Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 13

Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 13
BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð 13 Bladamenn í heimsókn Fimm blaðamenn frá Norðurlöndum heimsóttu Suðurnesin á föstudaginn. Voru þeir staddir hér á landi í boði Ferðamálaráðs. Þeir Vilhjálmur Grímsson, for- maður Ferðamálasam- taka Suðurnesja, og Björn Lárusson, ferðamálafull- trúi Suðurnesja tóku á móti blaðamönnunum og sýndu þeim ýmsa staði á Suðurnesjum, m.a Bláa lónið, sem vakti hrifningu fjölmiðlafólksins. Tveir blaðamannana voru frá Danmörku, m.a. frá stór- blaðinu Politiken, einn kom frá Svíþjóð, einn frá Noregi og einn frá Finn- landi. Myndin er tekin á Hótel Kristínu á föstudaginn við komu blaðamannanna, en þar þáðu þeir kaffisopa og spjölluðu við þá Vilhjálm og Björn. Þess er vonandi að vænta að Suðurnesin fái veg- lega umfjöllun í skandinav- iskum stórblöðum á næst- unni. Ný hljóm- sveit á Edenborg Rúnar Júlíusson mun kynna nýút- kominn geisladisk á Ed- enborg um helgina. Jafnframt mun hann skemmta ásamt nýrri hljómsveit sem er skip- uð valinkunnum hljóð- færaleikurum. Þórir Baldursson leikur á hljómborð, Björn Thor og Tryggvi Hubner á gítara og Júlíus Guð- mundsson á trommur. Þá mun hin kunni söng- vari og lagasmiður, Bjartmar Guðlaugsson mæta á staðinn bæði kvöidin og taka lagið með þeim félögum. H.S. byggir tækjageymslu • Hafnar eru framkvæmdir við gerð tækjageymslu fyrir Hitaveitu Suðurnesja, en byggingin sem mun rísa á mararbakkanum aftan við skrifstofu Hitaveitunnar, verður alls 1000 fermetrar. Jarðvegurinn sem þarna er grafinn upp er nýttur í gerð skrúðgarðs framan við skrifstofurnar, eins og fram kemur í annari frétt hér í blaðinu. Ljósm.: ELG Alversmálið: Um nýtt áíver gildi söm u reglur — og um önnur fyrirtæki í Vatnsleysustrandar- hreppi, segir í bókun hreppsnefndar Miklar umræður urðu um álversmálið á fundi hreppsnefndar Vatnsleysustrandar- hrepps á dögunum. Hef- ur hreppsnefnd lýst ánægju sinni með þá samstöðu sem náðst hefur með sveitarfélög- unum á Suðurnesjum í stóriðjumálum. A fundinum var eftirfar- andi bókun samþykkt samhljóma: „Hreppsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá sam- stöðu sem náðst hefur með sveitarfélögunum á Suður- nesjum í stóriðjumálum. Einnig lýsir hreppsnefnd ánægju með hvernig starfs- hópur um stóriðjumál á Suð- urnesjum hefur unnið að því markmiði sem sett var í upp- hafi, þ.e. að vinna að því að næsta álver verði staðsett á Suðurnesjum. Hreppsnefnd telur að ef ál- ver verður staðsett innan Vatnsleysustrandarhrepps þá gildi um það sömu reglur og um önnur fyrirtæki í hreppn- um, þ.e. að öll lögbundin gjöld greiðist í sveitarsjóð Vatnsleysustrandarhrepps. Enn er mjög óljóst hvaða framkvæmdir verða nauð- synlegar í tengslum við byggingu álvers og einnig eru kostnaðartölur ónákvæmar. Það er því ómögulegt fyrir hreppsnefnd að taka endanlega ákvörðun um með hvaða hætti yrði staðið að slíkum fram- kvæmdum, en meginhlut- verk hreppsnefndar á hverj- um tíma hlýtur að vera það að gæta ýtrustu hagsmuna hreppsins hverju sinni“. ATVINNA Vantar smiði og verkamenn nú þegar til staría. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Iðavöllum 13a

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.