Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 10

Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 10
10 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óhád Fréttir: Japanskir auðjöfrar: Vilja Bláa lóns sýningu í Japan New York ferð þeirra Hermanns Ragnars- sonar og Guðmundar Guðbjörnssonar, sem reka baðhúsið við Bláa lónið, hefur vakið óskipta athygli. Bæjarblaðið var með í för þegar lónið var kynnt í New York og birti um það grein í síðasta blaði. Nú hafa tímaritin Við sem fljúgum og Frjáls verslun óskað eftir grein- inni til birtingar og munu þau fjalla um þessa ferð á næstunni. í kjölfar New York ferðarinnar er fyrir- hugað að fara með slíkar kynningar víðar, því óskir hafa komið um það frá Japan og Þýskalandi. Eins og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku var auðjöfurinn Mitsuo Sato staddur hér á landi í síðustu viku, en hann hyggst reisa eftirlíkingu af Höfða, mót- tökuhúsi Reykjavíkurborgar, í heimabæ sínum skammt frá Tokyó. Mitsuo hyggst ásamt öðrum japönskum kaup- sýslumönnum standa fyrir Is- landskynningu í tilefni heim- sóknar forseta íslands til Tokyó. Ætlunin er að á fyrstu hæð hússins verði seldur ýmiskonar varningur frá ís- landi og á efri hæð verði aðstaða fyrir gesti. Mitsuo Sato skoðaði ásamt fleirum japönskum kaupsýslumönnum Bláa lón- ið í síðustu viku, og hefur hann óskað eftir því að þeir Hermann og Guðmundur komi til Japans og setji upp álíka sýningu á íslandskynn- ingunni og þeir settu upp í Stringfellow klúbbnum í New York. Vegna þessa hefur Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra skipað Her- mann Ragnarsson sem full- trúa íslenska ríkisins í undir- búningsnefnd vegna Islands- kynningarinnar í Japan. Gerðaskóli: Viðbyggingin í notkun á næsta ári Framkvæmdir við 1. áfanga viðbygging- ar Gerðaskóla hafa gengið vel. Ekki stend- ur til að taka neitt af bygglngunni í notkun á nýju skólaári, heldur verður byggingin gerð fokheld og frágengin að utanverðu. í þessum áfanga verða þrjár almennar kennslu- stofur auk kennslustofu fyrir heimilisfræði. Þetta er þó aðeins þriðjungur af því sem koma skal. Þegar byggingin kemst í sína endanlegu mynd, verður hún alls 12000 fermetrar. Samkvæmt upplýsing- um frá Eiríki Hermanns- syni, skólastjóra, annar nú- verandi húsnæði aðeins 53% af áætlaðri húsnæð- isþörf skólans. Því var orð- ið mjög brýnt að byggja við hann, en allar kennslu- stofur hafa verið tvísetnar, auk þess sem kennt hefur verið í tveimur kennslu- stofum í sundlaugarhús- inu. Aætlað er að taka bygg- inguna í notkun á næsta ári. • Frá sýningu Bláa lónsins, sem haldin var í New York á dögunum. Ljósm.: ELG Tré-x gerir stórsamning Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar í Keflavík hefur gert stórsamning við franskt fyrirtæki að nafni Isoroy Croup, vegna framleiðslu á spón- parketi. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu fyrir helgi. Franska fyrirtækið hefur á sinni könnu öflugt markaðs- kerfi víða um Evrópu og mun annast sölu á Tré-x spónaparketi í þeim löndum sem þeir selja til. Spónapark- etið hefur fengið nýtt erlent vöruheiti, en á erlendum markaði mun það heita Norvik. JC-Suðurnes: Almálið tekið fyrir JC-Suðurnes stendur fyrir hádegisverðar- fundi á Glóðinni á morg- un, fimmtudag. Félags- skapurinn hefur nokkrum sinnum áður staðið fyrir slíkum fundum þar sem ákveðin málefni líðandi stundar eru tekin fyrir, t.d. kvótamálin, verktakan á Keflavíkurflugvelli og fl. Á morgun verður hins veg- ar álversmálið tekið fyrir og frummælendur verða þeir Sigurður P. Sig- mundsson, Akureyri, og Oddur Einarsson og Karl Steinar Guðnason. Hefst fundurinn kl. 12. Torfærukeppni í rígningu jörgunarsveitin Stakkur stóð fyrir sinni árlegu torfæru- keppni um síðustu helgi. Fór keppnin fram í leiðindaveðri, en engu að síður létu áhorfend- ur sig ekki vanta til að fylgjast með tryllitækj- um þeysa upp erfiðar brekkur. Keppnin fór að þessu sinni fram í landi Hrauns í Grinda- vík, en þetta hefur verið ein af aðalfjáröflunar- leiðum björgunarsveit- arinnar. Sigurvegari varð Árni Kópsson á Heimasæt- unni.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.