Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 10
Bls. 10-BRÆÐRABANDIÐ 12.tbl. FRETTIR Hvíldardagsskólagjafir okkar, sem fela í sér hinar venjulegu hvíldardagsgjafir, 13.hvíldardagsgjafir, afmælis- og þakkarfórnir og ágóðafórn, námu meira en 17 milljón dollurum síðasta ár.(rúmlega 200 milljónir ísl. kr.) Þessar gjafir samanlagt eru stór þáttur x árlegri fjárhagsáætlun okkar fyrir hið heimsvíðtæka krisniboðs- starf. Þessi upphæð gefur til kynna að hvíldardagsskólameðlimir okkar eru sannarlega trúfastir ráðsmenn, sem elska Drottin, og munu halda áfram að fórna til þess að hraða komu hans. Samkvæmt núverandi áformi mun 25% af þrettánda hvíldardags- fórninni 28. desember 1974, verða skipt á milli tveggja mjög nauðsynlegra verkefna innan okkar deildar: Menntaskóla aðventista í V-Afríku (ACWA) og Newbold College, Englandi Báðir þessir menntaskólar vinna dásamlegt verk við að mennta unga menn og konur fyrir framtíðar starf í þjónustu Guðs. Meira en 200 ungmenna frá Sierra Leone, Liberíu, Ghana, Fílabeins ströndinni og Nigeríu stunda nám við ACWA á hverju ári. Eftir að hafa fengið menntun sína fer unga fólkið til borga og afskekktra þorpa til að kunngera aðventboðskapinn. Síðasta ár voru meira en 3000 sálir skírðar í Nígeríu einni, og meira en 2500 í V-Afríku. Ungur maður gat af Guðs náð skírt meira en 200 sálir. í Nxgeríu hafa þeir sett sér þaö takmark að leiða á þessu ári 10.000 sálir til Guðs. Skólinn okkíir í Vestur Mríku þarf nauðsynlega á stærra bókasafni að halda til afnota fyrir unga nemendur okkar, sem eru að undirbúa sig fyrir þjónustu í starfi Guðs. Hin stofnunin, sem mun njóta umframfórnar 13.hvíldardagsins í lok þessa árs, er Newbold College. Newbold er velþekktur skóli innan okkar deildar. Skólinn hvetur unga fólkið okkar til að afla sér nauðsynlegrar þjálfunar til að gera þeim kleift að láta í té áhrifámikla jjónistu í starfi Guðs. Á Newbold er einnig nauðsynlegt að fá fullnægjandi bókasafn. Nemendurnir þarfnast aðstöðu til auðveldrar rannsókna, jafnframt því sem þeir undirbúa sig til þjónustu. Við treystum á ríkulega fórn þína, kæri hvíldardagsskóla- meðlimur, hvíldardaginn 18.desember 1974. Ein besta fjárfesting okkar á þessum óvissu tímum felst í þjálfun leiðtoga fyrir framtíðina. Við skulum þakka Guði fyrir þessar tvær stofnanir og biðja um að Drottinn mætti halda áfram að blessa bæði starfsfólkið og nemendurnar, um leið og við hjálpum þeim með því að gefa ríkulega 28.des.1974. Pastor J.H.Wollan,deildarstjóri hvíldardagsskólar

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.