Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 12

Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 12
U BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð íþróttir: Körfuknattíeiks- skóli UMFN Knattspyrna / 2. deild: Sex gul spjöid og tvö raud — í fjörugum leik IBK gegn UMFG Sundkappinn Magnús Már Ólafsson úr Þór á Þorlákshöfn hefur haft félagasklpti en í gær var gengið frá inngöngu hans f sundfélagið Suðurnes. Magnús Már er 26 ára gamall. Sundfélagið Suðumes hefur ráðið V-þýskan þjálfara til starfa og er hann kominn hingað til lands. Gengið verður frá samningum við hann nú á naestu dögum. Unglingaráð körfu- knattleiksdeildar UMFN mun standa að körfuknattleiksskóla á næstunni, sem ætlaður er drengjum og stúlkum á aldrinum 7-15 ára. Kennsla hefst 30. ágúst og lýkur 2. sept. Þátttakendum verður skipt í tvo hópa 7-12 ára og 13-15 ára en leiðbeinendur verða þeir Friðrik Ragnars- son, Júlíus Valgeirsson og Friðrik Rúnarsson, auk þess sem hinn nýi leikmaður Njarðvíkinga, Robinsson kemur í heimsókn, en hann mun leika með meistara- flokki í vetur, auk þess sem hann verður þjálfari. Skrán- mg stendur yfir í kvöld í Iþróttahúsi Njarðvíkur. Úr leik IBK og UMFN. Fyrsta mark IBK í höfn. Ljósm.: ELG Sundfélagið fær liðsauka Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í 15. umferð 2. deildar í knattspyrnu og fór leikur- inn fram á föstudags- kvöldið. Ekki færri en sex gulum spjöldum og tveimur rauðum var veif- að í þessum hörku leik sem endaði með sigri Keflvíkinga. Fátt markvert gerðist fyrstu 20 mínúturnar í leiknum, en þá fóru Keflvíkingar að sækja í sig veðrið. Fyrsta markið kom á 30. mínútu þegar Óli Þór Magnússon kom bolt- anum fram hjá Skúla Jóns- syni og í netið. Aðeins örfá- um augnablikum síðar komst Gestur Gylfason í ágætt færi, en Skúli varði tví- vegis skot frá honum. Þrem- ur mínútum síðar var Óli Þór enn á ferðinni innan vítateigs Grindvíkinga, en skaut yfir markið í ákjósanlegu færi. Staðan í leikhléi var 1-0, Keflvíkingum í vil. Keflvíkingar byrjuðu af krafti í síðari hálfleik og léku vel. Sama má segja um Grindvíkinga sem sýndu góða baráttu og gerðust aðgangsharðari við mark andstæðinganna. A 17. mínútu síðari hálfleiks voru þeir hins vegar svo óheppnir að fá á sig vítaspyrnu sem Marko Tanasic skoraði úr af miklu öryggi. Nokkrum mínútum síðar fengu Grind- víkingar á sig annað áfall er Hjálmari Hallgrímssyni var vísað af leikvelli, en þrátt fyrir mótlætið efldust Grindvík- ingar og gerðu orrahríð að marki Keflvíkinga. Markið lá í loftinu og það kom eftir rúm- lega 20 mínútur þegar Einar Daníelsson skoraði stórglæsi- lega úr hjólhestaspyrnu sem Ólafur Pétursson markvörður ÍBK réði ekkert við. Staðan var því 2-1. Á síðustu 15 mínútunum var eins og allur vindur væri úr Keflvíkingum, sem annars sýndu góða bar- áttu framan af leiknum. Grindvíkingar sóttu fast, en þrátt fyrir góðan vilja tókst þeim ekki að jafna leikinn. Lokatölur urðu því 2-1. Eins og áður sagði þurfti dómari leiksins sex sinnum að lyfta gula spjaldinu, og því rauða tvívegis. Rautt spjald fengu þeir Jóhann Magnús- son, ÍBK og Hjálmar Hallgrímsson, Grindavík. I/íðismenn á leið í 1. deild Víðismenn eru næsta öruggir um sæti í 1. deild á næsta keppnis- tímabili. Eftir stórsigur á Fylkl á föstudagskvöld þarf Víðisliðið aðeins eitt stig til að komast upp. Leikur Víðis og Fylkis endaði 4-1. Mörk Víðis skoruðu þeir Grétar Einars- son (2), Klemens Sæ- mundsson og Steinar Ingi- mundarson. Staðan í leik- hléi var 2-0, Víðismönnum f vil. Staðan í 2. deild Vfðir 34 Fylkir 29 UBK 25 Keflavík 23 ÍR 22 Selfoss 21 Tindastóll 18 Grindavík 14 Leiftur 13 KS 13

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.