Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 11
Blsll - BRÆÐRABANDIÐ 12.tbl. Hvíldardaginn 30. nóvember heimsótti ungmennafélag Reykjavíkur Hlíðardalsskóla. Heimsóknin var hin ánægjulegasta í alla staði. Tveir brasður frá London heimsækja ísland í desember. Jens Wollan hafði námskeið fyrir hvíldardagsskólakennara og R.Unnersten gjaldkeri deildarinnar kemur á fjármálafund konferensins. í nóvember kom varaforseti Aðalsamtakanna, Hackett að nafni, við hér. FÓrnin sem tekið verður á móti á guðsþjónustum okkar hvíldardaginn 7.desember rennur til bindindismála. Ötbreiðslublaðið, Tákn tímanna, er væntanlegt úr prentun næstu daga. Vonast er til að safnaðarfólk verði duglegt við að selja blaðið. Næsta vor kemur út nýtt bindi af Rökkursögum. Síðasta bindi er nær uppselt. Nytt rit um endurkomu Krists er komið. Safnaðarstjórnir eru hvattar til að kaupa ritið til að dreifa hver í sínu umdæmi. Einstaklingar geta líka fengið ritið keypt. Það kostar kr. 5 eintakið og fæst hjá Bókaforlaginu. Tilvalið er að söfnuð- urnir skipuleggi dreifingarherferðir. Efni bókarinnar Boðskapur til safnaðarins verður tekið til íhugunar og yfirferðar á bænasamkomum í söfnuðunum í byrjun næsta árs. Er því áríðandi að hver safnaðarmeðlimur kaupi eintak af bókinni í desember.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.