Jesú munið þið sjá að allir hópar manna löðuðust að honum. Jafnvel lítil börn - sem greina fljótt hjáróma rödd ef þau heyra hana - þyrptust til Jesú, af því að þau vissu að hann var raunverulegur og sannur.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.