Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 29.08.1990, Blaðsíða 1
29. tbl. 2 árg. Miðvikudagur 29. ágúst 1990 BÆJARBLAÐIÐ BLAÐ í STÖÐUGRISÓKN! Hraðfrystihús Keflavíkur: Hluthafar stofna Stakksvík hf. Hluthafar í Hrað- frystihúsi Keflavík- ur hafa stofnað nýtt hlutafélag undir nafn- inu Stakksvík hf. Hlut- hafar eru Samband íslenskra samvinnufé- laga, Keflavíkurbær, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur og Kaupfélag Suður- nesja. Stórmarkadur Kefía- víkur opnar á föstudag Þessa dagana er unnið að lokaundirbúningi vegna opnunar hins nýja markaðar við Iðavelli í Keflavík, sem fengið hef- ur nafnið Stórmarkaður Keflavíkur. Verður mark- aðurinn opnaður næst- komandi föstudag kl. 10 V árdegis. Meðal nýunga í tækni sem markaðurinn hefur tekið í þjónustu sína er strika- merkjakerfi sem nú er að ryðja sér til rúms í verslun- um. Þá má jafnframt geta þess að kjötvinnslan verður þannig gerð að viðskiptavinir geta fylgst með kjötiðnaðar- mönnum við vinnu sína. Ymsar deildir verða innan Stórmarkaðs Keflavíkur, m.a. snyrtivörudeild og fata- deild. I matvörudeildinni verður meðal annars að finna salatbar og grænmetistorg. Tilgangur hins nýja fé- lags er útgerð og fisk- vinnsla, kaup og sala eigna, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og önnur skyld starfsemi. Hlutafé samkvæmt stofnsamningi félagsins er kr. 400 þús- und sem skiptast þannig að Sambandið leggur fram 264.040 kr., Keflavíkur- bær 78.840 kr., Kaupfé- lagið 53.920 kr. og Verkalýðsfélagið 3.200 kr. Þeir aðilar sem standa að stofnun Stakksvíkur ákveða að væntanlegt and- virði hlutabréfa þeirra í Hraðfrystihúsi Keflavíkur, sem stafar frá sölu þeirra til hluthafa í Útgerðarfélagi Akureyringa, verði lagt fram sem hlutafé í félaginu þegar stjórn þess félags kallar eftir því. Hafnarmálin í Höfnum: Kostnaðaráætlun gerð á næstunni mábátaeigendur í Höfnum héldu fund nú í sumar vegna ástandsins í hafnarmálum hreppsins. Var samþykkt ályktun á fundinum og hún síðan send yfirvöld- um. Að sögn Grétars Kristjónssonar sem sæti á í hreppsnefnd hefur lítið gerst í málinu síðan. ,,Við munum þó eiga við- ræður við Vitamálastofnun á næstunni og ætlunin er að láta þá gera fyrir okkur kostn- aðaráætlun. Síðan munum við væntanlega reyna að herja á fjárveitingarvaldið", sagði Grétar í samtali við blaðið. „Það liggur Ijóst fyrir að hér vilja menn vera með smábáta, þar sem menn róa á Eldeyjarsvæðið, suður í Reykjanesröst og undir Hafnaberg. Tímamunurinn frá því að róa á þessa staði frá Höfnum annarsvegar og Sandgerði hinsvegar, nemur allt að einum og hálfum tíma og það er mikill munur þegar um smábáta er að ræða. SUMARLEIKUR KODAK EXPRESS KODAKvflfcKRIUM BREGÐA Á LEIK Verið með í sumarleik HLJÓMVAL Þegar mest var í sumar réru 27 smábátar héðan. Ef vióunandi hafnaraðstaða væri fyrir hendi, þá væru örugglega á milli 30-40 smábátar hér að staðaldri. Ég held að menn átti sig ekki al- mennilega á þessu“, sagðl Grétar Kristjónsson.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.