Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 8
8 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óhád Fólk: „Þetta var yndis leg fæding“ — segirJóna Ingólísdóttir, sem kaus náttúrulega fæbingu í heimahúsi Texti og mynd: Helga Margrét Guðmundsdóttir. og var mér úthlutað Ijósmóð- ur til að annast mig á með- göngunni. Ég kom reglulega til hennar í skoðun þar sem hún vigtaði mig og mældi og hlustaði á hjartslátt barnsins með tréhlustunarpípu. Hún tók ekki illa í hugmyndina en lagði mikla áherslu á að ég gerði mér grein fyrir því að ef ég gerði þetta svona þá bæri ég sjálf alla ábyrgðina, en ég mátti hringja í hana hvenær sem ég vildi. Ég fór ekki í sónar. Það tíðkaðist ekki svo mikið úti. Eftir því sem ég kynnti mér þetta betur varð mér Ijóst hvað ég hafði verið hlutlaus og tekið lítinn þátt í fyrri fæðingunni. Þó ég hefði fætt barn þá vissi ég næstum ekkert um fæðinguna." segir Jóna. Hvað óttaðistu mest varðandi fæðinguna? ,Helle kunni svör við öllu t.d. hvað ætti að gera ef barn- ið andaði ekki og hvað ætti að gera ef naflastrengurinn væri vafinn utan um barnið og eftir því sem ég lærði meira hvarf óttinn. Það er staðreynd að vanþekking skapar ótta og ótti skapar spennu. Ég fór í þessa fæðingu með trausti á sjálfri mér og trú á að þetta væri hægt með Jakob, Helle og Ollu mér við hlið. Ég var örugg og róleg. Fæðing er eðlilegur hlut- ur, ekki tækniundur lækna- vísindanna. Læknirinn minn hafði sagt við mig: „Gerirðu þér grein fyrir að ef eitthvað kemur fyrir þá berð þú ábyrgð á því?“ Við Jakob höfðum rætt þetta allt og kynnt okkur að það tæki ekki lengri tíma að koma mér á sjúkrahús ef eitt- hvað gerðist heldur en það tæki að koma mér á skurð- stofuna af fæðingardeildinni". Hvernig var svo að takast á við hríðarnar algerlega deyfingarlaus, tækjalaus og án Ijósmóð- ur? „Eftir því sem hríðarnar hörðnuðu og verkirnir urðu meiri var eins og ég kæmist í ákveðna stemmningu. Þetta var um nótt, við kveiktum á kertum og við Jakob nutum þess að fylgjast með því hvernig barnið bryti sér leið út. Við vorum aðallega tvö í þessu þangað til kom að sjálfri fæðingunni. Ég vann mjög vel með lík- amanum og þá var eins og hin náttúrulega aðferð líkam- ans til að stilla verkina færi í gang. Ég var fullkomlega frjáls, söng og hagaði mér eins og hvatir mínar sögðu mér. Þetta var ólýsanlegt ásand. Ég gekk um eða hreiðraði um mig í sængum og jafnvel hékk á Jakobi, en þannig fannst mér þægileg- Þau ákváðu að barnið skyldi fæðast á náttúrulegan hátt heima h þeim án Ijósmóður. Vinkona í næsta húsi og systir hennar tóku móti barninu á meðan eiginmaðurinn hélt henni uppi. Fæðing á nokkurra inngripa, þar sem eðlishvötin réði ferðinni og hlutirnii fengu að hafa sinn gang. Náttúruleg fæðing Einn valkostur við fæðingar Mér var sagt að hér væri stödd kona sem hefði fætt yngra barn sitt í heimahúsi og systir hennar og vinkona úr næsta húsi hefðu tekið á móti barninu. Þarna var ekki um að ræða að fæðinguna hefði borið svo brátt að — heldur allt fyrirfram ákveðið. Þetta vakti forvitni mína og ég fór fram á viðtal sem var fúslega veitt. Viðmælandi minn er Jóna Ingólfsdóttir. Eiginmaður Jónu er danskur, Jakob Steensig, og eru þau búsett í Arósum í Danmörku ásamt 2 dætrum sínum. Þau eru stödd hér í fríi um þessar mundir og dvelja á heimili foreldra Jónu í Keflavík. Fæðing cr ckki sjúkdómstilfelli Það þarf mikin kjark að þora að taka þá ákvörðun að fæða heima án Ijósmóður í okkar tæknivædda heimi þar sem okkur er sagt að „öryggið" sé fyrir öllu og fagþekkingin í hávegum höfð. Á meðan stöllur henn- ar hér á landi fæða á sjúkra- húsum — í „sterilu" um- hverfi og flóðljósum — með fæðingarlækni og Ijósmóður sér við hlið, og jafnvel svæf- ingalækni, sýnir Jóna þá áræðni og einurð að fæða eins og hún telur að henti sér og barni sínu best. I sínu um- mikill lestur og við kynntum okkur ítarlega allt sem við komumst í varðandi náttúru- legar fæðingar. Helle var þó okkar besta heimild og ákveðið var að hún myndi vera viðstödd ásamt Ollu systur minni. Ég hafði fætt barn á Sjúkrahúsinu hér í Keflavík árið 1982 og hafði gengið vel en þó voru ýmis atriði sem ég kaus að ganga ekki í gegnum aftur mætti ég ein- hverju ráða. tilbúin fyrr. Maður finnur það bara. Ljósmæðurnar voru nú svolítið áhyggjufullar vegna þess að ég var komin fram yf- ir og mér fannst þær „skeptískar" á þetta allt. Þær höfðu t.d. áhyggjur af fylgj- unni“. Hvernig tók danska heilbrigðiskerfið þessari ákvörðun þinni? ..I Árósum er nokkurs konar Ijósmæðramiðstöð sem sér um mæðraverndina hverfi, innan um sína nánustu. Það hvarflar ekki að henni að fæðing sé sjúk- dómstilfelli. En hvað kom til að hún fæddi barn á þennan hátt? „Hugmyndin er komin frá vinkonu minni í Danmörku sem heitir Helle en hún hefur fætt 3 börn heima á þennan hátt. Þannig að ég vissi að þetta var möguleiki" segir Jóna. „Hún hvatti mig mjög til að gera þetta og snemma á meðgöngunni tókum við hjónin ákvörðun. Þá hófst Ég hafði áhuga á að eðlishvötina ráða ferðinni og láta fæðinguna hafa sinn gang án nokkurar truflunar eða inngripa. Fyrst og fremst var það þó að ég taldi mig vera að hugsa um velferð hins ófædda barns“. Varstu hvött til þess af mæðraverndinni úti að fæða á þennan hátt? „Bæði og ... sumir hvöttu mig en aðrir voru tortryggnir og hræddir við þetta. Ég átti að eiga 11. júní en átti barnið aðfararnótt 17. júní. Ég fann að ég var ekki

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.