Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 4
4 B/EJARBLAÐIÐ — Frjálst og óhád Fréttaljós: • Frá fundi Rotary-manna í Keflavík. Ljósm.: ELG Fer varnarlidid innan fimm ára? Hin pólitíska skuldbinding Bandaríkjamanna mun hins vegar ekki breytast. Þeir munu segja við ríki Atlands- hafsbandalagsins að þeir komi til hjálpar ef á bandalag- ið er ráðist. Herinn sem kæmi væri hins vegar allur, eins og í fyrri heimsstyrjöld- inni, staðsettur í Bandaríkj- unum. Hann verður fluttur yfir hafið með skipum og flugvélum. Hvaða ósökkv- andi flugmóðurskip er í Norður-Atlandshafi? Það er Island. Aðflutningsleiðin yfir hafið verður enn mikilvægari í þessu tilliti, en hún er í dag. Ef þessi mynd er hinn sanna, þá vex mikilvægi íslands. Ég hef líka látið það í Ijós að með umfangsmiklum afvopnun- arsamningum og þeim eftir- litsákvæðum sem í þeim verða, vex eftirlitshlutverk ís- lands enn frekar en nú er“, sagði Róbert Trausti. — mikilvægi íslands vex með minnkandi hernaðarumsvifum Atlandshafsbandalagsins og V'arsjarbandalagsins Keflavíkurflugvöllur og Persaf lóadeilan, samskipti Islands við Varnarliðið og verktaka- starfsemi á Keflavíkur- flugvelli var til umræðu á fundi Rótarý-manna í Keflavík á fimmtudags- kvöldið. Frummælandi var Róbert Trausti Arnason, ambassa- dor og skrifstofustjóri varna- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Meðal annars kom fram í máli Róbertsað banda- ríski herinn muni draga bróðurpartinn af hermönn- um sínum til baka frá Evrópu innan fimm ára. Mikilvægi Islands vex ,,Ég hef látið það í Ijós að það sé viss þversögn í dæm- inu sem snertir Island núna“, sagði Róbert Trausti á fund- inum. „Með minnkandi hernaðarumsvifum hern- aðarbandalaganna tveggja, Atlandshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, þá vex mikilvægi íslands. Banda- ríkjamenn munu á næstu fimm árum eða skemmri tíma, draga bróðurpartinn af herliði sínu til baka frá Evrópu. Það er sannfæring mín. Það verða örfáir banda- rískir hermenn eftir í Evrópu. (- : J Útgerðarmenn Norm-X á Suðurnesjum Plastkör fyrir báta og fiskvinnslufyrirtæki. Viðurkennd vara. l/atnstankar og rotþrær fyrir sumarbústaði. Heitir pottar fyrir heimahús og sumarbústaði 3 stærðir Verð frá 39.900.- Umboðsmaður á Suðurnesjum: Eiríkur Hansen Heiðarbraut 11 Sími 92-11025 e.kl. 19. Kjarnorkukafbátar á sveimi „Þegar Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson • Róbert Trausti Árna- son: „Ég held að við sjáum ekki fram á neina breytingu á eðli þess- arar stöðvar með eftir- litshlutverk“. ná því fram að ríki bandalag- anna tveggja setjist við eitt samningaborð til að semja um afvopnun á höfunum, þá segir það sig sjálft að eftirlits- stöðin í þeim samningi getur hvergi annarsstaðar verið en þar sem þessir flotar hafa haslað sér völl, þ.e. hér í kringum okkur. Þessar kaf- bátaleitarvélar á Keflavíkur- flugvelli eru staðsettar hér vegna þess að það eru kjarn- orkukafbátar á stöðugu sveimi um N-Atlandshaf. Við afvopnunarsamninga yrðu slíkar eftirlitssveitir áfram staðsettar hér. Þær yrðu kannski fjölþjóðlegri en það lið sem nú er á Keflavík- urflugvelli, þar sem hægt er að ímynda sér að margar þjóðir myndu vera með í slíku eftirliti. Ég held að við sjáum ekki fram á neina breytingu á eðli þessarar stöðvar með eftirlitshlutverk. Ég held að það sé þess virði að íhuga þetta dálítið, því þetta snertir jú enga Is- lendinga eins mikið og ykkur sem búið í næsta nágrenni við stöðina", sagði Róbert Trausti ennfremur. Keflavíkurflugvöllur og Persaflói Átökin við Persaflóa voru til umræðu á fundinum. Ljóst er að kostnaður við hernað- arbrölt Bandaríkjamanna vegna deilunnar, nemur allt að 40 milljónum dollara á degi hverjum. Því hafa menn velt því fyrir sér hvort það muni ekki hafa í för með sér verulegan niðurskurð í rekstri herstöðva, sérstaklega hvað varðar verklegar fram- kvæmdir. Varnarstöðin á Keflavíkur- flugvelli hefur enn sem kom- ið er ekki dregist inn í atburð- arrásina við Persaflóa, en menn eru undir það búnir að missa eitthvað af tækjum s.s. ratsjár og eldsneytisflugvélar Keflavíkurflugvelli. Umferð um flugvöllin mun stóraukast vegna flutninga til Evrópu og Austurlanda, og þess má vænta að stór hópur her- manna af Keflavíkurflugvelli verði fluttur á ófriðasvæðið, eftir því sem fram kom í máli Róberts Trausta. Að öðru leyti mun herstöð- in á Keflavíkurflugvelli ekki dragast inn í þessi átök. Hvað ísland varðar er Ijóst að stjórnvöld geta fallist á aðgerðir sem ákveðnar eru undir nafni Sameinuðu þjóð- anna. íslendingar munu þá eins og aðrar þjóðir innan Atlandshafsbandalagsins, standa við N-Atlandshafssátt- málann. Ef ráðist verður á Tyrki, þá ber að líta svo á að ráðist hafi verið á íslendinga líka, því árás á einn er árás á alla. Hlutverk íslands er því pólítískt eðlis í þessu sam- bandi.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.